Nýjar fréttir

Sumarið er á næsta leiti - 3.3.2015

Sumum kann að finnast þetta hótfyndni en hugsið um það. Eftir nítján daga eru komin vorjafndægur - og þá er vorið eiginlega namskomið - og stutt í sumarið. Það er því orðið tímabært að huga að því hvernig best er að verja sumrinu við (leik og) störf. Á morgun í hádegishléinu er því tilvalið að sækja örlítið örnámskeið um hvernig best er að leita að sumarstarfi. Námskeiðið verður haldið í stofu N101

 

Fjöður í hattinn eða skjöldur á vegginn - 27.2.2015

Í dag voru kynnt úrslit í framhaldsskólakeppninni Lífshlaupsins 2015 og hlaut FÁ önnur verðlaun í flokki skóla með fleiri en þúsundlífs3 nemendur. Það er gott og blessað en samt ekki nógu gott. Ekkert nema fyrsta sæti er viðunandi! Þess vegna skal stefnan sett á efsta sætið næst! Það var Borgarholtsskóli sem náði fyrsta sætinu.

Karen Kristine Sævarsdóttir tók á móti viðurkenningunni fyrir annað sætið.

 

Árdagar - fimmtudag og föstudag - 25.2.2015

Það hefur varla farið framhjá neinum í skólanum að hinir árlegu Árdagar verða haldnir á morgun fimmtudag og á föstudaginn. Þaðardagar þýðir að hefðbundið skólastarf verður molað niður en í staðinn brugðið á leik og fræðslu af ýmsu skemmtilegu og hollu tagi. Það skal áréttað að KENNSLA verður eins og á venjulegum degi fyrstu tvo tímana en eftir kennsluna verður hopp og hí fram eftir degi og ýmislegt í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Um að gera að næla sér í dagskrána sem liggur frammi í skólanum og kynna sér reglurnar sem gilda þessa daga. Munið að safna mætingarmiðum og skila þeim svo til umsjónarkennara í seinasta lagi þriðja mars.

Góða skemmtun.

Myndir: hér og hér, líka hér

 

Rakel komst í úrslit ræðukeppni The English Speaking Union - 23.2.2015

Það er ekki öllum gefið að standa upp og halda ræðu, hvað þá ef hópur fyrirmenna hlustar og dæmir ræðuna manns eins og til rakeldæmis sendiherrar Bretlands og Kanada. En hún Rakel Kimia Rúnarsdóttir, nemandi við skólann lét engan bilbug á sér finna þegar hún tók þátt í ræðukeppni The English Speaking Union sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn var. Hún talaði svo vel að hún komst í úrslitin og litlu munaði að hún ynni keppnina. Rakel stóð sig að minnsta kosti vel, hún er góður ræðumaður og með stáltaugar. Eins og Rakel segir: "Það verður að sigrast á hræðslunni."

Á myndinni eru Rakel ásamt Jennifer enskukennara sem aðstoðaði við undirbúning keppninnar.

 

Birta Birgisdóttir sigurvegari í Söngkeppninni - til hamingju! - 20.2.2015

Það var glæsibragur yfir söngkeppninni í ár. Og kannski ekki við öðru að búast því söngkeppnin hefur alltaf verið frábær birtaskemmtun og nemendum skólans til sóma. Það var engin vöntun á hæfileikaríku fólki í kvöld - alls tróðu fjórtán söngvarar upp á svið og stóðu sig allir með prýði þótt viðurkenna verði að Birta Birgisdóttir, sem heillaði salinn með laginu Crazy in Love hafi verðskuldað fyrsta sætið í kvöld. Það er víst að Birta á eftir að lýsa upp tónlistarlíf landsmanna í framtíðinni. Til hamingju FÁ að eiga svona góða söngkonu í þínum röðum.

Í öðru sæti varð Einar Páll og í því þriðja Sólrún Silja.

Það ber að þakka öllum sem stóðu að þessari glæsilegu sýningu og þótt söngvararnir hafi átt kvöldið, hefði það aldrei orðið að veruleika nema fyrir áhuga og atorku fjölmargra nemenda sem stóðu að söngkeppninni. Kærar þakkir fyrir gott kvöld. Hér má sjá nokkrar myndir

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica