Nýjar fréttir

FÁ - heilsueflandi skóli - 20.1.2017

Vegan-matur, hugleiðsla á þriðjudögum og fimmtudögum og í dag, föstudaginn 20. er jóga og heilsubót. Það má með sanni segjajóga að FÁ ætli sér að standa undir því að vera heilsueflandi. Ef vel tekst til með líkamlega hreysti og andlegan heilagleika er aldrei að vita nema starfsfólk og nemendur fari að ganga um í loftinu eins og heilagra manna er siður. Þarf ekki að tíunda hvað spara má í skófatnaði með því móti. Eitt er víst að heilbrigt líferni léttir lundina og þá er allt svo miklu auðveldara, og gleymum ekki að brosa og hlæja sem mest, það lengir lífið.

 

Ekki missa af matnum - 16.1.2017

Í dag, þriðjudaginn 17. janúar er vegan-matur aftur á boðstólum í mötuneytinu okkar. Það eru örugglega margir með vatn í veganmunninum af tilhlökkun yfir að fá að sökkva tönnum í gómsætar baunir og grænmeti. Látið ekki happ úr hendi sleppa, bon appetít, velbekomme og verði ykkur að góðu. Þeir sem vilja reyna fyrir sér sjálfir í hollu mataræði ættu að kíkja á þessa góðu mataruppskriftasíðu Bylgju og Önnu Karenar í umhverfisráðinu. Þar má finna uppskrifir að heilnæmu góðgæti. https://thebrokevegans.wordpress.com/

 

Fjarnám - innritun stendur yfir - 12.1.2017

Sumir eru ekki hrifnir af skólum en vilja samt læra og mennta sig. Fyrir þá er FJARNÁM svarið, sérstaklega fjarnám hér við FÁ - stopÞað þarf góðan aga og sterk bein til þess að stunda fjarnám, það þýðir ekkert að vera með neina leti. En þrátt fyrir að fjarnámið reyni á hefur það samt marga góða kosti fyrir skólafælna. Í fjarnámi fer maður á fætur þegar maður vaknar, maður lærir þegar maður finnur að þekkingu skortir, það er hægt að hafa alla sína hentisemi, vera á Facebook, á Chattinu og skoða allar ómögulegar vefsíður ef svo ber undir, hlusta á rappið á hæsta styrk og slafra í sig mat og drykk eins og lystir á meðan verið er að læra. Enginn kennari sem borar augunum í hnakkann á manni. Semsagt, skráning til fjarnáms við FÁ stendur fram til 16. janúar - látið ekki happ úr hendi sleppa.

Sjá http://www.fa.is/fjarnam/

 

Veganúar - 7.1.2017

Janúar hefur fengið nýtt nafn, og ekki er það hið forna nafn mánaðarins, mörsugur sem kemur í staðinn. Nei, í janúar á nefnilega munchalls ekki að sjúga mör eða neitt það matarkyns sem úr dýraríkinu er ættað. Af því tilefni er við hæfi að mánuðurinn fái hið vinalega nafn "veganúar" sem gefur til kynna að nú gerast allir í FÁ vegan, verða grænku-nammigrísir og geta borðað með góðri samvisku, engin lömb sem þagna okkar vegna, ekkert metangas af okkar völdum að hita upp andrúmsloftið, engin skógareyðing til þess að gera bithaga fyrir framtíðarhamborgara.

Til þess að koma mönnum á græna grein í mataræðinu, ætlar Krúska í mötuneytinu að hafa eingöngu vegan-rétti á þriðjudögum og skólinn aðstoðar með því að niðurgreiða matinn til nemenda svo hann kosti ekki krónu meir en 650 þessa vegan þriðjudaga.

Verum góð við dýrin, klöppum þeim en stingum ekki í þau hnífapörum. Og svo er vegan-matur miklu betri en hræát

 

Fyrsti kennsludagur, 5. janúar - 4.1.2017

Í dag mæta nemendur, vonandi galvaskir, í skólann á fyrsta kennsludegi ársins 2017. Í dag er fimmti dagur ársins og birting des2014klukkan 10:00, sólris 11:13 og hádegi 13:33 - Sólin hnígur svo til viðar klukkan 15:51 og myrkrið skellur á þegar klukkan er fimm mínútur gengin í sex. Ef hægt er að kalla það myrkur þegar ljósin loga á hverjum staur og öllum gluggum og trágróðurinn skreyttur jólaseríum.

Þessi dagur er upphafið að endalokum annarinnar. Fyrsta skrefið í fjögurra mánaða göngu að settu marki og vonandi ná allir að komast á leiðarenda. Leiðin framundan kann að sýnast löng en áður en nokkur veit er komið á áfangastað og þá segja menn: en hvað tíminn leið hratt!

Árið 2017 er merkilegt fyrir þær sakir að það er prímtöluár og þversumman er 1. Hvað skyldi það boða?

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica