Nýjar fréttir

Margt á döfinni í FÁ... - 12.2.2016

Það er aldrei friður - alltaf eitthvað um að vera í FÁ - nú í næstu viku verður allsherjar lasertag-blóðbað á göngum skólans. Svo styttist í Árdaga sem verða haldnir í byrjun mars og þá verða ennþá meiri læti og fjör - en ekki er komin dagsetning á leikritið sem verið er að æfa en það er búið að fá nafn: Djákninn á Myrká heitir stykkið og gerist vart draugalegra. Semsagt lítill friður en ef menn vilja draga sig skarkalanum er alltaf hægt að sækja ró í SETRIÐ- stofu A103.djákniárdagarlasertag

 

Glæsilegur árangur FÁ-inga á kvikmyndhátíð KHF - 7.2.2016

Það voru nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla sem stóðu að hátíðinni að þessu sinni. Kvikmyndahátíðin er verkefni í sérstökum áfanga við FÁ sem fjallar um starfsemi menningarstofnana og hátíða. Aðalverkefni áfangans er að skipuleggja og setja upp kvikmyndahátíð. Nemendur áfangans vinna að verkefninu af fullri alvöru, safna ekki einungis saman myndum frá nemendum í framhaldsskólum landsins til að sýna, heldur vinna öll þau verkefni sem ein kvikmyndahátíð krefst. Þeir hanna m.a. sýningarskrá, veggspjöld, heimasíðu, veglega verðlaunagripi og ýmislegt annað tilheyrir svona hátíð. Nemendur fjármagna einnig hátíðina að fullu og eru helstu styrktaraðilar Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kvikmyndamiðstöð Íslands og nokkur velviljuð fyrirtæki.

Þessi fengu verðlaun:

Besta stuttmynd KHF: Einsemd eftir Hrafn Helga Helgason nemanda í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Besta tæknilega útfærða mynd KHF: Kría Cycles eftir Hauk Hafliða Nínuson nemanda í Borgarholtsskóla.
Best leikna mynd KHF: Yfirheyrsla eftir Kristján Jóhann Júlíusson, en í aðalhlutverki var Bjarki Þór Ingimarsson báðir nemendur við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Kristján er ný útskrifaður.
Áhorfendaverðlaun: Mario Party eftir Hörð Má Bjarnason nemanda í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Heiðursverðlaun voru afhent leikkonunni Þórunni Magneu Magnúsdóttur, en hún lék aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Einsemd.

verðlaunVerðlaunahafar: F.v. Jón Gnarr heiðursgestur, Þórunn Magnea Magnúsdóttir heiðursverðlaun, Hrafn Helgi Helgason, besta stuttmyndin FÁ, Bjarki Þór Ingimarsson, besti leikur FÁ, Haukur Hafliði Nínuson, besta tækniútfærslan, Borgó, Hörður Már Bjarnason, áhorfendaverðlaun FÁ og Eva Sigurðardóttir heiðursgestur.


 

Kvikmyndahátíð framhaldskólanna, KHF haldin í annað sinn á morgun. - 5.2.2016

Kvikmyndahátíð framhaldsskólann KHF, verður haldin í Bíó Paradís á morgun þann 6. febrúar. Allir eru velkomnir á hátíðina og þá sérstaklega framhaldsskólanemendur. Hátíðin hefst kl 13.00 aðgangur ókeypis. Henni lýkur kl. 18.00.

Tilgangur KHF er að gefa nemendum framhaldsskóla tækifæri til að koma saman og sjá kvikmyndir sem framleiddar eru í hinum ýmsu framhaldsskólum landsins. Vegleg verðlaun eru í boði og fer verðlaunaafhending fram í lok
hátíðar þar sem besta myndin, besta tæknilega útfærða myndin og besta leikna myndin verða verðlaunuð.

Heiðursgestir hátíðarinnar afhenda verðlaunin en í ár eru þeir kvikmkvikmboðskortyndagerðarkonan Eva Sigurðardóttir og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri og grínisti. Tveir þekktir uppistandarar
verða með skemmtiatriði. Það myndi gleðja nemendur FÁ að sjá kennara og annað starfsfólk mæta á kvikmyndahátíðina og hefur því verið efnt til sérstakrar opnunarhátíðar sem kennurum og öðrum starfsmönnum er boðið til.

 

Sólbjört María sigurvegari Söngkeppni FÁ 2016 - 4.2.2016

Söngkeppni FÁ 2016 var haldin í kvöld, 4. febrúar í reykfylltum sal FÁ. Keppendur voru ívið færri en venjulega en gæðin voru Sólbjört Maríakannski þeim mun meiri. Úrslitin lágu ekki augljóslega fyrir - allir keppendur gátu komið til greina sem sigurvegarar en svo fór að dómnefndin úrskurðaði Sólbjörtu Maríu í vil en hún brilleraði með því að syngja lagið Here I go Again.
Við óskum Sólbjörtu Maríu til hamingju með sigurinn. Hún var vel að honum komin.

Í öðru sæti varð Guðmunda Líf og í þriðja sætinu varð Sara Dwarika Kale.

Nokkrar myndir: Kærar þakkir fyrir góða kvöldstund.

 

SÖNGKEPPNI FÁ 2016 er klukkan 20 í kvöld - 4.2.2016

Söngkeppnin er einn mest spennandi og ánægjulegasti viðburður skólaársins. Í kvöld ætla sex söngglaðir nemendur að stíga á sviðsvið og heilla okkur með söng sínum. Hver vinnur keppnina í ár? Það veit enginn fyrr en í kvöld en hvernig svo sem úrslitin verða geta allir átt góða stund í salnum í kósýheitum og kaffihúsastemningu. Nemendaráð ætlar að hafa pizzu og kók á boðstólum gegn vægu gjaldi en poppkornið er ókeypis!

Húsið verður opnað kl.19:00 en keppnin byrjar kl.20:00 - Veröldin er leiksvið

 

Fara í fréttalista




Leita á vefnum



Stoðflokkar



Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica