Inntökuskilyrði

Skilyrði til innritunar í nám á braut fyrir sótthreinsitækna er að nemendur hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla, ásamt því er gerð krafa um góða íslenskukunnáttu. Enn fremur er miðað við að nemendur hafi náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðanám á heilbrigðisstofnunum og hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu.


(Síðast uppfært 27.6.2014)