Nýjar fréttir

Dimission - síðasti vetrardagur - gleðilegt sumar - 22.4.2015

Dimission er  annarleg, það er að segja, dimisson er fastur liður á hverri önn. Þá kveðja burtfararefni með hí og hó og skemmta félögum sínum, kennaraliðinu og öðru starfsfólki með gríni og glensi.

Í dag klæddust nemarnir snjókarla og -kerlingabúningum og var það vel við hæfi enda síðasti vetrardagur í dag. Hér eru nokkrar myndir af okkar ástkæru nemendum.

Við þökkum Lok-hópnum og þökkum samstarfið á liðnum árum. Takið nú fagnandi sumrinu mót!

 

Uppskeruhátíð ungra frumkvöðla - Í FÁ þriðjudaginn 21. apríl - 20.4.2015

Uppskeruhátíð ungra frumkvöðla í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður haldin hér í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, á morgun, þriðjudaginn 21. apríl kl. 17.00-18.00 í fyrirlestrarsal skólans. Um er að ræða 240 unga frumkvöðla sem taka taka þátt að þessu sinni, það eru nemendur frá fimm framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu: Menntaskólanum í Kópavogi, Menntaskólanum við Sund, Verslunarskóla Íslands, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Fjölbrautaskólanum við Ármúla.  Á þessari önn lærðu nemendur að stofna fyrirtæki og vinna að frumkvöðla- eða nýsköpunarhugmynd sinni. Þrjú fyrirtæki voru stofnuð hér í FÁ, Hiro, ÍserHuginn og Muninn og Íser.Huginn og Muninn

Hiro

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóð fyrir Vörumessu í Smáralind dagana 10.-11. apríl sl. þar sem nemendur fengu tækifæri til að sýna og selja vörur sínar. Á Facebook-síðu Nýsköpunarmiðstöðvar má sjá myndir frá Vörumessunni: 
 
Veitt verða eftirfarandi verðlaun:
Besta fyrirtækið – 1. sæti
Verðlaun: Aðstaða á Setri Skapandi Greina - frá 1. maí – 15. ágúst 2015
5 tímar í handleiðslu/aðstoð með verkefnisstjóra NMÍ

Besta fyrirtækið – 2. sæti
Verðlaun: Aðstaða á Setri Skapandi Greina - frá 1. maí – 1. júlí 2015
5 tímar í handleiðslu/aðstoð með verkefnisstjóra NMÍ

Besta örviðskiptaáætlunin. Verðlaun: Viðurkenningarskjal
Mesta nýsköpunin og frumlegheit. Verðlaun: Viðurkenningarskjal
Bestu markaðs- og sölumálin. Verðlaun: Viðurkenningarskjal

Við erum mjög spennt að sjá hvernig okkar fólki vegnar og það verður forvitnilegt að sjá hvað þessi brakandi heilabú frumkvöðla hafa fundið upp á! 

 

Munið að kjósa - Lýðræði í verki - 20.4.2015

Í dag og fram til miðvikudags fara fram kosningar til stjórnar nemendafélags FÁ. Nemendur eru hvattir til þess að kjósa - munið aðkaka ónýtt atkvæði grefur undan lýðræðinu.

Kjörseðillinn er rafrænn og hann má nálgast hérna: Kjörseðill

 

Nemendur FÁ kunna sko japönsku! - 17.4.2015

Í gær var haldin ræðukeppni á japönsku í MH og tóku alls 30 manns þátt í keppninni. Fyrir hönd Fjölbrautaskólans við Ármúla kiddiAnhtimmy firstkepptu þrír nemendur, þau Anh Viet Nguyen (hópi 1), Parinya Ma-Asa (aka Timmy) og Kristján Jóhann Júlíusson (hópi 2).

Keppt er í tveimur hópum eftir getustigi og veitir japanska sendiráðið verðlaunin og er skemmst frá því að segja að Parinya Ma-Asa (aka Timmy) hlaut fyrstu verðlaun í hópi 2 en hann er nemandi í JAP303 og Anh Viet Nguyen fékk önnur verðlaun í hópi 1 en hún er nemandi í JAP103.

Kristján Jóhann Júlíusson sem keppti í hópi 2 fékk líka mjög góða umsögn hjá dómnefndinni sem kvað ræðu hans mjög áhugaverða og ritgerðina lofsverða.

Við óskum þessum frábæru nemendum til hamingju með góðan árangur og þá má líka óska henni Sumi Gohana japönskukennara til hamingju með nemendur sína. Hún kann greinilega að kenna móðurmálið sitt.

Sayonara!


 

Föstudagurinn svarti  - Umhverfisviku lýkur í dag - 17.4.2015

Svarti liturinn hefur á sér illt orð í okkar menningarheimi, hann tengist myrkrinu, hinu illa og sjálfum Kölska. Sumir segja að svartursvart1svart sé enginn litur en aðrir segja að svartur sé summa allra lita.

En hver sem táknmerking svarta litarins er þá er eitt víst að nú verður það svart í dag klukkan tíu mínútur gengin í ellefu (á elleftu stundu sem sagt eða kl. 10:10) þegar stjórnendur og kennarar ætla að feta í kolvetnispor nemenda og keppa í þeirri göfgu list að flokka rusl. Það verða vegleg verðlaun í boði rétt eins og í gær þegar nemendur spreyttu sig við flokkun. Sjá myndir hér.

Þetta er uppákoma sem enginn má láta fram hjá sér fara.

BREAKING NEWS! - Kvennalið kennara vann flokkunarkeppnina árið 2015 og FÁ óskar því röska liði til hamingju með góðan árangur. Myndir hér.

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica