Nýjar fréttir

Brautskráning frá FÁ í dag - 20.12.2014

Það var leiðindaveður þegar brautskráning frá FÁ fór fram en inni ríkti ánægja og gleði - brautskráningin fór vel fram og við vontveðuróskum nemendum okkar, fyrrverandi nemendum frá og með deginum í dag, velfarnaðar á komandi árum. Far vel!

Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni.

 

 

Brautskráning í dag, 20. desember 2014 kl. 13.00 - 20.12.2014

Nú er komið að hátíðarstundinni, útskrift nemenda og það eru blendnar tilfinningar. Við óskum nemendum okkar velfarnaðar og utskrift14vonandi fáum við góðar fréttir af þeim í framtíðinni en jafnframt söknum við nemenda okkar sem margir hverjir eru orðnir kunningjar okkar og vinir. En allt hefur sinn tíma og nú er tími til að kveðja.

Dagskrá brautskráningarinnar er sem hér segir:

Strengjakvartett úr Tónskóla Sigursveins flytur tónlist fyrir athöfnina

1. Athöfn sett: Steinn Jóhannsson skólameistari

2. Skýrsla um skólastarfið: Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskólameistari.

3. Afhending einkunna: Skólameistari og kennslustjórar heilbrigðisskólans

• Heilbrigðisritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags  heilbrigðisritara.
• Læknaritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags læknaritara
• Heilsunuddarar - Finnbogi Gunnlaugsson kennslustjóri og fulltrúi Félags heilsunuddara
• Lyfjatæknar – Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags lyfjatækna
• Sjúkraliðar - Guðrún Hildur Ragnarsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags sjúkraliða

4. Ávarp: Fulltrúi útskriftarnema Heilbrigðisskólans – Sigríður Þórdís Sigurðardóttir af  heilsunuddbraut

5. Einsöngur útskriftarnemanda, Dagrún Þórný Marínardóttir syngur við undirleik Kolbrúnar  Maríu Guðmundsdóttur

6. Afhending einkunna: Skólameistari og kennslustjórar bóknáms

• Stúdentar af félagsfræðibraut – Hannes Ísberg Ólafsson kennslustjóri
• Stúdentar af náttúrufræðibraut – Jóna Guðmundsdóttir kennslustjóri
• Stúdentar af viðskipta- og hagfræðibraut -  Petra Bragadóttir kennslustóri
• Stúdentar af málabraut – Kristen Mary Swenson kennslustjóri
• Stúdentar með viðbótarpróf til stúdentsprófs - Kristen Mary Swenson kennslustjóri

7. Ávarp:  Fulltrúi nýstúdenta – Þór Jensen, útskriftarnemandi af viðskipta- og  hagfræðibraut

8. Söngur: Tónlistarflutningur, þ.e. Sólkatla Ólafsdóttir syngur við undirleik Andra Freys  Hilmarssonar

9. Ávarp og skólaslit: Steinn Jóhannsson skólameistari

 

Ekki gleyma prófasýningunni í dag, kl. 11-13 - 17.12.2014

Ekki gleyma prófasýningunni sem er í dag, 18. desember. Hægt verður að koma frá 11 til 13 og skoða prófin og tala við oddurkennarana. Þá er jafnframt hægt að staðfesta valið fyrir vorönnina ef þess gerist þörf.des2014

 

Frost bítur ekki hjörtun heit - 15.12.2014

Nú þegar sér fyrir endann á prófastandinu og brúnin farin að lyftast á nemendum og hjörtun að slá hraðar er rétt að minna á að fimmtudaginn 18. desember verður prófasýningin haldin. Sýningin er opin þann dag frá 11 til 13 og þá er jafnframt unnt að staðfesta endanlegt val fyrir næstu önn, vorönnina 2015 - Það er margt skemmtilegt og gagnlegt nám í boði á vorönn en það er óhætt að benda á að líklegast verður mesta fjörið í áfanganum Leiksýning FÁ sem stýrt er af Sumarliða V Snæland Ingimarssyni en um tónlistina sér Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Hugsa sér að það sé hægt að ná sér í einingar með því að skemmta frostleikssér eins og drottningar og kóngar!

 


Kennslu lokið - prófin byrja - innritun fyrir vorönn stendur yfir
- 6.12.2014

Það er orðið býsna jólalegt úti, jólaljósin glitra í (snjó-)hvítri mjöllinni og nú eru komin próf. Það fyrsta verður 8. desember og svo profverður þétt hríð alla vikuna. Það er eins gott að kynna sér próftöfluna vel. Prófin eru prófraun, nú uppsker hver eins og til var sáð.

Góður gangur er í umsóknum og þegar þetta er ritað hafa borist tæpar 200 umsóknir en opið er fyrir umsóknir í heilbrigðisgreinum til og með 16. desember. Flestar umsóknir hafa borist um nám á félagsfræðabraut eða um 50. I heilbrigðisskólanum er mest aðsókn í nám á  heilsunuddbraut og á sjúkraliðabraut.

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica