Nýjar fréttir

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema - 26.8.2014

Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 16:30 er boðað til fundar með foreldrum/forráðamönnum nýnema. Á fundinum verður farið yfir hagnýt atriði er varða skólastarfið auk þess sem þjónusta skólans verður kynnt. Að loknum fundi eru skólastjórnendur til viðtals auk umsjónarkennara.

Lesa meira
 

Fundur með nemendum á sal klukkan 9:50 í dag - 25.8.2014

Í dag, mánudaginn 25. ágúst eiga allir nemendur að mæta á Sal þegar klukkuna vantar tíu mínútur í tíu. Það er afar mikilvægt blómað allir nemendur mæti og þá sérstaklega nýnemar, til að fræðast um skólann og starfið innan veggja hans.

 

Opið fyrir umsóknir í lyfjatækni - 21.8.2014

Opið er fyrir umsóknir í lyfjatækni. Hægt er að stunda nám í dagskóla, námi með vinnu eða í fjarnámi. Nánari upplýsingar um námið veitir Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri (binna@fa.is). Smelltu hér til að fá upplýsingar um námsbrautina.

Lesa meira
 

Velkomin til starfa í FÁ! - 21.8.2014


Í dag, föstudaginn 22. ágúst, hefst kennsla í FÁ og þar með nýtt skólaár. Kennarar og starfsfólk bjóða alla nemendur velkomna til starfa og þá sérstaklegaframhlið nýnemana. Vonandi er öllum létt um spor inn um menntagátt skólahússins og hafa skal í huga að hvert ferðalag byrjar með fyrsta skrefinu og þótt ferðin virðist löng í fyrstu verða ferðalok fyrr en varir - því tíminn flýgur við nám og leik og árin í skólanum verða kær minning ein.

Sumum er kannski ekkert um ferðalög gefið og þeim skal bent á að skráning í fjarnám er hafin og stendur fram til 5. september en önnin hefst  10. september, boðið er upp á tæplega 100 áfanga. Sjá nánar:http://www.fa.is/fjarnam/

 

Upphaf haustannar - 18.7.2014

Kennsla hefst 22. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Stundaskrár verða aðgengilegar í Innu og Mínum síðum að morgni 20. ágúst.uh

Fundur með nýjum nemendum úr 10. bekk 20. ágúst kl. 13:00.

Fundur með öðrum nýjum nemendum (hafa ekki verið í FÁ áður) kl. 14:00 20. ágúst.

Fundur með foreldrum nýnema er miðvikudaginn 27. ágúst kl. 16:30.

Töflubreytingar verða 20. ágúst kl. 13:00 til 17:00 og 21. ágúst kl. 9:00 til 16:00.

Hægt er að sækja um töflubreytingu með því að senda póst til Guðrúnar Narfadóttur áfangastjóra gnarfa@fa.is

Starfsmannafundur verður 20. ágúst kl. 9:00.

Fundur með nýjum kennurum verður 18. ágúst kl.13:00.

Lykilorð að Innu og Mínum síðum ásamt upplýsingabréfi verður sent öllum nemendum þann 13. ágúst.

 

Fara í fréttalista


Flýtival


Heilsueflandi framhaldsskóli


Grænfáninn


Strætó


FÁ 360° hringmynd


Web Analytics
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica