23.5.2018 Fréttir : Prófasýning í dag kl. 11:30-13

Í dag frá 11:30-13 er hægt að koma í skólann til að skoða prófin sín. Það er vel til fundið að sjá hvað fór vel og hvað fór úrskeiðis, þannig má alltént eitthvað læra af prófunum. Jafnframt prófasýningunni er unnt að ganga frá vali fyrir haustönnina.

20.5.2018 Fréttir : Hvítasunnudagur

Í dag er hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur). Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Forngrískt heiti hans er πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni og allir þekkja. Þá töluðu menn tungum og allir gátu skilið allt sem aðrir sögðu, hvort sem þeir voru að mæla á framandi tungu eða ekki. Í dag er Google Translate kominn í staðinn fyrir heilagan anda þegar við þurfum að skilja framandi tungur.

Lesa meira

9.5.2018 Fréttir : Stína er í góðum höndum

Í byrjun maí fékk sjúkraliðabrautin nýja og fullkomna kennsludúkku til þess að nota við kennslu í hjúkrunaráföngum.  Dúkkan sem kallast Stína er ægifögur með mikið dökkt hár og ómótstæðileg augu og ekki er verra að með smá tilfæringum er hægt að setja margskonar sár á  Stínu, svo sem skurðsár á brjóst og læri, stungusár og legusár á ýmsum stigum. Jafnframt er hægt að skola maga Stínu, blása í lungun, þreifa fyrir æðum, setja upp þvaglegg og skipta á stomapoka.

Lesa meira

9.5.2018 Fréttir : Seinasti kennsludagur

Í dag er seinasti kennsludagur þessa önn. Á morgun er uppstigningardagur sem tilvalið er að nýta til þess að lesa undir prófin, og hver veit nema góðir námshestar stigi í einkunn ef þeir eru duglegir við að úða lærdómstöðunni í sig. Á föstudag byrja svo fyrstu prófin og standa út alla næstu viku. Það er réttast að kynna sér próftöfluna vel en hana má finna á heimasíðu skólans. Vonandi gengur öllum vel við að þreyta prófin og þeir sem hafa stundað skólann vel þurfa ekki að óttast neitt. Ávöxtur iðjuseminnar er ríkulegur og af ávöxtunum skulum við þekkja þá iðnu.

Lesa meira

Allar fréttir


Prófasýning og val 23.5.2018

Prófasýning og val er 23. maí kl. 11:30 -13:00

Lesa meira
 

Endurtektarpróf 23.5.2018

Endurtektarpróf eru 23. maí kl. 8:30

Lesa meira
 

Æfing fyrir brautskráningu 24.5.2018

Æfing fyrir brautskráningu 24. maí kl. 16:00

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir