Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Tilkynningar - 17.10.2017 Tilkynningar

Námsmatsdagur og haustrí
Föstudagurinn 20. október er námsmatsdagur.   Haustfrí verður mánudaginn 23. október.

Val fyrir vorönn 2018
Búið er að opna fyrir val í Innu.   Nemendur þurfa að ganga frá vali áfanga fyrir vorönn 2018 fyrir 10. nóvember.

Lesa meira

Kosningafundur nr. 2 - 11.10.2017 Fréttir

Í dag var seinni kosningafundur með fulltrúum stjórnmálaflokkanna og nú mættu menn frá Framsókn, Viðreisn, Vinstri grænum, Pírötum og Viðreisn. Fundurinn fór hið allrabesta fram og vonandi hafa fundargestir nú skýra hugmynd um hvaða flokk þeir ætla að veita atkvæði sitt í SKUGGAKOSNINGUNUM á morgun, 12. október. ALLIR sem fæddir eru 1995 eða seinna hafa atkvæðisrétt. Nýtið atkvæðið!

Kosningafundur nr. 1 - 10.10.2017 Fréttir

Í dag var fyrri kosningafundur með fulltrúum flokkanna. Hingað mættu fulltrúar frá  Alþýðufylkingunni, Bjartri framtíð, Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Salurinn var þéttsetinn áhugasömum nemendum sem spurðu fulltrúana út í stefnumál framboðanna og var fundurinn hinn ágætasti, var málefnalegur og þátttakendur kurteisir. Á morgun mæta fulltrúar Framsóknar, Vinstri-grænna, Pírata, Flokks fólksins og Þjóðfylkingarinnar. Sjá nokkrar myndir á Facebook.

Skuggakosningar 12. október - 9.10.2017 Fréttir

Í skugga yfirvofandi kosninga til alþingis ætlar FÁ að efna til skuggakosninga fimmtudaginn 12. október. Þá gefst öllum nemendum sem fæddir eru 1995 eða seinna tækifæri til þess að kjósa sinn flokk. Það verður spennandi að sjá hvort úrslit skuggakosninganna verða í samræmi við úrslit kosninganna sem fara fram þann 28. október. Í tilefni skuggakosninganna er gert ráð fyrir að fulltrúar flokkanna sem eru í framboði, komi í skólann til að kynna sín mál, þriðjudaginn 10. og miðvikudaginn 11. klukkan hálf tólf. Nemendur eiga auðvitað að mæta á fundina.

Góð tíðindi fyrir FÁ - 6.10.2017 Fréttir

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur orðið við áskorun skólanefndar og starfsfólks Fjöl-brautaskólans við Ármúla þar sem óskað var eindregið eftir því að ráðningu nýs skólameistara yrði frestað til loka skólaárs.  Tímabundin setning Ólafs H. Sigurjónssonar í starf skóla-meistara FÁ hefur verið framlengd til 31. júlí 2018. Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að hætta við ráðningu í embætti skólameistara Fjölbrautskólans við Ármúla að svo stöddu.

Sjáumst í myrkrinu... - 4.10.2017 Fréttir

Í hádeginu í dag, 4. okt., tóku nokkrir nemendur FÁ við endurskinsmerkjum úr höndum fulltrúa ADHD-samtakanna. Samtökin hafa um nokkurra ára skeið gefið út og selt endurskinsmerki til styrktar starfsemi sinni. Merkin eru með teikningum eftir Hugleik Dagsson og ný mynd á hverju ári. Formleg afhending nýs merkis markar upphaf Alþjóðlegs ADHD vitundarmánaðar í október og er fyrsta merkið / fyrstu merkin afhent einhverjum sem tengist þema mánaðarins hverju sinni. Í ár er athyglinni beint að ADHD og ungu fólki. Formleg sala hefst um næstu helgi og verður merkið selt um allt land.

Fréttasafn