Microsoft Office 2016

Uppsetning

Nemendur í dagskóla og fjarnámi geta fengið Microsoft Office pakkann hjá skólanum og notað þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann.

Nemendur þurfa að sækja um leyfi fyrir Office pakkanum í Þjónustuveri, annað hvort með því að koma við í Þjónustuverinu eða senda póst á netfangið thjonustuver@fa.is. Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn nemandans og kennitala.

Þegar leyfið er fengið fer nemandinn inn á heimasíðu skólans http://www.fa.is og tengir sig inn á „VEFPÓSTUR“ með sínum notendaaðgangi. 

 Þegar inn í vefpóstinn er komið birtist efst í hægra horni skjásins hnappur þar sem stendur „Innstall Office 2016“. Office pakkinn er sóttur (download) niður á viðkomandi vél. Þegar skráin er fullhlaðin niður á vélina er hún ræst og Office pakkinn settur upp. Ef eldri útgáfa af Office pakka er fyrir á vélinni þarf að taka hann út áður en Office 2016 er settur upp.

MAC notendur athugið:
Þegar eitthvert af Office forritunum er opnað í fyrsta skipti eftir uppsetningu er beðið um notendanafn og lykilorð.

Þegar Office pakkinn hefur verið settur upp þurfa þeir sem eru með MAC tölvur að opna eitthvert af Office forritunum (t.d.Word eða Excel). Biður þá forritið um email-addressu til að virkjar Office pakkann.  Skólanotendanafn og lykilorð er notað. Dæmi: fa01019924@fa.is og lykilorð.

(Síðast uppfært 9.10.2017)