Almenn námsbraut

Almenn námsbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla er ekki eiginleg braut heldur eru þar skráðir þeir nemendur sem ekki hafa náð námsmarkmiðum grunnskólans í einni eða fleiri kjarnagreinum, þ.e. íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði, en þess er krafist til inngöngu á aðrar brautir skólans.

Á almennri námsbraut er boðið upp á upprifjunaráfanga í þessum námsgreinum. Áfangarnir heita ÍSLE1UN05, ENSK1UN05, DANS1UN05 og STÆR1UN05. Hér er um er að ræða upprifjun á námsefni grunnskólans og undirbúning undir frekara nám í þessum námsgreinum í framhaldsskóla og nemendur á almennri námsbraut taka þá áfanga sem þeir þurfa til að innritast á aðrar brautir skólans.

Að öðru leyti mega nemendur á almennri námsbraut skrá sig í áfanga af öðrum brautum skólans. Nemandi sem hefur staðist upprifjunaráfangana velur síðan aðra braut skólans.

Rík áhersla er lögð á að veita nemendum á almennri námsbraut aðhald, bæði hvað varðar mætingar og ástundun í námi. Í því sambandi leggur FÁ mikla áherslu á samstarf heimilis og skóla með sterku umsjónarkerfi og reglulegu sambandi við foreldra sem umsjónarkennarar og kennslustjóri annast.


(Síðast uppfært 16.2.2021)