Nýjar fréttir

Ísland fullvalda ríki 1918 - 2016 - 30.11.2016

Áður fyrr á árunum var fullveldisins minnst með því að gefa frí í skólum. Því er ekki lengur að heilsa. Nei, í dag, fyrsta desember skjaldmþegar Ísland fagnar 98 ára fullveldi er kennt eins og vanalega nema hvað þetta er seinasti kennsludagur annarinnar! Hvert hafa dagar annarinnar flogið? Vonandi hafa dagarnir síðan í ágúst safnast saman í þekkingarsjóðinn sem hægt er að grípa til í framtíðinni. Nám er eins og nestispoki og best að hafa hann troðinn. Og þótt svengdin kalli ekki strax á því langa og harða ferðalagi sem líf til þroska er, kemur sá dagur að gott er að grípa í malinn og draga upp þekkingarmolana sem þar eru geymdir og seðja hungrið.

Til hamingju FÁ - á morgun er námsmatsdagur og engin kennsla og prófahrinan hefst mánudaginn 5. desember og slotar ekki fyrr en tíu dögum seinna. Þann 16. er prófasýningin sívinsæla og stendur frá klukkan ellefu til tvö. Brautskráning fer fram 20. desember. En hvenær koma kæru mínir, kakan okkar og jólin?


 

Dimission - 25.11.2016

Dimission - það þýðir að önnin er að gefa upp öndina, aðeins örfáir dagar eftir og svo koma prófin.dim16dim2dim3
Í dag þakkaði LOK-hópurinn fyrir sig og við óskum þeim alls velfarnaðar í prófunum og vonandi ná þau öll í heila höfn. Hvað svo tekur við er jafn mismargt og dimitterar eru margir, sem voru þó í færra lagi en oft áður og dimission heldur lágstemmdari og rólegri en oft áður. En þetta var prúður hópur sem heillaði viðstadda með háttsemi sinni og lífsjöri. Vale...FÁ þakkar góða viðkynningu sem vonandi varar samt ævilangt.

Hér má sjá fáeinar myndir frá fjörinu í morgun

 

Allir að leggja inn... - 22.11.2016

Blóðbankabíllinn verður við skólann miðvikudaginn 23. nóv. frá kl. 09:30-14:00. Það er gott að eiga inneign í bankanum því aldrei blóðbíller að vita hvenær þörf er á úttekt en vonandi samt aldrei.

Að dreyma blóð:
Að sjá blóð er fyrir mótlæti eða veikindum. Ef blæðir úr dreymandanum fer merking eftir lit blóðsins. Dökkt og óhreint blóð er fyrir þjáningum og erfiðleikum, en sé blóðið hreint og fallega rautt getur merkingin verið að þú eignist fasteign. Og sjáir þú annan með blóðnasir getur það verið fyrir veikindum hans eða láti náins ættingja hans, sértu sjálfur með blóðnasir er heilsa þín viðkvæm og þú skalt fara vel með þig. Blóð getur merkt lát eða erfið veikindi.

 

Heimsókn forseta Íslands - 21.11.2016

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson kom í heimsókn í FÁ í dag. Skólameistari og aðstoðarskólameistari tóku á móti honum og gengu með honum um skólann og sýndu honum hið fjölbreytta starf sem fram fer í skólanum. Sem að vonum lætur var forsetinn hrifinn af skólanum og því góða fólki sem þar er að finna, nemendum og starfsfólki og spurði margs og mikils. Eftir "stofugang" var haldið niður í sal þar sem Emmsjé Gauti flutti tvö lög í tilefni dagsins en tilefnið var ærið fyrir utan heimsókn forseta, fagnað var 35 ára afmæli skólans og síðan en ekki síst var tekið við Grænfánanum frá Landvernd, og það í sjötta sinn, og ekki að ósekju að FÁ má vera stoltur af umhverfisstefnu sinni og hugsjóninni um sjálfbæra veröld. En kannski var ræða forseta eftirminnilegust en í ræðu sinni hvatti hann nemendur til þess að öðlast sjálfstraust og finna kröftum sínum réttan farveg. FÁ mun lifa lengi á hvatningarorðum forseta.

Við þökkum góða heimsókn. Hér eru nokkrar myndir frá þessum eftirminnilega degi.forseti2forseti1forseti

 

Forsetinn heimsækir FÁ - 20.11.2016

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ætlar að sýna skólanum okkar þann sóma að koma í heimsókn til okkar á morgun, forsetimánudaginn 21. nóvember. Hann kemur til þess að fagna með okkur 35 ára afmæli skólans. Jafnframt erum við að gleðjast yfir því að við erum að fá Grænfánann afhentan í sjötta sinn.

Forsetinn kemur í skólann klukkan eitt og mun ganga í kennslustofur og heilsa upp á nemendur og kennara. Klukkan hálf tvö eiga allir að mæta ofan í sal þar sem Emmsjé Gauti fremur tónlist og stuttu eftir það verður afmæliskaka í boði og vonandi nær forsetinn að fá sér eina kökusneið áður en hann heldur úr húsi upp úr klukkan tvö. Kennsla verður svo samkvæmt stundarskrá þegar klukkan er fimmtán mínútur gengin í þrjú.

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica