Nýjar fréttir

Hvað er þetta hvíta? - 24.11.2014

Veturinn hefur verið mildur - snjóléttur og hlýindi aldrei sem fyrr. En samt er ekki laust við að sjá megi snjókorn við inngang FÁ - tygg2tyggskondið - uns betur er að gáð og snjókornin reynast vera tyggjóklessur. Hvernig í ósköpunum hafa allar þessar tyggjóklessur komist þarna á varinhelluna? Nú mætti ætla að ruslastamparnir við dyrnar eigi sökina, getur verið að tyggjóið sé svo fjaðurmagnað að það stökkvi upp úr stömpunum þegar búið er að skyrpa því ofan í þá? Því varla trúum vér að nokkrir séu svo lítilmótlegir að þeir skyrpi tyggigúmmíinu sínu á skólahlaðið þegar minnsta mál er að setja það í ruslatunnuna?

 

Ekki missa af þessu! - 19.11.2014

Í dag, miðvikudaginn 19. nóv. kl 12:20 – 13:05 flytur kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir fyrirlestur í FÁ. Dögg er stofnandi döggog framkvæmdastýra alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Waves Film Festival auk þess sem hún er formaður félagsins WIFT/ Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún mun segja frá starfi sínu auk þess sem hún fjallar um kynjaímyndir í kvikmyndum og sjónvarpi.

Fyrirlesturinn verður haldin í fyrirlestrasal skólans og er opinn öllum. Allir hjartanlega velkomnir miðvikudaginn 24. nóvember kl 12:20.

 

 

Rís þú FÁ græna merki! - 17.11.2014

FÁ hlýtur grænfánann í fimmta skipti. Skólanum hlotnast þessi heiður fyrir gott starf í umhverfismálum og fyrir að vera til grænffyrirmyndar í umhverfisfræðslu. Það er því eins gott að allir í skólanum standi undir því að vera grænfánungar. Það má til dæmis gera með því að flokka ætíð í rétta tunnu, ganga vel um skólann og lóðina, skilja ekki eftir sig nein fótspor hvar sem gengið er.

Í dag heimsækja skólann sex gestir frá útlöndum í sambandi við Evrópusamstarfsverkefnið "Sustainable Outdoor Activities" sem útleggja mætti sem "Sjálfbær útivist." Gestirnir eru frá Spáni, Slóveníu, Lettlandi,Ungverjalandi og Þýskalandi. Þeir verða í skólanum meira og minna allan daginn í dag og tvo næstu daga. Endilega gefið ykkur á tal við þá ef þið rekist á gestina okkar á göngunum - ágætis umræðuefni myndi vera umhverfismál, þ.m.t. veðrið.sustain

 

Þrjár kennsluvikur eftir af önninni - 14.11.2014

Það er blessuð blíðan og framundan er vonandi farsæl helgi, en gera menn sér grein fyrir því hvað stutt er til prófa og uppgjörsfavarpskolinn haustannar? Nú er um að spýta í lófana og nota vel þá daga sem eftir eru af kennslutímanum. Gleðilega lestrarhelgi! 

 

Útvarp FÁ - FM97.2 - FÁvarpið brýtur upp FÁsinnið - 11.11.2014

Myndbandið gerði út af við útvarpsstjörnurnar á sínum tíma en nú hefur dæminu verið snúið við. Myndböndin eru öll slitin og FÁVARPIÐgleymd en útvarpið blífur. Þetta veit FÁ sem nú ætlar að líkna sér yfir útvarpsþyrsta nemendur og starfslið skólans og hefja útvarpsrekstur dagana 13. - 19. nóvember. Það verður gaman á að hlýða en samt verður að gæta þess að hafa eyrun ekki of klesst við viðtækin, svo ekki brenni hlustirnar.

Útvarpsstjórar verða þeir Alexander Örn Birgisson & Daníel Kári Árnason.

Útvarpið fer í loftið 13. nóvember og glymur fram til 19. nóvember.

Nýjasta nýtt! Hér er hægt að hlusta á FÁvarpið

Og hér má sjá Facebook-síðuna: facebooksíða

Endilega hafið samband við FÁvarpið og komið með óskalögin í síma:

776 9989776 0080  

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica