Nýjar fréttir

Vel heppnað opið hús í FÁ - 25.3.2015

Miðvikudaginn 25. mars var opið hús í FÁ fyrir alla þá sem áhuga hafa á fjölbreyttri starfsemi skólans. Þar gátu menn kynnt sér kynningríkulegt námsframboð skólans og félagslífið. Ekki var verra að boðið var upp á ómóstæðilegar góðgerðir sem voru næstum því jafn fjölbreyttar og námsframboðið. Gestir og gangandi urðu margs vísari um FÁ og það góða starf sem þar er unnið. Hér má sjá nokkar myndir frá viðburðinum.

Vinningshafar í spurningaleik á opnu húsi eru:

Anna Björg

Halla Hauksdóttir

Hákon Tumi Lárusson

Kristbjörg Harpa Thomsen

Olga Möller

 Vinninga má nálgast í afgreiðslu skólans.

 

Opið hús í FÁ kl. 17-18.30 - miðvikudag 25. mars - 24.3.2015


Í dag, miðvikudag, er opið hús fyrir tilvonandi nemendur, foreldra/forráðamenn, núverandi nemendur og alla þá sem hafa kynn1kynn2kynn3áhuga á að kynna sér starfsemi skólans. Starfsfólk skólans mun kynna starfsemina og nemendur munu bjóða upp á skemmtiatriði. Jafnframt verður nýtt kynningarmyndband um skólann frumsýnt. Smellið hér til að skoða auglýsinguna um opið hús

 

Hæfileikakeppni starfsbrauta - 23.3.2015

Fimmtudaginn 19. mars var haldin hæfileikakeppni starfsbrauta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Nemendur  á  sérnámsbraut  FÁ stóðu sig afar vel og náðu þriðja sætinu með glans. Frábær árangur hjá flottum nemendum.

sn


 

Sól í sinni - sól í hjarta - - 20.3.2015

Það var lif og fjör og líka andagt í morgun þegar máninn renndi sér fyrir sólu.sólm
Einstæður og skemmtilegur viðburður og nemendur og kennarar flykktust út á hlað og góndu eins og naut á nývirki. Nemendur og kennarar lengi við það undu. Og svo voru líka vorjafndægur í dag - dagurinn hefur sigrað nóttina! Bjartari tíma framundan.

Þetta var svo skemmtileg stund að ákveðið hefur verið að endurtaka hana þann 12. ágúst 2026. Sjáumst þá.  Nokkrar myndir hérna.

 

FÁ og aðrir framhaldsskólar með kynningu í dag, 17.mars - frá klukkan 17. - 17.3.2015

Allir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu eru mættir í FÁ til að kynna námsúrvalið fyrir tilvonandi umsækjendum sem að vonum kynningeru aðallega 10. bekkingar sem streyma í stríðum straumum til að kynna sér úrval framhaldsskólanna. En vanda skal valið og eflaust eiga margir þessara tilkomandi framhaldsskólanema eftir að sjást á Steypunni hér í FÁ.

Þann 25. mars frá 17:00-18:30 verður svo opið hús í FÁ fyrir þá sem vilja kynna sér starfið í FÁ enn betur.

Nokkrar myndir hér

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica