Fjarnám

Velkomin á heimasíðu fjarnáms í FÁ

"Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir"

Vorönn 2017:

Skráning fer fram dagana 27. desember til 13. janúar. Önnin hefst 17. janúar þá fá þeir nemendur sem staðfest hafa skráninguna með því að greiða, tölvupóst með notendanafni og lykilorði að Moodle.

Skráning framlengd til 16.janúar!
Nemendur sem stunda nám í dagskóla í FÁ greiða ekki innritunargjöld í fjarnámi, aðeins f-einingagjaldið.
Námsgjöld eru ekki endurgreidd og greiðslur eru ekki færðar milli anna.
Grunnskólanemendur greiða aðeins innritunagjaldið 6000 krónur.
Hver eining kostar kr. 4.500 = hver f-eining kostar kr. 2700.
Hægt er að skrá sig í 15 einingar eða 25 f-einingar á haust- og vorönn en 12 einingar eða 20 F-einingar á sumarönn en þeir sem óska eftir að taka fleiri einingar þurfa að hafa samband við fjarnámsstjóra.

Haustönn 2016:

Önnin hófst 6. september og lauk 20. desember. 

Ekki er hægt að skipta greiðslum og námsgjöld eru EKKI endurgreidd. Verðskráin lítur svona út: Smellið HÉR.

Alls eru 1258 nemendur skráðir á önnina og eru þeir skráðir í 2345 áfanga eða 7024 einingar.

_______________________________________________________________________________________________

Bókalistar eru undir: Áfangar í boði hér til hliðar.

Sjálfshjálparæfingar vegna prófkvíða: doktor.is og Persona.is
http://www.fa.is/fjarnam/proffyrirkomulag/
______________________________________________________________________________

Við notum námsumsjónarkerfið Moodle: 

Skrifstofa fjarnáms er á 2. hæð í nýbyggingu skólans.
________________________________________________________________________________________

Að opna skjöl í OpenOffice/Libre Office. Smellið hér.

Bókasafn FÁ. Sjá einnig upplýsingar undir: Þjónusta við nemendur. 
Niðurstöður úttektar á fjarkennslu á framhaldsskólastigi eru aðgengilegar hér.


ATHUGIÐ!
Áfangalýsingar og bókalistar eru undir Áfangar í boði. Þar má m.a. sjá bókalista, undanfara og með því að smella á áfangaheitin áfangalýsingar. Hægt er að skrá sig í 15 einingar. Óski nemendur eftir að fá að skrá sig í fleiri einingar þurfa þeir að hafa samband við fjarnámsstjóra.

Netfang: Þeir sem eru með hotmail netföng geta ekki treyst því að fá aðgangsorðið sent. Ástæðan er sú að ef sendur er út fjöldapóstur á hotmail netföng lendir pósturinn í „Junk Mail“ og kemst því ekki í hendur eignenda sinna. Þetta veldur töfum og leiðindum og er fólk því vinsamlegast beðið um að útvega sér annað og tryggara netfang.

UPPHAF KENNSLU:

Nemendur fá sent í tölvupósti aðgangs- og lykilorð að námsumhverfinu MOODLE þegar þeir hafa greitt fyrir áfangana sem þeir völdu. Aðgangsorð verða virk frá miðjum september. Mikilvægt er að útvega bækurnar tímanlega en bókalista má sjá þegar smellt er á viðkomandi áfanga í Áfangar í boði á fjarnámssíðunni.
Mikilvægt er að allar upplýsingar séu réttar og netfangið virkt þannig að upplýsingar um notendanafn að kennslukerfinu Moodle komist til skila, en það er sent í tölvupósti. Póstur sem sendur er frá FÁ er iðulega flokkaður sem ruslpóstur á póstþjóni hotmail.com og lendir því í Junk mail. Þeir sem eru með slíkt netfang geta því ekki treyst því að fá aðgangsorðið sitt.
Þegar heimsendur greiðsluseðill hefur verið greiddur eða greitt með kreditkorti og aðgangs- og lykilorð að Moodle hefur borist í tölvupósti og þú búinn að skrá þig þar inn ert þú kominn á það svæði þar sem samskipti þín og kennarans annars vegar og þín og annarra nemenda áfangans hins vegar munu fara fram. Hver kennari setur tímaramma til verkefnaskila og ber nemendum að hafa samband við kennara dragist verkefnaskil nemenda út hömlu. Í Moodle eru mikilvægar dagsetningar varðandi próf og verkefnaskil og annað sem viðkemur áfanganum.NÁMSFYRIRKOMULAG:

Smellið á Námsfyrirkomulag ef þið viljið afla ykkur ítarlegri upplýsinga um fjarnámið.
Námið er fyrst og fremst hugsað sem sjálfsnám undir handleiðslu kennara. Það kefst mikils aga og skipulagningar af hálfu nemenda og kennara.

Nemendur þurfa að:

1. Hafa daglegan aðgang að tölvu sem tengd er netinu og ræður við vefinn.
2. Hafa sitt eigið netfang og þurfa að tilkynna breytingar á því til fjarnámsstjóra á fjarnam@fa.is
3. Hafa lágmarkskunnáttu í ritvinnslu og tölvunotkun.
4. Hafa nokkra æfingu í að nota veraldarvefinn og síðan tileinka sér vinnu með kennsluvefinn Moodle. Þar eru bókalistar, námsáætlanir, verkefni, gagnvirk próf og ítarefni allra áfanga.
5. Hafa tíma til að stunda námið.

Einingafjöldi áfanga er síðasta talan í númeri hans. T.d. DAN 103 er 3 einingar. Samkvæmt nýrri námskrá þar sem F einingar koma í stað eininga breytast m.a. áfangaheiti  Td. heitir DAN103 núna DANS1GR05 og er 5 F einingar. Hann er á fyrsta þrepi en það er talan í miðju áfangaheiti sem segir til um þrep.Náms- og starfsráðgjöf: Smellið HÉR.

Prófkvíðanámskeið eru haldin á haust- og vorönn.
Þjónusta Hljóðbókasafnsins við nemendur með lestrarerfiðleika. Sjá HÉR.


Hægt er að skoða hvaða námsbrautir eru í boði hér:

1. Félagsfræðabraut

2. Hugvísindabreut (Málabraut)

3. Náttúrufræðabraut

4. Viðskipta- og hagfræðibraut

5. Lyfjatæknabraut

6. Læknaritarabraut

7. Námsbraut fyrir nuddara

8. Sjúkraliðabraut

9. Tanntæknabraut

10. Heilbrigðisritarabraut
Síðast uppært 28.12. 2016

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica