Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Tilkynningar - 14.3.2017 Tilkynningar

Próftöflur
Próftafla dagskólans er hér
Próftafla fjarnáms er hér

Umsókn um skólavist á haustönn 2017
Búið er að opna fyrir umsóknir um skólavist á haustönn 2017.   Hægt er að sækja um til 31. maí nk.   Sótt er um rafrænt á  Menntagátt

Kennslumat
Kennslumati dagskólans er lokið þar sem nemendum gafst tækifæri til að meta nám, áfanga og kennslu.  Niðurstöður mats eru aðgengilegar á heimasíðu skólans:   http://www.fa.is/skolinn/utgefid-efni/skyrslur-stefnur-og-aaetlanir/sjalfsmat/kennslumat-dagskolans

ÍÞRÓ1FJ01 - Fjallganga
Fjallganga verður laugardaginn 29. apríl fyrir nemendur í áfanganum ÍÞRÓ1FJ01.  Skráning í gönguna og nánari upplýsingar eru á skrifstofu skólans.  

Lesa meira

Dimission - 28.4.2017 Fréttir

Í dag, föstudaginn 28, apríl verður fjör í skólanum. Stúdentsefni skólans ætla að raska rónni og gera sér glaðan dag með hopp og híi. Herlegheitin hefjast inni í sal í löngu frímínútunum. Samkvæmt hefðinni munu útskriftarefnin kveðja kennara og starfsfólk inni á sal í löngu frímínútunum og því engin kennsla í þriðja tíma. Vonandi ekki margir sem sýta það að missa af einni kennslustund þótt auðvitað veiti ekki af að sækja tíma núna þegar aðeins ein vika er eftir af kennslu og svo taka prófin við. En í dag skulum við gleðjast með dimittentum og óska þeim alls hins besta. Sjá myndir á Facebook skólans.

9- 5 klukkan hálf níu - 25.4.2017 Fréttir

Í kvöld (26.apríl) og annað kvöld munu nemendur úr Söngskóla Sigurðar Dementz sýna söngleikinn 9 -5 í FÁ klukkan níu. Það er ekki að ósekju að Þór Breiðfjörð, stúdent frá FÁ á sinni tíð, skuli setja upp söngleikinn 9 -5 á sal FÁ því að nýlega hófst samstarf milli Söngskólans og FÁ sem felur í sér að nemendur geta tekið valeiningar í söngskólanum sem eru metnar inn á stúdentsbrautir...(meira)

Lesa meira

Kosningar til nemendaráðs FÁ - 25.4.2017 Fréttir

Það verða kosningar til nemendaráðs á fimmtudaginn frá klukkan 11 til 14 á Steypunni. Allir sem eru í nemendafélaginu hafa kosningarétt. Ekki láta hjá líða að neyta kosningaréttarins; lýðræði byggist á því að lýðurinn taki þátt og ráði úrslitum. Hvert atkvæði skiptir því máli. Kosið verður til eftirfarandi embætta: formanns, varaformanns, gjaldkera og formanns skemmtinefndar. Hér má sjá framboðslistann...

Lesa meira

Gíganördar FÁ sameinist! - 23.4.2017 Fréttir

Þrír eitilharðir gíganördar í FÁ ætla að stofna tölvuleikjaklúbb í skólanum og vilja að allir nördar og ekki-nördar safnist um þetta ágæta mál sem tölvuleikir eru. Nafn klúbbsins er GígaNörd og hægt er að skrá sig í klúbbinn með því að senda nafn sitt á netfangið giganord@fa.is.

Til stendur að halda gíga FIFA-mót í vikunni og verða vegleg verðlaun í boði, líklega gullskór. Nú er bara að reima á sig sýndarveruleikaskóna og skella á sig legghlífunum!

Gleðilegt sumar - 20.4.2017 Fréttir

Í dag er sumardagurinn fyrsti og ekki vorlegt um að litast, eins og segir í vísu Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli (1907-2002): 
 Víða grátt er veðurfar.
  Varla dátt er gaman.
  Höfuðáttir heyja þar
  hríðarsláttinn saman.

En veðrið getur ekki annað en batnað með hækkandi sól og brátt er komið sumar. Þá mun sólin skína á skalla, eða eins og Guðmundur kvað:

 Sólin spyr það aldrei um
  á hvað geisla sendir.
  Gefðu safn af góðverkum.
  Gættu ei að hvar lendir.

FÁ óskar öllum farsældar og blíðu á nýju sumri.

Fréttasafn