Nýjar fréttir

150 nemendur útskrifuðust í dag - 22.5.2015

Sólin leik við hvern sinn geisla í dag þegar 150 nemendur frá ýmsum brautum FÁ voru útskrifaðir í dag. Athöfnin fór hið besta framútskrif en best að hafa sem fæst orð heldur skoða myndir sem sjá má hér og hér.

Brautskráðir voru 80 stúdentar 60 nemendur úr heilbrigðisgreinum, 2 nemendur af nýsköpunar- og listabraut og 7 nemendur af sérnámsbraut.

Dúx skólans af bóknámsbrautum var Guðrún L. Sigurbjörnsd. Cooper nýstúdent af náttúrufræðibraut og fékk hún jafnframt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í frönsku og efnafræði.

Jóhanna S. Vilbergsdóttir skólastjóri Vættaskóla flutti kveðju 25 ára stúdenta, Jónína Riedel flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans og Gunnar Þórir Þjóðólfsson fyrir hönd nýstúdenta. Tryggvi Ófeigsson nýstúdent af náttúrufræðibraut flutti tónlist á athöfninni.

Á vorönn stunduðu 2218 nemendur nám við skólann, en skólinn er með flesta fjarnámsnemendur á framhaldsskólastigi á Íslandi auk þess að vera leiðandi í námi heilbrigðisgreina.

Verðlaunahafar sjá hér.

 

Útskrift frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, kl. 14, föstudaginn 22. maí - 21.5.2015

Nú er komið að kveðjustund - stór hópur nemenda við FÁ er á förum. Nú halda nemendur út í náttlaust vorið og til móts við bjartaútskrift15 framtíð. Við óskum þeim velfarnaðar á lífsins götu og vonandi berast okkur góðar fréttir af vinum okkar, útskriftarnemum, þegar fram líða stundir. Fregnir sem sýna að traust okkar og trú á mannkostum og hæfileikum þeirra var ekki reist á sandi. Til hamingju og gangi ykkur allt í haginn.


Dagskrá útskriftar:

1. Athöfn sett: Steinn Jóhannsson skólameistari

2. Skýrsla um skólastarfið: Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskólameistari

3. Ávarp: Fulltrúi 25 ára afmælisstúdenta, Jóhanna S. Vilbergsdóttir skólastjóri Vættaskóla

4. Afhending einkunna:  Sérnámsbrautarnemar - Halldór Gísli Bjarnason kennslustjóri

5. Afhending einkunna: Skólameistari og kennslustjórar heilbrigðisskólans:

• Heilbrigðisritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags heilbrigðisritara.
• Læknaritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags læknaritara
• Tanntæknar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri
• Heilsunuddarar - Finnbogi Gunnlaugsson kennslustjóri og fulltrúi Félags heilsunuddara
• Lyfjatæknar – Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags lyfjatækna
• Sjúkraliðar - Guðrún Hildur Ragnarsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags sjúkraliða

6. Ávarp: Fulltrúi útskriftarnema Heilbrigðisskólans – Jónína Riedel af heilsunuddbraut

7. Tónlistarflutningur: Tryggvi Ófeigsson útskriftarnemi af náttúrufræðibraut

8. Afhending einkunna:

• Útskriftarnemendur af nýsköpunar- og listabraut – Gréta Mjöll Bjarnadóttir fagstjóri
• Stúdentar af félagsfræðibraut – Hannes Ísberg Ólafsson kennslustjóri
• Stúdentar af náttúrufræðibraut – Jóna Guðmundsdóttir kennslustjóri
• Stúdentar af viðskipta- og hagfræðibraut -  Petra Bragadóttir kennslustjóri
• Stúdentar af málabraut – Kristen Mary Swenson kennslustjóri
• Stúdentar með viðbótarpróf til stúdentsprófs - Aðstoðarskólameistari

9. Ávarp:  Fulltrúi nýstúdenta – Gunnar Þórir Þjóðólfsson, útskriftarnemandi af félagsfræðabraut

10. Starfsfólk kvatt

11. Ávarp og skólaslit: Steinn Jóhannsson skólameistari

12. Myndataka: Pétur Þór Ragnarsson

13. Kveðjuhóf kl. 16:30 fyrir starfsmenn og afmælisstúdenta á kennarastofu 

Prófasýning og val í dag frá 12  - 13:30 - 19.5.2015

Munið prófasýninguna og valið frá klukkan 12 til 13:30 í dag, 20. maí. Það getur verið lærdómsríkt að glugga í prófgögnin sín nátttröllog glöggva sig á því sem vel fór og læra af því sem miður gekk. Og ekki sakar að gaumgæfa hvort kennaranum hafi nokkuð orðið á mistök í einkunnagjöfinni.

Myndin er af málverki Ásgríms Jónssonar, Nátttröllið á glugganum:

Það var á einum stað að sá sem gæta átti bæjarins á jólanóttina meðan hitt fólkið var við aftansöng fannst annaðhvort dauður að morgni eða æðisgenginn. Þótti heimamönnum þetta illt og vildu fáir verða til að vera heima á jólanóttina. Einu sinni býðst stúlka ein til að gæta bæjarins. Urðu hinir því fegnir og fóru burtu. Stúlkan sat á palli í baðstofu og kvað við barn sem hún sat undir.

Um nóttina er komið á gluggann og sagt: "Fögur þykir mér hönd þín, snör mín en snarpa, og dillidó."

Þá segir hún: "Hún hefur aldrei saur sópað, ári minn Kári, og korriró."

Þá er sagt á glugganum: "Fagurt þykir mér auga þitt, snör mín en snarpa, og dillidó."

Þá segir hún: "Aldrei hefur það illt séð, ári minn Kári, og korriró."

Þá er sagt á glugganum: "Fagur þykir mér fótur þinn, snör mín en snarpa, og dillidó."

Þá segir hún: "Aldrei hefur hann saur troðið, ári minn Kári, og korriró."

Þá er sagt á glugganum: "Dagur er í austri, snör mín en snarpa, og dillidó."

Þá segir hún: "Stattu og vertu að steini en engum þó að meini, ári minn Kári, og korriró."

Hvarf þá vætturin af glugganum. En um morguninn þegar fólkið kom heim var kominn steinn (ekki skólameistari) mikill í bæjarsundið og stóð hann þar æ síðan. Sagði þá stúlkan frá því sem hún hafði heyrt (en ekkert sá hún, því hún leit aldrei við) og hafði það verið nátttröll sem á gluggann kom. 

Nýjung í skólastarfi FÁ! Átakshópur fyrir nemendur fædda ´97 og '98 - 15.5.2015

Á haustönn 2015 verður í boði átakshópur fyrir nemendur sem fæddir eru 1997 og 1998. Hópurinn er fyrir nemendur sem vilja fjallgtaka námið fastari tökum, setja sér skýr markmið og fá stuðning við að ná þeim. Áhersla hópsins verður áhugasvið, styrkur og öryggi.

Dagskráin er þríþætt:
• 5 daga gönguferð í lok ágúst
• Vikulegir tímar á stundaskrá þar sem áherslan er á að skoða styrkleika, áhugasvið og markmið
• Þrír viðtalstímar við náms- og starfsráðgjafa um náms- og starfsferilinn og unnið úr áhugasviðskönnun

Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum árangri í námi, betra skipulagi og betri undirbúningi til að taka ákvörðun um náms- og starfsval. Meðal umfjöllunarefnis í ferðinni og á önninni er áhugasvið, gildismat og styrkleikar, námstækni, skipulag, lífsstíll, samskipti, atvinnulífið og námsframboð. Æfingar verða í slökun og hugleiðslu og áhugasviðskönnun verður lögð fyrir.

Hópstjórar í gönguferðinni eru tveir, Hrönn Baldursdóttur náms- og starfsráðgjafi og Sigurgeir Birgisson tómstundaráðgjafi. Bæði hafa yfir 10 ára starfsreynslu af vinnu með unglingum.
Verkefnið hlaut styrk úr Sprotasjóði og mun styrkurinn standa straum af kostnaði. Hægt er að fá lánaðan búnað til göngunnar, tjöld, svefnpoka, bakpoka og slíkt. Veitt verður leyfi úr skóla í 3 daga vegna ferðarinnar sem verður 27. – 31. ágúst.

Þátttökugjald er 5000 kr og er takmarkaður fjöldi í hópinn.

Kynningarfundur verður miðvikudaginn 20. maí kl. 13.00 í fyrirlestrarsal skólans. Umsóknarfrestur er til 22. maí hjá náms- og starfsráðgjöfum.

Nánari upplýsingar fást hjá:

Hrönn Baldursdóttur  hronn@fa.is
Söndru þóroddsdóttur  sandra@fa.is


 

Gott er veðrið -Nú er gaman að lesa námsbækur - 6.5.2015

Veðrið er alltaf fallegt á meðan að próf standa yfir. Fyrstu prófin voru í gær og það seinasta verður haldið þann 18. maí. Það má fötþví búast við að veðrið haldist fallegt næsta hálfa mánuðinn. En allt tekur enda, líka prófin. Þann 20. maí er PRÓFASÝNING og VAL frá klukkan 12- 13:30. Það er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Brautskráning nemenda - stóri dagurinn - er loks þann 22. maí klukkan tvö. Þá má búast við að veður skipist í lofti og það taki að rigna.

 Vorvísa

 Hve bjart er veður,
 og blómið glatt er morgundöggin seður.
 Ó græna lífsins land!
 Ó lífsins Grænaland, ó lands míns gróður,
 leyf mér að elska þig og vera góður.

 Hve margt sem gleður.
 Í gljúpri lækjarseyru smáfugl veður.
 Ó dýra lífsins land!
 Ó lífsins Dýraland, ó land míns bróður,
 hvers lítils fugls, og draumur vorrar móður.

(Halldór Laxness)

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica