Starfsþjálfun

Í starfsþjálfun fær nemandi tækifæri til að reyna á þekkingu og færni við raunverulegar aðstæður undir leiðsögn kennara eða annarra reyndra heilsunuddara. Markmið starfsþjálfunnar er að brúa bilið milli náms og starfs þannig að nemandi geti að námi loknu gengið öruggur, með þjálfaða verkfærni út í atvinnulífið. Starfsþjálfun fer fram í þrem áföngum. Fyrri áfangarnir fara fram á nuddstofu skólans, þar sem almenningur getur fengið nudd hjá nemum. Lokaþjálfunin, sem spannar heila önn, fer fram á heilsunuddstofu, heilsustofnun eða öðrum vinnustað heilsunuddara.

Á starfsþjálfunartímanum, heldur nemandi ferilbók og ræðir reynslu sína í hópi nemanda og kennara í skólanum.


(Síðast uppfært 1.2.2012)