Vettvangsnám kennaranema

Samstarf Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er einn af samstarfsskólum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um menntun framhaldsskólakennara. Samstarfsskólar sjá um vettvangsnám kennaranema sem er 10 ECTS einingar og tekur hver skóli árlega á móti 8 - 15 kennaranemum sem eru að undirbúa sig undir kennslu í mismunandi námsgreinum. Vettvangsnámið nær yfir eitt skólaár. Kennaranemar sækja vikulega fundi og kynnast fjölbreyttum þáttum í starfsemi skólans. Þannig fá þeir tækifæri til að fylgjast með kennslustundum, mæta á kennarafundi, aðstoða við kennslu og að lokum fá þeir æfingu í að kenna sjálfir undir handleiðslu leiðsagnakennara sem eru starfandi kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Kennaranemarnir gera verkefni í háskólanum sem eru tengd með markvissum hætti skólastarfi FÁ. Samstarfið er því dýrmætt fyrir kennaranemana, starfsþróun leiðsagnakennara Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntavísindasvið. Sérstakur verkefnisstjóri hefur umsjón með kennaranemum og er í samstarfi við Menntavísindasvið og verkefnisstjóra í öðrum framhaldsskólum sem sjá um vettvangsnámið í sínum skólum.


Síðast uppfært: 10.5.2019