Umhverfissáttmáli

waterSkólar eru hornsteinar hvers samfélags. Ungir hugir eru þar mótaðir til framtíðar og kapp lagt á að miðla til nemenda þeim gildum sem samfélagið vill að séu ríkjandi á hverjum tíma. Því er mikilvægt að skólar landsins sinni umhverfismálum af alúð og einlægni. Fjölbrautaskólinn við Ármúla tekur það hlutverk sitt alvarlega og vill sýna nemendum og öðrum sem að skólastarfinu koma, gott fordæmi við rekstur og stjórnun skólans. Skólinn mun hafa umhverfissjónarmið og verndun náttúrunnar að leiðarljósi jafnt í daglegum athöfnum og í stefnumótun til framtíðar. Vinna innan skólans mun taka tillit til sjálfbærrar þróunar þegar því verður við komið.


(Síðast uppfært 31.10.2014)