Nýjar fréttir

Erasmus+ á ferð í FÁ (European School Web TV) - 26.9.2016

Þessa dagana er hópur erlendra nemenda og kennara í heimsókn í FÁ en hópurinn vinnur að ERASMUS-verkefni sem Edda Lára Kaaber, Jennifer Louise McNamara og Herdís Birgisdóttir stýra. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir hópinn og eru nemendur og aðrir hvattir til að bjóða hópinn velkominn. Skólinn er þátttakandi í fjölmörgum erlendum erasmus16samstarfsverkefnum og gleðiefni að nemendur sem og starfsfólk fái tækifæri til að kynnast starfsemi menntastofnana erlendis.

Eitt af verkefnum hópsins er að búa til stuttmyndir sem sýndar verða á skjá samtímis í öllum fimm löndunum sem taka þátt í verkefninu. Núna eru nemendur í FÁ ásamt erlendu gestunum að undurbúa fimm stuttmyndir sem eru teknar upp hérlendis og verða sýndar í lokaathöfn Erasmus+ - hópsins á morgun, þriðjudag.

Núna hefur á vegum verkefnisins verið keyptur skjár sem er kominn upp á Steypunni. Markmiðið er að tengjast hinum löndunum sem gestirnar koma frá og sýna efnið sem nemendur okkar eru búnir að skapa. Einnig fáum við að sjá dagskrána sem rúllar í hinum löndunum fjórum.

Næsti fundur í ERASMUS - verkefninu verður 1. mars, í Emden, Þýskalandi. Þá fara a.m.k tveir kennarar héðan ásamt sjö nemendum og gista hjá þýskum nemendum og vinna sameiginlega að nýjum verkefnum (myndum). European School Web TV - verkefnið er tveggja ára Erasmus+ verkefni sem hófst á haustönn 2015 og því lýkur 2017. Lokafundur verkefnisins er í júní og þá hittast allir kennarar verkefnisins í Þýskalandi til að ganga frá lokaskýrslunni ásamt Prezi skjali sem mun verða eins konar handbók fyrir þá kennara sem vilja nota tæknina sem við erum að nota til að sjónvarpa efni samtímis í nokkrum löndum.


 

Evrópski tungumáladagurinn - 26.9.2016

Dagurinn í dag, 26. september er helgaður tungumálum. Evrópski tungumáladagurinn er í dag. Í dag skal hylla öll þau tungumál sem töluð eru ítungumáladagur Evrópu og í tilefni dagsins stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi. Dagskráin ber yfirskriftina „Þýðingar, tungumálakunnátta og heimsmynd okkar“ og fer fram á evrópska tungumáladaginn, mánudaginn 26. september nk. kl. 16-19, í Hátíðasal Háskóla Íslands (Aðalbyggingu). Sjá: Evrópski tungumáladagurinn.

Eflaust eru margir hér innan veggja skólans sem hefðu hug á að hlýða á dagskrána en hins vegar má með sanni segja að hver dagur innan FÁ sé tungumáladagur, ekki bara evrópskur heldur alþjóðlegur, því við búum svo vel að hafa hér nemendur og kennara sem eiga rætur í útlöndum, viðsvegar að úr heiminum og því gefast hér endalaus tækifæri til þess að tala eða hlýða á erlendar tungur, hvort sem málið er danska eða víetnamska og allt þar á milli. FÁ talar tungum mörgum.

 

Bíllaus dagur á jafndægri - 22.9.2016

Í dag eru jafndægur að hausti, það þýðir að sólin er beint yfir miðbaug jarðar. Í dag eru því dægrin jafnlöng, dagur og nótt kyssast áður en dagurinn dregur sig í hlé og gefur nóttunni sviðið. Farvel, fallega sumar...og nú er aðeins að bíða í sex mánuði uns dagurinn tekur völdin á ný á vorjafndægri.

Í dag er líka bíllausi dagurinn en það fer fram hjá flestum. Bílarnir eru smám saman að eyðileggja allt umhverfi okkar eða eru þegar búnir að því og ekkert lát á. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að við endurheimtum borgirnar úr dauðagreipum bíllaus1bílsins. En það verður samt smá bið á því - en vonin blífur.bíllaus2bíllaus


 

Öruggur staður til að vera á. A103 - 20.9.2016

Það er gott að eiga sér athvarf í himingeimnum en ef það stendur ekki til boða má alltaf leita athvarfs í SETRINU sem er til húsa í stofu A103 og er opið allan daginn og suma dagana eru kennarar til halds og trausts. Í setrið er gott að draga sig í hlé frá skarkala Steypunnar og eiga hljóða stund með sjálfum sér og námsefninu. Setrið er fyrirtaks staður til þess að ljúka við námsefni dagsins, klára ritgerðina sína, reikna dæmið upp á nýtt og fá botn í eðli vísindanna. Kynnið ykkur SETRIÐ og nýtið götin í töflunnisetrið1.setrið2setrið

 

Myndarlegir mánudagar - 17.9.2016

Nú er aftur byrjað að sýna perlur kvikmyndanna í Bíó Paradís. EIns og allir vita þá eru kvikmyndasýningarnar ÓKEYPIS fyrir paradísnemendur og þess vegna hefur enginn ástæðu til þess að mæta ekki og auðga andann með meistarverkum kvikmyndasögunnar. Sýningarnar eru á mánudögum kl. 14:10 en á laugardaginn var mátti sjá Metrópólis eftir Fritz Lang, en síðan verða perlurnar sýndar eins og sjá má á eftirfarandi lista:

2. THE GRAND BUDAPEST HOTEL - WES ANDERSON - 2014 19. SEPTEMBER KL. 14:10
3. ORRUSTUSKIPIÐ POTEMKIM - SERGEI EISENSTEIN - 1925 26. SEPTEMBER KL. 14:10
4. AMERICAN BEAUTY - SAM MENDES, 1999 - 3. OKTÓBER KL. 14:10
5. SUNSET BOULEVARD - BILLY WILDER, 1950 - 10. OKTÓBER KL. 14:10
6. TIMBUKTU - ABDERRAHMANE SISSADOU, 2014 - 17. OKTÓBER KL. 14:10
7. THE EXORCIST - WILLIAM FRIEDKIN, 1973 - 31, OKTÓBER KL. 14:10
8. HÆVNEN - SUSANNE BIER, 2010 - 7. NÓVEMBER KL. 14:10
9. VERTIGO - ALFRED HITCHCOCK, 1958 - 14. NÓVEMBER KL. 14:10

https://www.facebook.com/framhaldsskolasyningar/?ref=bookmarks

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica