4.5.19. Íþrótta- og heilbrigðisbraut

Íþrótta- og heilbrigðisbraut er 200 eininga námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi.  Brautinni er ætlað að veita góða almenna menntun auk þess að búa nemendur undir nám á háskólastigi, einkum í greinum sem tengjast íþrótta-, þjálfunar- og heilbrigðisfræðum.

Nám á brautinni skiptist í almennan bóknámskjarna (86 ein.), þriðja mál (15 ein.) sérgreinar brautarinnar (60 ein.) og loks val (39 ein.) sem nemendur velja sér með hliðsjón af áhuga og námsmarkmiðum.

Nánari upplýsingar og brautarlýsingu má finna á vefsíðu brautarinnar.



(Síðast uppfært 9.10.2018)