9. Skólareglur

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er sameiginlegur vinnustaður okkar allra. Við erum ólík að mörgu leyti en eigum það þó sameiginlegt að vilja að öllum líði vel í skólanum þar sem við verjum stórum hluta sólarhringsins. Við erum öll fyrirmyndir og berum þannig ábyrgð á að skapa gott umhverfi fyrir menntun og vellíðan. Skólabragurinn sem hér ríkir og ímynd skólans veltur því á athöfnum og viðhorfum okkar sjálfra. Markmið skólareglna er að standa vörð um hin sameiginlegu gildi okkar.


Málsmeðferðareglur vegna brota á skólareglum

Viðurlög við brotum á skólareglum eru háð ákvörðunum skólayfirvalda/kennara í hverju tilviki og geta varðað allt að brottvísun úr skóla.

Áður en ákvörðun er tekin um brottvísun er nemanda/foreldri/forráðamanni gefin kostur á að kynna sér gögn sem liggja til grundvallar fyrirhugaðari ákvörðun og koma á framfæri athugasemdum og andmælum, skv. 13. gr. stjórnsýslulaga.


(Síðast uppfært 14.8.2019)