4. Umgjörð skólastarfsins

Allt nám í skólanum er eftir áfangakerfi. Áfangakerfið gerir nemendum kleift að hafa áhrif á námshraða sinn; sumum hentar venjulegur námshraði, aðrir geta farið hraðar og enn öðrum er hægt að bjóða lengri kennslutíma í hægferðum. Áfangakerfi skólans gerir þeim nemendum sem ekki hafa markað sér ákveðna stefnu strax að grunnskóla loknum mögulegt að stunda nám í almennum greinum. Þar sem margir grunnáfangar eru sameiginlegir á námsbrautum framhaldsskólanna þá nýtist þetta almenna nám á öðrum brautum hvort sem nemendur fara í aðra skóla eða halda áfram námi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Smelltu hér til að sjá gildandi kennslufyrirkomulag.


(Síðast uppfært 2.11.2012)