Nýjar fréttir

Nemendafundur á sal kl.11.45 í dag, 31. ágúst - 30.8.2015

Í dag, korter fyrir tólf verður haldinn mikilvægur fundur sem allir nemendur FÁ verða að mæta á. Efni fundarins er skipulag nýrra almennuralmennur1námsbrauta og ekki laust við að margir séu áttavilltir í þeim efnum. Á fundinum verða nemendur upplýstir um hinar nýju námsbrautir við FÁ og skipulagið útskýrt fyrir þeim.

 

Fjarnám við FÁ - innritun stendur yfir til 6. sept - 29.8.2015

Eins og áður eru ýmisleg námskeið í boði í Fjarnám Fjölbrautaskólans við Ármúla. Fjarnám hentar þeim sem ef til vill eiga erfitt fjarnam15með að stunda nám á hefðbundnum skólatíma. Nú stendur yfir innritun í fjarnámið og er hægt að skrá sig fram til sjötta september. Kynnið ykkur kostina á heimasíðu skólans undir flipanum "Fjarnám". Margir spennandi kostir í boði

 

Nýnemadagur á morgun, 28. ágúst - 26.8.2015

Á morgun, föstudaginn 28. ágúst verður engin kennsla í skólanum eftir klukkan tíu. Tilefnið er útivistardagur nýnema en þá mun hundurútivistardagurnemendafélag skólans bjóða upp á skemmtidagskrá til heiðurs nýnemum með þátttöku eldri og yngri nemenda. Ekki er að efa að það verður gleðidagur fyrir alla og hver veit nema í boði verði hin sívinsæla og alíslenska pizza. Sem betur fer eru hinar svokölluðu busavígslur orðnar jafn úreltar og fastlínusíminn, og í staðinn fyrir læti og leiðindi verður hopp og hí og gaman gaman. Nýnemar, verið velkomnir í FÁ! (hér er hlekkur í nokkrar myndir)


 

Foreldrafundur 26. ágúst kl. 17:30 - 25.8.2015

Við upphaf skólaárs er foreldrum/forráðamönnum boðið á almennan kynningarfund miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17.30. Á fundinum mun skólameistari fara yfir skólastarfið, aðstoðarskólameistari kynnir mætingakerfið, náms- og starfsráðgjöf fer yfir þjónustu skólans og félagsmálafulltrúi mun gera grein fyrir helstu atburðum í félagslífi nemenda. Náms- og starfsráðgjafar, félagsmálafulltrúi, umsjónarkennarar og stjórnendur verða til viðtals eftir fund. Fundarlok verða ekki síðar en kl. 18.30.

Lesa meira
 

Græn helgi - sjálfboðavinna við náttúruvernd. Kynning í hádegi - 25.8.2015

green_weekendSíðastliðin tvö ár hefur FÁ tekið þátt í Grænni helgi. Þetta er alþjóðlegur viðburður þar sem sjálfboðaliðar í náttúruvernd koma saman og láta gott af sér leiða undir yfirskriftinni The Big Green Weekend. René Biasone, umsjónarmaður sjálfboðaliða í náttúruvernd hjá Umhverfisstofnun, verður með kynningu og svarar fyrirspurnum í fyrirlestrarsal skólans í dag, þriðjudag. Hér má sjá umfjöllun um Græna helgi haustið 2013.

Lesa meira
 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica