Nýjar fréttir

Gleðilega páska - 16.4.2014

Hafið það sem allra best í páskafríinu, hoppið og skoppið í snjónum og njótið þess að vera til en munið samt að alvaran lúrir paskarhandan við hornið. Prófin eru á næsta leiti - en hvað sem öllum áhyggjum líður ættu allir glaðir að geta torgað tíu þúsund kaloríum af súkkulaði í frínu.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl

 

Vigdís Hauksdóttir, í dag, 15. apríl, kl.14:55 í stofu M301 - 14.4.2014

 Því miður komst Vigdís ekki til okkar í FÁ í gær en hún ætlar að vera í dag, þann 15. apríl í stofu  M301 klukkan 14:55.

Í vetur hafa talsmenn stjórnmálaflokkanna verið gestir í félagsfræðitímum hjá honum Róbert og kynnt flokka sína ogvigdis stefnumál þeirra. Hafa þetta verið einstaklega vel heppnaðir fundir með stjórnmálamönnunum. Nú í dag klukkan 14:55 í stofu M301, mætir Vigdís Hauksdóttir til að kynna stefnumál Framsóknarflokksins og svarar spurningum ef einhverjar kunna að rísa. Það er von til þess að þetta verði skemmtileg og lífleg kennslustund eins og alltaf þegar stjórnmálamenn koma í heimsókn.

Æviágrip Vigdísar: sjá hér
 

 

Val fyrir haustönn framlengt til 25. apríl - 10.4.2014

Einhver brögð munu vera af því að nemendur hafi gerst of værukærir í verkfallinu og láðst að velja fyrir næstu önn. Nú hefur haremfresturinn til þess að ganga frá valinu fyrir haustönn verið lengdur fram til 25. apríl. Best er að ganga frá þessum málum sem allra fyrst, því frestur er á öllu verstur. Ef einhverjir eru í vafa um það hvernig eða hvað þeir ætla að velja, er ráðið besta að snúa sér til umsjónarkennara sem leysir þá úr spurningum

Og enn - ekki gleyma að mæta í næstu viku. Páskafríið hefst ekki fyrr en á skírdag.

 

Ráðstafanir að loknu verkfalli - 8.4.2014

Eftirtaldar ráðstafanir bæta sex kennsludögum við skólaalmanak vorannar.
Kennt verður eftirtalda daga:

  • 14.-16. apríl (mánudagur til miðvikudagur)
  • 22. apríl (þriðjudagur)
  • 5.-6. maí (þessir tveir dagar kenndir samkvæmt stundatöflu fimmtudags og föstudags)

Síðasti kennsludagur vorannar er 6. maí og nemendur fá 7. maí sem upplestrardag fyrir lokapróf.
Lokapróf í dagskóla standa yfir frá 8. til 20. maí (10 prófdagar, þar af einn laugardagur, 10. maí). Smelltu hér til að skoða endurskoðaða próftöflu.

Próf í fjarnámi hefjast 6. maí og lýkur 19. maí (sjá uppfærða próftöflu á heimasíðu fjarnáms).
Dagsetning útskriftar er óbreytt, þ.e. föstudagurinn 23. maí.

Þess ber að geta að uppbótarkennsla á ekki við þær námsbrautir/áfanga sem fengu kennslu í verkfalli.

Lesa meira
 

Kennsla hefst mánudaginn 7. apríl - 4.4.2014

verkf

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. apríl. Þriðjudaginn 8. apríl kl. 12:20 verður fundur með skólameistara inn á sal skólans þar sem farið verður yfir skipulag kennslu og ráðstafanir sem koma til framkvæmda í kjölfar verkfalls framhaldsskólakennara

Lesa meira
 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica