3.8.2. Forvarnir

Meginmarkmið með forvarnastefnu Fjölbrautaskólans við Ármúla er að hvetja nemendur til uppbyggilegs lífsmáta og sporna gegn hvers konar skaðlegri hegðun. Skólabragur og félagslíf skulu stuðla að því að nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Nemendur skulu hvattir til að sinna áhugamálum sínum til að efla sjálfsmynd og félagsþroska. Vinna skal náið með foreldrum þar sem þeir eru mikilvægir aðilar í forvörnum. Skólinn vill aðstoða nemendur sem lenda í vanda vegna fíknar eða sjálfseyðileggjandi lífsmáta.

Smelltu á tengilinn til að sjá forvarnaáætlun.


(Síðast uppfært 20.06.2019)