- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
FÁ hefur um árabil verið leiðandi meðal íslenskra framhaldsskóla í umhverfisstarfi enda fyrstur þeirra til að hljóta Grænfánann árið 2006. Síðan hefur fáninn fengist endurnýjaður á tveggja ára fresti, og var afhentur í áttunda skiptið í lok janúar 2021 (frestaðist frá haustönn vegna heimsfaraldurs).
Það er markmið skólans að vera áfram í fararbroddi á sviði umhverfismála og taka ný skref fram á við á hverju ári. Annars vegar mun áhersla verða lögð á að rekstur skólans og daglegt líf innan hans verði með vistvænum hætti. Hins vegar verður kappkostað að styrkja gildismat og viðhorf nemenda og starfsfólks til verndunar náttúrunnar og umhverfisvæns lífsstíls.
Skólinn er einnig þátttakandi í verkefninu Græn skref ríkisstofnanna og hefur nú lokið fjórum skrefum af fimm á þeirri vegferð. Grænu skrefin eru eins og Grænfáninn að því leyti að eftir að þeim hefur verið náð þarf stöðugt að vinna að því að halda þeim.
Innan skólans er á hverjum tíma valinn umhverfisfulltrúi úr hópi starfmanna. Hér er tengill á handbók sem hann nýtir við störf sín: Handbók umhverfisfulltrúa.
Tenglar í umhverfissáttmála skólans og í skýrslu vegna síðustu Grænfána umsóknar má finna á vefnum.
Svona flokkum við - Flokkunarleiðbeiningar.