Nýjar fréttir

Kennsla 1. desember - 1.12.2015

Kennsla 1. desember er samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
 

Dimittendum snjóar inn - útskriftarnemar haustins 2015 fagna - 27.11.2015

Dimission og úti nær snjórinn upp í skóvörp - í dag ríkir gleðin meðal útskriftarnema FÁ en eftir helgi tekur alvaran við. Lærdómur dimission15og lestur er alltaf bestur. Við óskum útskriftarnemendum til hamingju með daginn sinn og vonandi gengur þeim allt í haginn og ná að fagna nýju ári með bros á vör. Nokkrar myndir hér.

 

Dimission á morgun... - 26.11.2015

Á morgun munu útskriftarnemendur á stúdentsbrautum dimmitera. Samkvæmt hefðinni munu útskriftarefnin kveðja kennara og starfsfólk inn á sal í þriðja tíma (engin kennsla!) og eru nemendur hvattir til að fylla salinn. Um kvöldið er blásið til veislu af stúdentsefnum og er kennurum og starfsfólki að sjálfsögðu boðið.

Síðdegis í dag var útskriftarnemendum á heilbrigðisbrautum haldið boð á kennarastofunni. Það var fríður flokkur kvenna og kannski leyndist einhver karl þar innan um. Hér má sjá nokkrar myndir frá boðinu.

 

Kvikmyndahátíð framhaldskólanna... - 26.11.2015

Nemendur í kvikmyndaáfanganum VIBSKU03 eru þessa dagana önnum kafnir við að kynna næstu Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem haldin verður í Bíó Paradís þann 6. febrúar 2016. Í vikunni sem leið var bíóstofunni umturnað í kvikmynaver og nú hafa nemendur fullunnið nýja sjónvarpsauglýsingu sem birt verður víða, t.d á heimasíðu hátíðarinnar filmfestival.is, Youtube og síðast en ekki síst á visir.is en á þeirri vefsíðu mun Kvikmyndahátíð framhaldskólanna, eða KHF, hafa glugga út til samfélagsins.

Nú er um að gera að senda inn stuttmyndir á hátíðina en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 13. desember. Allir framhaldsskólanemendur geta tekið þátt og mega senda inn stuttmyndir ef þeir eiga slíkt í fórum sínum eða eru að vinna að meistarstykki. Nóg er að senda inn umsókn og síðan myndina sjálfa í byrjun nýs árs. Einnig hefur verið bætt við nýrri keppni, en það er mínútumyndakeppni og er umsóknarfrestur einnig framlengdur til 13. des. Vegleg verðlaun eru í boði í öllum greinum sem öflug fyrirtæki gefa sem eru tengd kvikmyndagerð með einum eða öðrum hætti. Náðst hefur samkomulag við RIFF um að verðlaunamyndir á KHF verða sýndar á næstu RIFF hátíð í haust.kvik3kvik2kvik1

 

Gettur betur! Hvar leynist herra eða frú Google í FÁ? - 24.11.2015

Í byrjun næsta árs hefst hin sívinsæla spurningakeppni íslenskra framhaldsskóla, GETTU BETUR. Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur alltaf tekið þátt og oft staðið sig vel. Það er hinsvegar orðið ansi langt síðan FÁ mætti í sjónvarpssal til þess að keppa í Gettu Betur og því kominn tími til að endurtaka leikinn árið 2016. Nú leitum við að fólki sem er stoppfullt af fróðleik og gagnslausum upplýsingum um allt og ekkert - rétt eins og hún Google okkar á farsímanum sem allir nemendur FÁ kreista í lúkunni daginn langan.

Þeir sem vilja vera með í Gettu Betur - liði skólans (og fá feiningar fyrir!) skulu senda póst á Agnesi félagsmálafulltrúa, agnes@fa.is fyrir 2.desember. Æfingar hefjast í jólafríinu – en samt gefst nægur tími til þess að belgja sig út af reyktum mat og jólasmákökum. Allt verður svo sett á fullt í janúar þegar vitað er á hvaða skóla FÁ keppir í fyrstu umferð.

Ekki hika – gáfnavitar - þetta er ykkar tækifæri til þess að láta ljós ykkar skína!vitigettu

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica