3.4. Starfsmannastefna

Starfsmannastefna Fjölbrautaskólans við Ármúla tekur til allra starfsmanna skólans.

Markmið

Markmið starfsmannastefnu Fjölbrautaskólans við Ármúla er að skólinn gegni lögmæltu hlutverki sínu, svo sem kveðið er á um í 2. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, og uppfylli réttmætar væntingar sem gerðar eru til skólans og starfsmanna hans. Til þess að svo megi verða þarf skólinn að hafa á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem helga krafta sína skólanum og þeirri kennslu-, fræðslu- og þjónustustarfsemi sem þar fer fram og bregðast við síbreytilegum þörfum nemenda og þjóðfélags.

Starfsmannastefnunni er ætlað að vera til hvatningar og upplýsingar fyrir alla starfsmenn. Hún lýsir vilja skólans til að vera góður vinnustaður, þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Starfsmannastefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi.

Nánar er þetta útfært í starfsmannaáætlun.


(Síðast uppfært 18.3.2020)