Náms- og starfsráðgjöf

Viðtalstímar

Á kennslutíma skólans eru upplýsingar um opnunartíma fyrir nemendur dagskólans, við skrifstofur náms- og starfsráðgjafa stofa N102 í norðurálmu (mynd). 

Viðtalstímar:  

     Dagskólanemendur:

 • Sjá viðverutöflur hjá skrifstofum náms- og starfsráðgjafa
 • Opnir tímar eru í boði daglega en einnig hægt að panta tíma. Sjá líka símatíma hér fyrir neðan
 • Náms- og starfsráðgjafar eru til viðtals á Steypunni á þriðjudögum í hádegishléi

     Fjarnámsnemendur og aðrir, 9.jan - 16.maí:

 • Opnir tímar fyrir fjarnámsnema og þá sem ekki eru í skólanum:  þriðjudaga kl. 14 - 15. Má mæta án þess að panta
 • Símatímar:  mánudaga kl. 14.-15, miðvikudaga kl. 13 - 14. Föstudaga kl. 9 - 10
 • Eftir miðjan desember og miðjan maí er meira svigrúm fyrir tímapantanir á öðrum tímum. T.d. fyrir þá sem eru að íhuga að sækja um nám við skólann.

Náms- og starfsráðgjöf á vorönn 2017

Námskeið og ráðgjöf:

 

 • HORFT TIL FRAMTÍÐAR:
  • Fyrir árganga 1998 og 1999. Rætt verður um atvinnulífið, námsleiðir, starfsferillinn og ákvarðanataka.
  • Þriðjudagur  28. febrúar kl. 12.30 - 13.30
  • Í fyrirlestrarsal. Boðið upp á pizzu í lokin
 • PRÓFKVÍÐANÁMSKEIÐ:
  • Prófstress og vægur prófkvíði. Árangursríkur prófaundirbúningur, hegðun og uppbyggjandi hugsanir á prófatíma. Mæting í tvö skipti.
  • Mánudagana 27.mars og 3. apríl, kl. 8.30 - 9.30
  • Skráning á namsradgjof@fa.is

Námskeiðin eru ókeypis. 

Ráðgjafar á Steypunni, 6.september - 29.nóvember

Í hádeginu á þriðjudögum verða náms- og starfsráðgjafar til viðtals á Steypunni á milli kl. 12.30 og 13.00.  Á öðrum tímum eru viðtalstímar í stofum þeirra í N 102 og má sjá viðverutöflur þar.

Áhugasviðskannanir

Hægt er að taka þrjár tegundir af áhugasviðskönnunum í FÁ og heita þær Bendill, Strong og Í leit að starfi. Nemendur greiða kostnað vegna leyfisgjalda. Til að taka áhugasviðskönnun, panta nemendur dagskólans tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum þar sem metið er hvaða könnun hentar viðkomandi.

Námskeiðið "Árangur í námi" (1 eining) 

Vikulega frá september til nóvember (tíminn er á stundaskrá). Efni: styrkleikar, áhugasvið, skipulag, markmið, náms- og starfsval, lífsstíll, vinnubrögð í námi, slökun og ákvarðanataka. Gefur 1 einingu í val.

Hægt að skrá sig á Innu og hjá náms- og starfsráðgjöfum.

Einstaklingsviðtöl:

Dæmi um viðfangsefni: Námsferill - Námstækni - Skipulag - Markmiðasetning - Áhugasvið - Styrkleikar - Atvinnulíf - Ferilskrá - Starfsumsóknir - Sjálfstraust - Samskipti - s.fl.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa: