Nýjar fréttir

Allir að bretta upp ermarnar - 7.10.2015

Blóðbankabíllinn verður við FÁ á morgun fimmtudaginn 08. október frá kl. 09:30-14:00.blóð

Nú er að bretta upp ermarnar og gefa blóð. Enginn má víkjast undan því nema að hafa þeim mun betri afsökun. Að leggja inn í blóðbankann getur bjargað mannslífi og ekki er vitað um neinn annan banka sem greiðir svo háa vexti. Sælla er að gefa en þiggja og þú átt bara það sem þú gefur.

 

Vér göngum svo létt í lundu - og kalt á tánum - 5.10.2015

Þau eru mörg hreystimennin í FÁ sem hlæja við þreytu og kulda enda vita þau vel að heilbrigð sál þrífst best í hraustum líkama. glymurÞað var bjart yfir mannskapnum laugardaginn 3. október, sem lagði í langa göngu frá Hvalfjarðarbotni og upp með Botnsárgljúfri. Hópinn mynduðu 18 nemendur ásamt einum kennara og einnig fyrrum nemanda og göngugarpi sem aðstoðaði við fararstjórn. Það var sól og blíða og allir í miklu göngustuði. Þetta er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg leið sem liggur fyrst í gegnum birkiskóg, síðan í gegnum helli og niður að Botnsá þar sem fara þarf yfir beljandi fljótið á símastaur. Síðan er gengið upp austanverða hlíðina meðfram gilinu og alla leið upp fyrir fossinn. Leiðin er nokkuð brött enda er nánast gengið í hlíðum Hvalfells. Glymur er 196 m hár og er hæsti ferskvatnsfoss landsins. Allir voru tilbúnir til að vaða yfir Botnsá til að geta gengið niður með fram gljúfrinu vestanmegin. Margir kveinkuðu sér yfir kuldanum sem beit í tærnar en engum varð meint af. Næsta ganga hópsins verður 17. október.

Nokkrar myndir hér

 

Kennaranemar á fartinni - 29.9.2015

Það er sagt að endurnýjun í stétt framhaldsskólakennara sé hæg og meðalaldurinn orðinn ansi hár. Það er því frískandi að rekast á unga og hressa kennaranema á kennarastofunni eða inni í kennslustofunum og fá fullvissu fyrir því að framtíðin virðist í góðum höndum. Þriðjudagar eru dagar kennaranema og þeir verða hér í allan vetur, líka eftir áramót. Hér má sjá nokkra þeirra á fundi með Steini Jóhannssyni skólameistara.
Frá vinstri: Fanney, Sandra, Sveinbjörg, Steinn skólameistari, Kristen enskukennari og verkefnisstjóri, Helgi, Aðalheiður, Kristján og Tinna.kennar

Að auki eru líka tveir nemar frá HA (sem eru ekki í þessum hóp) einn í sálfræði og einn í námsráðgjöf.

 

Leiðinleg áminning en nauðsynleg - 28.9.2015

Nokkuð hefur borið á tókbaksnotkun nemenda á misserinu og hefur þurft að áminna nokkra nemendur fyrir brot á skólareglum vegna reykinga. Einnig má benda á að rafsígarettur eru stranglega bannaðar í húsakynnum skólans sem og á lóð hans. Nokkuð er um að nemendur séu að reykja fyrir utan anddyri í S-álmu eða í hjólaskýli eða eru komnir með sígarettu í munninn áður en þeir eru komnir út úr skólanum. Nemendur eru vinsamlega beðnir um að virða skólareglur og vera til fyrirmyndar jafnt innan sem utan skólans.

Þessir fjórir bræður á myndinni kúrðu í hjólaskýlinu einn daginn. Þar eiga þeir alls ekki heima. Munið eftir ruslafötunum.fags

 

Hjólum í skólann lokið - FÁ vann keppnina! - 24.9.2015

Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla/vinnu er nú lokið. Hjólum í skólann var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september. Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014. Þátttakendur voru alls 481, hjólaðir voru 55.311 km eða 41,31 hringir í kringum Ísland. Ferðamáti þátttakenda skiptist svona: strætó/hjólað 61,3%, hjólað 20,8%, strætó/gengið 8,9%, ganga 7,0%, hlaup 1,9%, annað 0,1% og línuskautar 0%.
 Markmið verkefnisins var að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.

   Skóli og þátttökudagar: 
  1. sæti  Fjölbrautaskólinn við Ármúla   0,385
  2. sæti  Verkmenntaskólinn á Akureyri  0,367
   3. sæti  Fjölbrautaskóli Suðurlands  0,117Hin fræknu


Þakka ber öllum sem tóku þátt, starfsmönnum og nemendum, gangandi, hjólandi og þeim sem notuðu almenningssamgöngur. Þótt ekki sé það íþróttamannslegt að fagna sigri með látum, heldur hneigja sig hæglátlega og mesta lagi láta lítið bros flökta um varir og þakka andstæðingnum góða keppni, verður samt ekki hjá því komist að við í FÁ megum vera stolt á okkar kyrrláta hátt: Við vorum efstir, ekki bara í okkar flokki, heldur fremstir af öllum þátttökuskólum.

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica