Nýjar fréttir

Útskrift föstudaginn 27. maí klukkan 13 - 26.5.2016


DAGSKRÁ

1. Athöfn sett: Steinn Jóhannsson skólameistari

2. Skýrsla um skólastarfið: Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskólameistari

3. Ávarp: Fulltrúi 25 ára afmælisstúdenta, Þór Breiðfjörð Kristinssonblommor

4. Tónlistarflutningur: Sigríður Thorlacius

5. Afhending einkunna:
 Sérnámsbrautarnemar - Pálmi Vilhjálmsson kennslustjóri

6. Afhending einkunna: Skólameistari og kennslustjórar heilbrigðisskólans

• Sótthreinsitæknar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri
• Heilbrigðisritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags heilbrigðisritara.
• Læknaritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags læknaritara
• Tanntæknar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags tanntækna
• Heilsunuddarar - Finnbogi Gunnlaugsson kennslustjóri og fulltrúi Félags heilsunuddara
• Lyfjatæknar – Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags lyfjatækna
• Sjúkraliðar - Guðrún Hildur Ragnarsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags sjúkraliða
• Fótaaðgerðafræði – Inga Kolbrún Hjartardóttir fv. skólastjóri fótaaðgerðaskólans

7. Kveðjuávarp: Fulltrúi útskriftarnema Heilbrigðisskólans – Hrafnhildur Jónsdóttir, sjúkraliðabraut
8. Afhending einkunna

• Útskriftarnemendur af nýsköpunar- og listabraut – Gréta Mjöll Bjarnadóttir fagstjóri
• Stúdentar af félagsfræðibraut – Hannes Ísberg Ólafsson kennslustjóri
• Stúdentar af náttúrufræðibraut – Jóna Guðmundsdóttir kennslustjóri
• Stúdentar af málabraut – Petra Bragadóttir kennslustjóri
• Stúdentar af viðskipta- og hagfræðibraut -  Petra Bragadóttir kennslustjóri
• Stúdentar með viðbótarpróf til stúdentsprófs - Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskólameistari

9. Kveðjuávarp:  Fulltrúi nýstúdenta – Adam Óttarsson, útskriftarnemandi af félagsfræðabraut
10. Ávarp og skólaslit: Steinn Jóhannsson skólameistari

Hér má sjá myndir sem teknar voru við útskriftina:

 https://www.facebook.com/Fjölbrautaskólinn-við-Ármúla-381906895240864/


 

Prófasýning og val fyrir haustönn - 23.5.2016

Miðvikudaginn, 25. maí frá klukkan 11 - 13 verður prófasýningin. Nú eru prófin að baki og framundan er gleði og kátína sumarsinsprófasýning sem loksins er komið. Vonandi eru flestir ánægðir með árangurinn og uppskeran í samræmi við þá alúð og vinnu sem lögð var í námið alla önnina. Sumum leikur forvitni á að vita hvar þeir stóðu sig vel og hvar þeim urðu á mistök og því tilvalið að koma á prófasýninguna og kíkja á prófið sitt.

Á prófasýningardaginn eru jafnframt síðustu forvöð að staðfesta valið fyrir haustönnina

 

Til hamingju FÁ! - Til fyrirmyndar - 12.5.2016

Enn og aftur er Fjölbrautaskólinn við Ármúla „fyrirmyndarstofnun“ og er skólinn í fimmta sæti af tæplega 80 stofnunum sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri.

Í tilefni viðurkenningarinnar var haldin sigurhátíð í Hörpu og þar tók Ólafur H. Sigurjónsson við viðurkenningu fyrir hönd skólans. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, starfsmenn og vonandi nemendur FÁ líka, vita vel að FÁ rokkar og rúlar. Hér svífur andi alvörublandinnar kátínu um ganga og sali og allir eru jafnir nema hvað svínin eru auðvitað jafnari en aðrir en við þurfum ekki að hugsa um það vegna þess að það eru engin svín í FÁ! Vonandi tekst okkur að halda uppi þeim góða anda sem hér ríkir - bros og þú færð bros á móti.ólifyrirmynd2fyrirmynd

 

Ný stjórn nemendafélagsins - 4.5.2016

nemrÍ gær tók ný stjórn nemendafélagsins til starfa. Óskum þeim velfarnaðar í starfi.


Frá vinstri: Líney Hermannsdóttir kennari félagsmálafulltrúi, Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir gjaldkeri, Anton Leví Inguson formaður, Andri Fannar Kjartansson videónefnd, Sarot Ananphiboon LAN stjóri, Stefanía Ósk Möller meðstjórnandi, Steinunn Anna Másdóttir ritari, Ívar Ölmu Hlynsson vídeónefnd og Inacio Ferdinand Rocha Jónsson varaformaður.

 

Seinasti kennsludagur í dag! - 4.5.2016

Seinasti kennsludagur og framundan eru skemmtileg próf sem sanna getuna. En í dag, miðvikudag, ætlum við að hafa þaðgaman
gaman saman í fyrirlestrarsalnum í hádeginu. Skemmtiþættir og stuttmyndir. Afrakstur tveggja áfanga í kvikmyndagerð á vormisseri. Það verður eflaust ýmislegt skemmtilegt í pokahorninu, meðal annars náði einn hópurinn óborganlegu viðtali við Sigmund Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra. Ekki missa af fjörinu! Takk fyrir önnina. Hittumst heil og glöð!

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica