Nýjar fréttir

Skrifstofu lokað vegna sumarleyfa - 18.7.2014

Skrifstofa skólans er lokuð. Opnar aftur 6 ágúst.

 

Tveir útskriftarnemendur FÁ styrktir til náms við Háskóla Íslands - 25.6.2014

Sunneva Smáradóttir dúx skólans á vorönn 2014 og Lilja Börg Sigurjónsdóttir semidúx á vorönn hlutu báðar styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdverðlaunenta Háskóla Íslands til náms við skólann. Hver styrkur nemur kr. 300.000- en auk þess er greitt skáningargjald fyrir styrkþega sem er kr. 75.000-. Við val á styrkþegum er litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig eru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, t.d. virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, t.d. listum eða íþróttum. Smelltu hér til að lesa frétt um styrkveitinguna inn á mbl.is

Þær Sunneva og Lilja Björk útskrifuðust báðar af náttúrufræðibraut skólans og er styrkurinn staðfesting á glæsilegum námsárangri þeirra. Skólinn og starfsfólk óskar þeim góðs gengis í náminu á komandi árum.

Lesa meira
 

Lengstur dagur - 20.6.2014

Sumarsólstöður 21. júní 2014

Sumarsólstöður eru í kringum 20. - 21. júní á norðurhveli en 20. - 21. desember á suðurhveli. Á sumarsólstöðum á norðurhveli er dagurinn lengstur og sest sólin ekki á solstöllu svæðinu norðan við nyrðri heimskautsbaug. Einnig er sólin í hvirfilpunkti á hádegi á nyrðri hvarfbaug.

Nánar um þetta á stjörnufræðivefnum.

 

Innritun i sumarfjarnámið er lokið - 28.5.2014

Innritun í fjarnám sumarsins er lokið.

Kennsla hefst 10. júnífjarnám

 

Vorútskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla - 25.5.2014

Föstudaginn 23. maí fór fram vorútskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla. Guðmundur Andri Ólafsson nýstúdent flutti tónlist ásamt sunnevafélögum sínum í upphafi dagskrár. Brautskráðir voru tæplega 150 nemendur af 13 námsbrautum en 9 nemendur útskrifuðust af tveimur námsbrautum. Skipting eftir námsbrautum er 9 nemendur af sérnámsbraut, 2 af framhaldsskólabraut, 58 af námsbrautum heilbrigðisskólans og 84 nýstúdentar af fimm námsbrautum.

Dúx skólans af bóknámsbrautum var Sunneva Smáradóttir nýstúdent af náttúrufræðibraut og fékk hún jafnframt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í þýsku, dönsku og líffræði. Semidúx skólans var Lilja Björg Sigurjónsdóttir nýstúdent af náttúrufræðibraut sem hlaut verðlaun fyrir mjög góðan námsárangur í jarðvísindum og sérstök raungreinaverðlaun sem Háskólinn í Reykjavík veitir fyrir framúrskarandi námsárangur.

Af starfsmenntabrautum fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur Helga Guðmundsdóttir á heilbrigðisritarabraut, Margrét Helga Guðmundsdóttir á læknaritarabraut, Aþena Ómarsdóttir á lyfjatæknibraut, Íris Hildur Sigmarsdóttir og Elín Drífa Ólafsdóttir á tanntæknabraut og Birgitta Kristinsdóttir og Anna Dúna Steinarsdóttir á sjúkraliðabraut.

Lena Mist S. Eydal flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans og Matthías Enok Þórarinsson fyrir hönd nýstúdenta. Elvar Freyr Elvarsson nýstúdent flutti frumsamið lag ásamt Bryndís Michele Renée Francis í lok útskriftar en athöfninni var slitið með ræðu skólameistara.

Á vorönn stunduðu um 2400 nemendur nám við skólann, en skólinn er með flesta fjarnámsnemendur á framhaldsskólastigi á Íslandi auk þess að vera leiðandi í námi heilbrigðisgreina.

 

Fara í fréttalista


Flýtival


Heilsueflandi framhaldsskóli


Grænfáninn


FÁ 360° hringmynd


Web Analytics
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica