25.4.2018 Fréttir : Hugið að umhverfinu

Í dag er dagur umhverfisins. Þá eiga menn að beina sjónum sínum að nánasta umhverfi sínu og sjá hvað betur má fara og laga.
Margt smátt gerir eitt stórt. Núna er tilvalið að tína upp rusl sem verður á vegi manns (við hvert fótmál) og koma þvi á réttan stað. Umgengni er innri maður, það upplyftir andanum og göfgar sálina að hafa hreint í kringum sig. Allt er breytingum undirorpið. Meðfylgjandi mynd er tekin árið 2004 - finnið fimm breytingar sem orðið hafa síðan myndin var tekin.

Lesa meira

23.4.2018 Fréttir : Jafnréttisdagar FÁ

Jafnréttisdagar FÁ fara fram dagana 24. og 25. apríl. Í tilefni þeirra verður opin dagskrá í fyrirlestrarsal skólans og allir hjartanlega velkomnir.

24. apríl: Dagskrá hefst kl 12:15 - 13:00: 
Sunna Líf Kristjánsdóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð, flytur fyrirlestur um birtingarmyndir nauðgunar.

Namjo Fiyasko, nemandi við Fjölbrautaskólann við Ármúla, flytur erindi.

25. apríl - Dagskrá hefst kl 12:00 - 13:00:
Sigga Dögg, kynfræðingur, flytur fyrirlestur um framtíð kynlífs.

Lesa meira

19.4.2018 Fréttir : Gleðilegt sumar

Vorvísa eftir Halldór Laxness

Hve bjart er veður,
 og blómið glatt er morgundöggin seður.
 Ó græna lífsins land!
 Ó lífsins Grænaland, ó lands míns gróður,
 leyf mér að elska þig og vera góður.

 Hve margt sem gleður.
 Í gljúpri lækjarseyru smáfugl veður.
 Ó dýra lífsins land!
 Ó lífsins Dýraland, ó land míns bróður,
 hvers lítils fugls, og draumur vorrar móður.

Lesa meira

18.4.2018 Fréttir : Nú er tími til að tengja

Í dag, seinasta vetrardag, voru tveir hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla  teknir í gagnið við FÁ. Andrúmsloftið var spennu þrungið þegar klippt var á borðann því nú verður auðveldara að mæta í skólann á hljóðlausum bíl sem nýtir sér íslenska orku. Ætli FÁ sé ekki einn fyrsti framhaldsskólinn til þess að koma sér upp staurum? Þess má geta að hleðslustöðvarnar eru jafníslensk framleiðsla og rafmagnið.

Lesa meira

Allar fréttir


Fyrsti maí 1.5.2018

Frídagur

Lesa meira
 

Dimission 4.5.2018

Dimission föstudaginn 4. maí

Lesa meira
 

Síðasti kennsludagur 9.5.2018

Miðvikudaginn 9. maí er síðasti kennsludagur vorannar

Lesa meira
 

Fleiri viðburðir