Viðbragðsáætlun FÁ vegna Covid–19

Allir starfsmenn þurfa að þekkja einkenni COVID – 19 sýkingar og smitleiðir veirunnar

Einkenni COVID-19 eru: Hiti, hósti, þreyta og beinverkir (inflúensulík einkenni). Sumir fá vægari kvefeinkenni eða hálssærindi. COVID-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4. – 8 degi veikinda


Fyrstu viðbrögð við grun um COVID – 19

Ef grunur um sýkingu af völdum COVID -19 vaknar innan skólans, þarf að hafa samband við skólameistara strax. Tilkynna þarf nafn og kt. þess sem grunur leikur á að sé smitaður.

Ef nemandi/starfsmaður verður einkenna var utan skólans á að hafa samband við skrifstofu skólans

Skólameistarar hafa samband við heilsugæslustöð þess veika sem fyrsta úrræði/annars vaktsíma 1700. Í neyðartilvikum skal alltaf hringja í 112, og mikilvægt er að nefna grun um COVID – 19

Mikilvægt er að sá sem grunur leiki á að sé mögulega smitaður af COVID – 19 hefji strax sóttkví þó niðurstaða rannsóknar/skimunar sé ekki ljós. Einstaklingar sem umgengust þann veika þennan sama dag geta klárað vinnudaginn en þeir sem hafa umgengist hann dagana á undan ættu að fara tafarlaust í sóttkví.

Áhættumat og rakning smitleiða

Eftirfarandi eru útsettir fyrir smiti þar sem einstaklingur með COVID-19 hefur dvalið:

  • Þeir sem tilkynna beina snertingu við hinn sýkta eða snertingu við smitefni
  • Allir sem hafa verið í mikilli nálægð við viðkomandi; innan við 1 metra og ekki í hlífðarfatnaði
  • Þeir aðilar sem þrifu svæðið sem hugsanlega var mengað og án þess að nota hlífðarfatnað

Sóttkví einstaklinga sem hafa átt náin samskipti við sjúkling með COVID – 19:

  • Sóttkví hefst um leið og grunur vaknar um COVID – 19
  • Einstaklingar sem fá leiðbeiningar um sóttkví í gegnum vinnustað ættu að hafa samband við heilsugæslu (t.d. í gengum Heilsuveru) til að skrá sig formlega í sóttkví og fá nánari leiðbeiningar
  • Útsettum einstaklingi ber að vera í sóttkví á heimili sínu þar til 14 dagar eru liðnir frá því að hugsanlegt smit átti sér stað
  • Einstaklingur í sóttkví kynnir sér leiðbeiningar um sóttkví sem finna má á vefsíðu www.covid.is . Ef frekari leiðbeininga er þörf skal senda fyrirspurn í gengum www.heilsuvera.is eða á covid19@landlaeknir.is
  • Ef viðkomandi einstaklingur fær einkenni um COVID – 19 ber honum að hafa samband símleiðis við heilsugæslu eða 1700 og fylgja frekari fyrirmælum

Ef í ljós kemur að sá sem viðkomandi átti náin samskipti við, reynist ekki vera með COVID – 19 sýkingu skal aðgerðum aflétt