Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Fjallhraustir menn á ferð - 16.2.2018 Fréttir

Í fyrramálið, laugardaginn 17. febrúar, verður farið í göngu frá Heiðmörk inn í  Búrfellsgjá. Þar verða göngumenn ástandsskoðaðir og síðan verður vonandi hægt að reka áfram með hópinn að Húsfelli (280 m) og þaðan í Kaldársel með viðkomu í Valabóli. Áætluð vegalengd um 10 km.

Brottför frá FÁ stundvíslega klukkan 09.00.
Veðurspá er góð. Austan gola, sólskin og og þriggja stiga frost.

Skautahöllin sprengd í dag - 13.2.2018 Fréttir

Í dag er sprengidagur en þá var í katólskum sið sprengt vígðu vatni á syndugan lýðinn. En í dag verður ekkert slíkt að gerast heldur munu allir í FÁ fara í einum spreng niður í Skautahöllina í Laugardag og draga á sig skriðskó eða skauta og bruna svo í einum hvelli út á svellið og hamast þar uns þeir springa. Lagt verður af stað klukkan 11:30 frá skólanum. SJÁ MYNDIR Á FACEBOOK-SÍÐU skólans.

Skautaferð á þriðjudag! - 11.2.2018 Fréttir

Skólinn hefur leigt Skautahöllina kl. 11.45 – 12.35 nk. þriðjudaginn 13. febrúar. Skautar og hjálmar eru á staðnum.
Allir sem vilja, nemendur sem starfsmenn, geta mætt og leikið listir sínar á skautum. Nemendur sem taka þátt fá M fyrir þennan tíma. Það er fátt frískara en að renna sér skriðu á hárbeittum skautum og finna frelsisandann leik um rjóðar kinnar. Mætum öll, það er ekki á hverjum degi sem fólk fær frítt á skauta í góðum félagsskap.
Gengið verður fylktu liði frá skólanum kl. 11.30 að Skautahöllinni.Skautahlaupið verður skráð í Lífshlaupið.

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag - 7.2.2018 Fréttir

http://saft.is/Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Yfir 130 þjóðir um heim allan munu standa fyrir skipulagðri dagskrá í dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe og yfir 100 önnur lönd munu leiða saman ýmsa hagsmunaaðila til þess að vekja athygli á netinu og ræða hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum til þess að gera netið betra. Í tilefni dagsins mun SAFT opna nýja heimasíðu og kjölfarið setja inn nýtt kennsluefni fyrir leik, grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt heilræðum og leiðbeinandi efni til foreldra #Falsfréttir  #Samfélagsmiðlar #Hatursorðræða #Sexting #Samskipti #Einelti #Streymi #Netglæpir #Snjalltæki

Lesa meira

Að eiga fótum fjör að launa - 6.2.2018 Fréttir

https://www.lifshlaupid.is/lifshlaupid/

Nú stendur yfir hið svokallaða Lífshlaup sem á latínu heitir Curriculum vitae og sem stundum er nefnt æviskeið á íslensku.
En þótt nafnið sé villandi - hér er einungis um það að ræða að fólk hreyfi sig á hvaða máta sem er - semsagt forðist að hlaupa í spik. Nú er veðrið til þess að leggja sitt af mör(kum) og bæta heisluna, skíðafæri er gott og svo er hægt að sækja sér hreyfingu í ræktina, en auðvitað er best að iðka góðar göngur. Góð ganga lengir lífsgönguna.

Fjölbraut við Ármúla hvetur alla í skólanum til að skrá sig til hlaups enda mikill metnaður hjá öllum í  skólanum að vinna Lífshlaupið.

Fréttasafn