9.1. Hegðun og umgengni

Almennar reglur

  • Nemendur og starfsfólk skólans skulu sýna kurteisi og tillitssemi í umgengni hvert við annað sem og umhverfið í heild sinni.
  • Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni og samskiptum við samnemendur og starfsfólk skóla, þ.m.t. samskiptum með snjallsímum, rafrænum samskiptum, netnotkun og skulu sýna nærgætni og gæta virðingar í allri framkomu sinni.
  • Öll meðferð og neysla tóbaks, nikótíns og vímuefna (t.d. sígarettur, rafrettur, nikótínpúðar (með og án nikótíns), áfengi og eiturlyf) í skólanum og á lóð hans er óheimil.
  • Kennari er verkstjóri í kennslustundum og í skólanum skal ríkja vinnufriður.

 

Ástundun og hegðun í kennslustundum

  • Nemendum og kennurum ber að mæta stundvíslega í kennslustundir.
  • Kennari er verkstjóri í kennslustundum og ber nemendum að fylgja fyrirmælum hans í hvívetna.
  • Í kennslustundum skal ríkja vinnufriður.
  • Neysla matar og drykkja er almennt óheimil í kennslustundum.
  • Notkun raftækja (t.d. snjallsíma, spjaldtölva, eða annarra tækja) í kennslustundum er óheimil nema í tengslum við úrvinnslu verkefna í samráði við kennara.
  • Allar upptökur (með snjallsíma, spjaldtölvu, eða öðrum tækjum) af kennurum eða samnemendum eru stranglega bannaðar nema með leyfi viðkomandi.
  • Að loknum kennslustundum skal skilja við kennslustofur á skipulegan og snyrtilegan hátt.

 

Viðurlög við brotum á þessum reglum eru háð ákvörðunum skólayfirvalda/kennara í hverju tilviki og geta varðað allt að brottvísun úr skóla.

Áður en ákvörðun er tekin um brottvísun er nemanda/foreldri/forráðamanni gefin kostur á að kynna sér gögn sem liggja til grundvallar fyrirhugaðri ákvörðun og koma á framfæri athugasemdum og andmælum, skv. 13. gr. stjórnsýslulaga.


(Síðast uppfært 28.12.2016)