Nýjar fréttir

Lokun skrifstofu - 28.6.2016

Vegna sumarleyfa er skrifstofa skólans lokuð frá 27. júní til og með 2. ágúst.

Lesa meira
 

Lengstur dagur - 20.6.2016

Sumarsólstöður 20. júní 2016

Sumarsólstöður eru í kringum 20. - 21. júní á norðurhveli en 20. - 21. desember á suðurhveli. Á sumarsólstöðum á norðurhveli er dagurinn lengstur og sest sólin ekki á öllu svæðinu norðan við nyrðri heimskautsbaug. Einnig er sólin í hvirfilpunkti á hádegi á nyrðri hvarfbaug. Lengsti dag­ur árs­ins er í dag, en nýliðin nótt var sú stysta.sols

Nánar um þetta á stjörnufræðivefnum 

 

Viðurkenningar fyrir námsárangur - 7.6.2016

Á vorönn var ákveðið að verðlauna þá nemendur sem sýna framúrskarandi árangur í námi. Til að koma til greina þurfa nemendur að ná ákveðinni meðaleinkunn, ákveðnum einingafjölda og framúrskarandi skólasókn. Í dagskóla voru 13 nemendur sem eru fyrirmyndarnemendur og í fjarnámi 12. Verðlaunin eru nemendum vonandi hvatning til frekari afreka í námi og starfi. Smelltu hér til að lesa meira um verðlaunin.

Fyrirmyndarnemendur í dagskóla voru:

 • Aðalheiður Þorbergsdóttir, sjúkraliðabraut
 • Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, náttúrufræðibraut (útskrifuðfaundirregnboga)
 • Dagný Hrund Valgeirsdóttir, náttúrufræðibraut (útskrifuð)
 • Gerður Ósk Guðmundsóttir, tannæknabraut (útskrifuð)
 • Giedre Rudzionyte, sjúkraliðabrú
 • Gústaf Darrason, náttúrufræðibraut
 • Hildur Gísladóttir, heilsunuddbraut
 • Inga Lilja Guðjónsdóttir, heilsunuddbraut
 • Júlíanna Guðbjörg Svansdóttir, sjúkraliðabraut
 • Ólafur Helgi Halldórsson, heilsunuddbraut
 • Selma Ólafsdóttir, tanntæknabraut
 • Steinþóra Hjaltadóttir, heilsunuddbraut
 • Þrúður Arna Briem Svavarsdóttir, heilsunuddbraut

Fyrirmyndarnemendur í fjarnámi voru:

 • Aðalbjörg Halldórsdóttir
 • Aldís Björg Schram
 • Dóra Kristín Traustadóttir
 • Edda Björk Birgisdóttir
 • Erla Helga Sveinbjörnsdóttir
 • Gunnar Már Björnsson
 • Haraldur Gísli Kristjánsson
 • Ingibjörg Jónasdóttir
 • Jóhanna Elsa Ævarsdóttir
 • Margrét Guðlaug Jónsdóttir
 • Sigríður Margrét Þorbergsdóttir
 • Ægir Björn Gunnsteinsson
Lesa meira
 

Brautskráning Fjölbrautaskólans við Ármúla á vormisseri 2016 - 29.5.2016

Föstudaginn 27. maí fór fram brautskráning Fjölbrautaskólans við Ármúla. Brautskráðir voru 175 nemendur af 14 námsbrautum, þar af 88 stúdentar og 79 úr heilbrigðisgreinum. Flestir nemendur voru brautskráðir af félagsfræðabraut eða 39 og í heilbrigðisgreinum voru flestir brautskráðir af sjúkraliðabraut eða 21. Skólinn brautskráði nú í fyrsta sinn 16 nemendur af námsbraut sótthreinsitækna.

Hæstu einkunn allra útskriftarnemenda fékk Renata Paciejewska af heilbrigðisritarabraut en hún var með meðaleinkunnina 9,96. Árangurinn hjá Renötu er einstaklega glæsilegur í ljósi þess að íslenska er hennar annað tungumál en pólska móðurmál. Dúx skólans af stúdentsbrautum var Sólbjört María Jónsdóttir af náttúrufræðibraut og fékk hún jafnframt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og þýsku.

Að útskrift lokinni fluttu kveðjuávörp þau Hrafnhildur Jónsdóttir fyrir hönd útskriftarnema heilbrigðisskólans og Adam Óttarsson fyrir hönd nýstúdenta. Þór Breiðfjörð Kristinsson leikari og söngvari flutti kveðju 25 ára afmælisstúdenta.

Á vorönn stunduðu tæplega 2000 nemendur nám við skólann, en skólinn er með flesta fjarnámsnemendur á framhaldsskólastigi á Íslandi auk þess að vera leiðandi í kennslu heilbrigðisgreina.heilbrigðisgr.Renatastúdent16


 

Útskrift föstudaginn 27. maí klukkan 13 - 26.5.2016


DAGSKRÁ

1. Athöfn sett: Steinn Jóhannsson skólameistari

2. Skýrsla um skólastarfið: Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskólameistari

3. Ávarp: Fulltrúi 25 ára afmælisstúdenta, Þór Breiðfjörð Kristinssonblommor

4. Tónlistarflutningur: Sigríður Thorlacius

5. Afhending einkunna:
 Sérnámsbrautarnemar - Pálmi Vilhjálmsson kennslustjóri

6. Afhending einkunna: Skólameistari og kennslustjórar heilbrigðisskólans

• Sótthreinsitæknar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri
• Heilbrigðisritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags heilbrigðisritara.
• Læknaritarar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags læknaritara
• Tanntæknar - Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags tanntækna
• Heilsunuddarar - Finnbogi Gunnlaugsson kennslustjóri og fulltrúi Félags heilsunuddara
• Lyfjatæknar – Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags lyfjatækna
• Sjúkraliðar - Guðrún Hildur Ragnarsdóttir kennslustjóri og fulltrúi Félags sjúkraliða
• Fótaaðgerðafræði – Inga Kolbrún Hjartardóttir fv. skólastjóri fótaaðgerðaskólans

7. Kveðjuávarp: Fulltrúi útskriftarnema Heilbrigðisskólans – Hrafnhildur Jónsdóttir, sjúkraliðabraut
8. Afhending einkunna

• Útskriftarnemendur af nýsköpunar- og listabraut – Gréta Mjöll Bjarnadóttir fagstjóri
• Stúdentar af félagsfræðibraut – Hannes Ísberg Ólafsson kennslustjóri
• Stúdentar af náttúrufræðibraut – Jóna Guðmundsdóttir kennslustjóri
• Stúdentar af málabraut – Petra Bragadóttir kennslustjóri
• Stúdentar af viðskipta- og hagfræðibraut -  Petra Bragadóttir kennslustjóri
• Stúdentar með viðbótarpróf til stúdentsprófs - Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskólameistari

9. Kveðjuávarp:  Fulltrúi nýstúdenta – Adam Óttarsson, útskriftarnemandi af félagsfræðabraut
10. Ávarp og skólaslit: Steinn Jóhannsson skólameistari

Hér má sjá myndir sem teknar voru við útskriftina:

 https://www.facebook.com/Fjölbrautaskólinn-við-Ármúla-381906895240864/


 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica