Nýjar fréttir

Gleðilegt sumar, kæra fólk - 23.4.2014

Blessuð sólin elskar allt,sumar14
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur. 

Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
Himneskt er að lifa.

(Hannes Hafstein 1861-1922)

Í dag er seinasti vetrardagur og því munu eflaust margir fagna í kvöld en gæti þess þó að fagna ekki um of. Úr því að seinasti vetrardagur er í dag er sumardagurinn fyrsti á morgun! Til hamingju með það!

Á föstudaginn verða útskriftarnemar með sitt dimission-sprell og hver veit upp á hverju þeir taka? Og munið einnig að á föstudaginn er seinasti séns til að velja fyrir haustönnina. Ef ekkert er valið, er litið svo á að nemandi æski ekki skólavistar á hausti komanda.


 

 

Engir bílar í dag! - 22.4.2014

Í dag ætla nemendur í umhverfisráði að standa fyrir umhverfisdegi í skólanum en í gær voru þeir á fullu við að hengja upp bílarveggspjöld og auglýsa dagskrána.

Í tilefni umhverfisdagsins eru ALLIR hvattir til þess að koma EKKI á bíl í skólann í dag. Tökum strætó, göngum, hjólum eða skeitum. Finnið muninn!

 

Gleðilega páska - 16.4.2014

Hafið það sem allra best í páskafríinu, þið getið hoppað og skoppað í snjónum og notið þess að vera til en munið samt að alvaran lúrir paskarhandan við hornið. Prófin eru á næsta leiti - en hvað sem öllum áhyggjum líður ættu allir glaðir að geta torgað tíu þúsund kaloríum af súkkulaði í fríinu.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl

 

Vigdís Hauksdóttir, í dag, 15. apríl, kl.14:55 í stofu M301 - 14.4.2014

 Því miður komst Vigdís ekki til okkar í FÁ í gær en hún ætlar að vera í dag, þann 15. apríl í stofu  M301 klukkan 14:55.

Í vetur hafa talsmenn stjórnmálaflokkanna verið gestir í félagsfræðitímum hjá honum Róbert og kynnt flokka sína ogvigdis stefnumál þeirra. Hafa þetta verið einstaklega vel heppnaðir fundir með stjórnmálamönnunum. Nú í dag klukkan 14:55 í stofu M301, mætir Vigdís Hauksdóttir til að kynna stefnumál Framsóknarflokksins og svarar spurningum ef einhverjar kunna að rísa. Það er von til þess að þetta verði skemmtileg og lífleg kennslustund eins og alltaf þegar stjórnmálamenn koma í heimsókn.

Æviágrip Vigdísar: sjá hér
 

 

Val fyrir haustönn framlengt til 25. apríl - 10.4.2014

Einhver brögð munu vera af því að nemendur hafi gerst of værukærir í verkfallinu og láðst að velja fyrir næstu önn. Nú hefur haremfresturinn til þess að ganga frá valinu fyrir haustönn verið lengdur fram til 25. apríl. Best er að ganga frá þessum málum sem allra fyrst, því frestur er á öllu verstur. Ef einhverjir eru í vafa um það hvernig eða hvað þeir ætla að velja, er ráðið besta að snúa sér til umsjónarkennara sem leysir þá úr spurningum

Og enn - ekki gleyma að mæta í næstu viku. Páskafríið hefst ekki fyrr en á skírdag.

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica