4.5. Námsbrautir

4.5.1. Almenn námsbraut

Almenn námsbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla er fyrir tvo hópa nemenda. Annars vegar er brautin fyrir þá sem ekki hafa ákveðið á hvaða námsbrautir þeir vilja skrá sig. Þeir eru á almennri námsbraut uns þeir velja aðra braut. Hins vegar er brautin fyrir nemendur sem ekki fullnægja inntökuskilyrðum sem krafist er á aðrar brautir skólans. Á almennri námsbraut stendur þeim til boða sérstakt nám í upprifjunaráföngum og annar stuðningur. Markmiðið er að þeir geti með þessum stuðningi fært sig yfir á aðrar brautir skólans.

Nánari upplýsingar um brautina eru á vefsíðu almennrar námsbrautar.


(Síðast uppfært 2.11.2012)