Nýjar fréttir

Seinasti kennsludagur í dag! - 4.5.2016

Seinasti kennsludagur og framundan eru skemmtileg próf sem sanna getuna. En í dag, miðvikudag, ætlum við að hafa þaðgaman
gaman saman í fyrirlestrarsalnum í hádeginu. Skemmtiþættir og stuttmyndir. Afrakstur tveggja áfanga í kvikmyndagerð á vormisseri. Það verður eflaust ýmislegt skemmtilegt í pokahorninu, meðal annars náði einn hópurinn óborganlegu viðtali við Sigmund Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra. Ekki missa af fjörinu! Takk fyrir önnina. Hittumst heil og glöð!

 

Dimission - - 29.4.2016

Það var hress hópur útskriftarnema sem truflaði kennsluna í morgun. Við fyrstu sýn virtist sem þarna væru komnir kjósendur Donald Trumps frá Alabama, harðir rauðhnakkar með ákveðnar skoðanir á því hvað best færi í þjóðfélaginu - ekkert kjaftæði. Eftir góða kvikmyndasýningu á sal þar sem starfsfólk og starfshættir skólans voru sýndir í skoplegu ljósi var haldið á kennarastofu og borðaðar sómasamlegar samlokur og terta með kennaraliðinu. Þetta er fríður hópur sem skólinn á eftir að minnast með söknuði og vera stoltur af í framtíðinni. Um kvöldið var svo samsæti nemenda og kennara í Hlutverkasetrinu að Borgartúni og þar lék hver dimm3sitt hlutverk á leiksviði lífsins eins vel og unnt er. Takk fyrir góða samveru.dimm16dimm2

 

Localice í þriðja sæti! - 27.4.2016

Þau gerðu það ekki endasleppt í frumkvöðlakeppninni þau Bjarki Þór Ingimarsson, Jóhanna Ösp Baugsdóttir, Sindri Páll viðurkAndrason og Sindri Snorrason heldur hrepptu þriðja sætið í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi, um nemendafyrirtæki ársins. Við óskum hugvitsmönnunum fræknu til hamingju með glæsilegan árangur og þetta verður örugglega ekki í seinasta sinn sem þau eiga eftir að gera garðinn frægan.

 

Nýsköpunar- og listabraut með sýningu í Hinu húsinu. - 26.4.2016

Fátt er eins mannbætandi og listir og bókmenntir, engin önnur mannanna verk keppa við sköpunarverkið í unað sínum og dýrð.listsýn listsýningÖll list leitar hins fullkomna og stundum tekst sumum að snerta sannleikann og færa okkur dauðlegum mönnum að gjöf eins og Prómeþeus forðum gaf okkur eldinn. En þótt menn finni ekki sannleikann má aldrei gefast upp á því að reyna að finna hann og skiptir minna máli hvort það tekst eða ekki (tekst sjaldnast). Það er leitin sem skiptir öllu málii. Nú hafa nemendur í Nýsköpunar- og listabraut FÁ í allan vetur verið að reyna að snerta fegurð fullkomleikans í verkum sínum og vinnu. Og nú í dag er okkur öllum boðið að líta augum afrakstur erfiðis þeirra klukkan 17.00 því þá verður opnuð sýning nemenda í Nýsköpunar- og listabraut FÁ í Hinu húsinu við Pósthússtræti. Sýningin er opin til klukkan 20 í kvöld en á morgun frá klukkan 9-5 og fimmtudag frá 9 - 22.

 

Besta íslenska nemendafyrirtækið verður valið 27. apríl - 25.4.2016

Lokaumferðin í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi, um nemendafyrirtæki ársins fer fram í höfuðstöðvum localiceArion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 27. apríl frá klukkan 15. Dómnefnd hefur valið 15 fyrirtæki af þeim 60 sem nemendur hafa stofnað í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla á árinu 2016. Tilkynnt verður hvaða fyrirtæki verður fyrir valinu sem Nemendafyrirtæki ársins á Íslandi 2016 við hátíðlega athöfn 27. apríl.

Með fyrirtækjasmiðjunni er frumkvöðlastarf kynnt fyrir framhaldsskólanemum með það að markmiði að efla frumkvöðlaanda meðal ungmenna og þjálfa frumkvöðla framtíðarinnar. Árið 2016 tóku á fjórða hundrað nemenda í átta framhaldsskólum þátt og er útlit fyrir að fjöldinn verði enn meiri á næstu árum. Markmiðið er að gefa meirihluta íslenskra nemenda færi á að kynnast frumkvöðlastarfi af eigin raun í námi sínu.

Fulltrúar FÁ í úrslitakeppninni  eru hin fjögur fræknu, öll nemendur í Nýsköpun – NÝSK3SF05 og Markaðsfræði MARK2AM05.  : Bjarki Þór Ingimarsson, Jóhanna Ösp Baugsdóttir, Sindri Páll Andrason og Sindri Snorrason taka þátt í keppninni með fyrirtækið sitt Localice. Þau verða síðan með kynningu á sviði kl. 15.00  ásamt hinum 14 fyrirtækjunum sem komust í úrslit.

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica