Nýjar fréttir

Burt með lummuna (og slummuna)! - 14.9.2014

Nokkuð hefur borið á munntóbaksnotkun nemenda og er það ekki vel. Minnt skal á að öll notkun tóbaks (einnig rafsígarettur) er stranglega bönnuð innan skólans og á skólalóð. Skólayfirvöld munu taka hart á ítrekuðum brotum á skólareglum.slumma

tóbakshornSvona orti kraftaskáldið Hallgrímur Pétursson um tóbakið:

Tóbak nef neyðir,
náttúru eyðir,
upp augun breiðir,
út hrákann leiðir,
minnisafl meiðir,
máttleysi greiðir
og yfirlit eyðir.

Um forvarnir gegn þessum vágesti sjá hér: http://www.fa.is/thjonusta/forvarnir/

 

Nemendur - Eindagi áfangaúrsagnar er í dag, 12. sept! - 12.9.2014

Í dag, 12. september, eru seinustu forvöð að segja sig úr áföngum. Það kemur betur út fyrir nemendur að segja sig úr áfanga ef jogiþeir sjá fram á það að geta ekki lokið honum með prófi eða öðru námsmati. Ef nemandi skárir sig ekki úr áfanga, mætir ekki í kennslu í áfanganum og tekur engin próf, er skráð fall í námsferilskrána og það kemur sér ekki vel.

 

Þetta má ekki gleymast - 9.9.2014

Nemendur í FÁ!  Fyrsta miðvikudagsnámskeiðið er á morgun.

glosur

Glósið þetta hjá ykkur:

 

Hjólum í skólann - 10.-16. september - 7.9.2014

Kennarar, nemendur, starfsfólk FÁ - Við unnum síðast - nú ríður á að verja titilinn! Allir að hjóla! (eða ganga - taka strætó, koma á hjólabretti eða hlaupahjóli). Nú er komið að því að setjast á hjólafákinn sinn og stíga pedalana! Átakið Hjólum í skólann er að byrja á ný. Nú er um að gera að hvíla bílinn og þeysa til vinnu með frískandi blæinn í hárinu, fylla lungun af alíslensku lofti og upplifa umhverfið, finna haustlyktina og heyra umhverfishljóðin, öll skilningarvitin opin upp á gátt.

hjol3hjol2


Átakið hefst miðvikudaginn 10. september og lýkur að kveldi þriðjudagsins 16. september.
Notum tækifærið - Mjög einfalt er að skrá sig til þátttöku.


Tengill í heimasíðu átaksins Hjólum í skólann:
http://www.hjolumiskolann.is/

 

Skráning í Fjarnámið í fullum gangi - 5.9.2014

Vegna mikillar aðsóknar í fjarnámið hefur verið brugðið á það ráð að framlengja skráningarfrestinn fram til þriðjudagsins 9. september. Önnin hefst svo þann tíunda. fjarr

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica