Náms- og starfsráðgjöf

Viðtalstímar

Á kennslutíma skólans eru upplýsingar um opnunartíma fyrir nemendur dagskólans, við skrifstofur náms- og starfsráðgjafa stofa N102 í norðurálmu (mynd).

Viðtalstímar:

Dagskólanemendur:

  • Sjá viðverutöflur hjá skrifstofum náms- og starfsráðgjafa
  • Opnir tímar eru í boði daglega en einnig hægt að panta tíma. Sjá líka símatíma hér fyrir neðan
  • Náms- og starfsráðgjafar eru til viðtals á Steypunni á þriðjudögum í hádegishléi

 

Fjarnámsnemendur og aðrir 29. sept - 5. des:

Opinn tími fellur niður 10. október en verður í staðinn 11. október kl. 14-15.00.

  • Opnir tímar byrja 29. ágúst fyrir fjarnámsnema og þá sem ekki eru í skólanum. Opnir tímar alla þriðjudaga kl. 14 - 15.00. Má mæta án þess að panta á tímabilinu 29. ágúst - 7. desember 2017.
  • Símatímar: mánudaga kl. 14 - 15, miðvikudaga kl. 13 - 14 og föstudaga kl. 9 - 10.
  • Eftir miðjan desember og miðjan maí er meira svigrúm fyrir tímapantanir á öðrum tímum. T.d. fyrir þá sem eru að íhuga að sækja um nám við skólann.

Náms- og starfsráðgjöf á haustönn 2017

Námskeið og ráðgjöf:

  • Prófstress og vægur prófkvíði. Árangursríkur prófaundirbúningur, hegðun og uppbyggjandi hugsanir á prófatíma. Mæting í tvö skipti: 6. og 13. nóv, kl. 8.30 - 9.30
  • Skráning á namsradgjof@fa.is
  • Námskeiðin eru ókeypis.

Ráðgjafar á Steypunni, 6.sept - 29.nóv

Í hádeginu á þriðjudögum verða náms- og starfsráðgjafar til viðtals á Steypunni á milli kl. 12.30 og 13.00. Á öðrum tímum eru viðtalstímar í stofum þeirra í N 102 og má sjá viðverutöflur þar.

Áhugasviðskannanir

Hægt er að taka þrjár tegundir af áhugasviðskönnunum í FÁ og heita þær Bendill, Strong (tímabundið ekki í boði) og Í leit að starfi. Nemendur greiða kostnað vegna leyfisgjalda. Til að taka áhugasviðskönnun, panta nemendur dagskólans tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum þar sem metið er hvaða könnun hentar viðkomandi.

Námskeiðið "Árangur í námi" (1 eining)

Viltu bæta námsvenjur þínar og tileinka þér venjur og færni sem leiða til aukins árangur?

Vikulegir tímar á stundaskrá frá ágúst til nóvember í einstaklings- og hópráðgjöf. Efni: styrkleikar, áhugasvið, skipulag, markmið, náms- og starfsval, lífsstíll, vinnubrögð í námi, slökun, sjálfsefling og ákvarðanataka. Gefur 1 einingu í val.

Þátttakendur með skipt í yngri og eldri hóp. Viðfangsefni í eldri hópnum er einnig 1-2 daga gönguferð. Skráning á Innu og hjá náms- og starfsráðgjöfum.

Einstaklingsviðtöl:

Dæmi um viðfangsefni: Námsferill - Aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli - Námstækni - Skipulag - Markmiðasetning - Áhugasvið - Styrkleikar - Atvinnulíf - Ferilskrá - Starfsumsóknir - Sjálfstraust - Samskipti - s.fl.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa: