Sjálfbærnistefna

Markmiðið með sjálfbærnistefnu er að efla og styrkja skólann í framþróun og skapa nemendum og starfsmönnum umhverfi sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Stefnunni er ætlað að efla borgaralega virkni nemenda, styrkja gildismat og viðhorf til verndunar náttúrunnar og umhverfisvæns lífsstíls, efla lýðræðisvitund og samábyrgð, styrkja gildismat og viðhorf gagnvart mannréttindum, jafnrétti, fjölmenningu, velferð og heilbrigði, efnahagsþróun, framtíðarsýn og stuðla að sköpunargleði.

Sjálfbærninefnd

Sjálfbærninefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla hefur það verkefni að fylgja sjálfbærnistefnu skólans  eftir í öllum þáttum skólastarfs. Sjálfbærninefnd gerir aðgerðaáætlun til eins árs. Í aðgerðaáætlun skulu koma fram mælanleg markmið og mælikvarðar sem verða notaðir til að meta starfið. Sjálfbærinefnd skilar skýrslu í lok hvers skólaárs um markmið og niðurstöður árangursmælinga. Í sjálfbærninefnd eiga sæti:

  • skólameistari og aðstoðarskólameistari
  • gæðastjóri
  • umhverfisfulltrúi skólans
  • umsjónarmaður skólans
  • tveir kennarar af bóknámsbrautum
  • einn kennari sérnámsbrautar
  • einn kennari heilbrigðisskólans
  • einn starfsmaður af þjónustusviði
  • tveir fulltrúar nemenda

Stefnt er að því að halda 3-4 fundi á önn og eru fundargerðir birtar á heimasíðu skólans (hér til vinstri).

(Síðast uppfært 9.6.2022)