Nýjar fréttir

Foreldrafundur 30. ágúst kl. 17:00 - 29.8.2016

Við upphaf skólaárs er foreldrum/forráðamönnum boðið á almennan kynningarfund þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17.00. Á fundinum mun skólameistari fara yfir skólastarfið, aðstoðarskólameistari kynnir mætingakerfið og INNU, náms- og starfsráðgjöf fer yfir þjónustu skólans og félagsmálafulltrúi mun gera grein fyrir helstu atburðum í félagslífi nemenda. Náms- og starfsráðgjafar, félagsmálafulltrúi, umsjónarkennarar og stjórnendur verða til viðtals eftir fund. Fundarlok verða ekki síðar en kl. 18.00.

Lesa meira
 

Velkomin í skólann! - 26.8.2016

Það vantaði ekki góða veðrið í dag þegar Nemendaráð FÁ bauð nýnemendur velkomna í kröftugan nemendahóp FÁ. Fyrst þurftu nýnemarnýnemar að leysa nær óleysanlegar þrautir en að því loknu var slegið upp pizzu-veislu. Hér getur að líta nokkrar myndir frá nýnemadegi FÁ.

 

Nýnemadagur, 26. ágúst - 25.8.2016

Á morgun er nýnemadagur. Það þýðir að Nemendaráð mun koma í kennslustofurnar þegar klukkan er að verða tólf og hafa þaðannýnemar16 með sér nýnema við FÁ. Þetta mun alls ekki trufla kennsluna sem heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist og nemendur sitja sem fastast en nýnemar munu bralla sitthvað skemmtilegt með Nemendaráði. Hver veit nema það verði ítalskar flatkökur í boði?

Kennsla fellur niður í síðasta tíma kl. 13:05 -14:00.

 

Frjálst er í fjallasal - áfanginn ÍÞRÓ1FJ01 - 23.8.2016

Skólinn er ekki bara hús, skólinn er alls staðar, líka á fjöllum! Enn er ekki of seint að skrá sig í fjallgöngu- og útivistaráfangann ÍÞRÓ1FJ01. Á önninni verður farið í fjórar fjallgöngur auk einnar ferðar 27. ágúst í samvinnu við Umhverfisstofnun. Nemendur þurfa að taka þátt í tveimur viðburðum til að fá eina feiningu fyrir áfangann.

Ferðirnar eru farnar á laugardögum kl. 9 – 14. Farið er í rútu frá skólanum stundvíslega klukkan 9. Áfangastaðir verða auglýstir fljótlega. Nemendur í áfanganum sem hyggjast fara í auglýsta ferð þurfa að skrá sig og greiða 1000 krónur á skrifstofu skólans. Þetta þarf að gera a.m.k. sólarhring fyrir auglýsta ferð.

Fyrsta ferðin verður núna á laugardaginn 27. ágúst. Það er sjálfboðaliðaferð í tengslum við Umhverfisstofnun. Unnin verða létt störf við uppgræðslu og stígagerð í nágrenni Reykjavíkur. Haldinn verður fundur og kynning í hádeginu 25. ágúst kl. 12.35 í sal skólans. Úlfar Snær kennari verður fararstjóri í fjallgöngunum.fjallganga


 Frjálst er í fjallasal,
 fagurt í skógardal,
 heilnæmt er heiðloftið tæra.
 Hátt yfir hamrakór
 himinninn, blár og stór,
 lyftist með ljóshvolfið skæra.

 Hér uppi í hamraþröng
 hefjum vér morgunsöng,
 glatt fyrir góðvætta hörgum:
 Viður vor vökuljóð
 vakna þú, sofin þjóð!
 Björt ljómar sól yfir björgum.

 Er sem oss ómi mót
 Íslands frá hjartarót
 bergmálsins blíðróma strengir.
 Söngbylgjan hlíð úr hlíð
 hljómandi, sigurblíð,
 les sig og endalaust lengir.

Steingrímur Thorsteinsson

 

Velkomin til starfa - fyrsti kennsludagur í dag - 22.8.2016

Í dag, 23. ágúst, fer skólinn á fulla fart; kennsla samkvæmt stundaskrá. Alls verða um níu hundruð nemendur í dagskólanum og er það fjölbreyttur hópur; nýnemar sem eru að koma beint úr grunnskóla eru nærri hundrað og í gær var haldinn fundur með þeim þar sem starf og skipulag skólans var kynnt. Vonandi verða nemendur ekki lengi að ná áttum og gerast heimavanir í FÁ.

Kennarar og starfsfólk bjóða nemendur sína hjartanlega velkomna í FÁ og hlakka til að fá að kynnast þeim betur og aðstoða þá við að ná markmiðum sínum. Kort af skólanumnýnemar2fánýnemar

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica