Nýjar fréttir

Ekki gleyma hafragrautnum! - 24.10.2016

Sumir vilja meina að heilinn sé gerður úr sama efni og hafragrautur. Þaðan er komið að tala um grautarhausa og er af einhverjumgrautur ástæðum ekki lofsyrði. En hafragrautur bætir heilann svo er víst og því ættu nemendur FÁ ekki að láta þennan himneska graut fram hjá sér fara. Það er gott að vera grautarhaus í FÁ - spænið í ykkur grautinn á morgnana í boði skólans, þá eykst þol, árvekni og gáfur. Eins og kveðið er:

Hafragrautur er himnesk fæða
hollustan endist til sólarlags.
Það er sko aldeilis engin mæða
að eta hann snemma að morgni dags.

(Sigurður Sveinsson - 1944 -)

 

Fyrsti vetrardagur - gormánuður byrjar - 22.10.2016

Það er fyrsti vetrardagur í dag. Vetur. En samt er sumarhlýtt úti. Það er bara að bíða. Fyrr en varir fer að snjóa og áður en nokkur1 vetrar veit koma jólin. Seinustu tvo daga hafa verið námsmatsdagar í FÁ. Kyrrðardagar til þess að hugleiða að nú er önnin vel hálfnuð. Námsmatsdagana er gott að nota til þess að meta stöðu sína, laga það sem laga þarf, bæta það sem bæta má og einsetja sér síðan að klára önnina með krafti.

Námsmatsdögum lýkur á þriðjudaginn 25. október og þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá

E.S.Gormánuður ber nafn af því að sláturtíð hófst í þeim mánuði. Með gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra.

 

Sjálfstæðis óvinsælastur meðal nemenda FÁ - Píratar og Þjóðfylkingin þar næst - 19.10.2016

Samhliða Skuggakosningunum í FÁ þann 13. október voru haldnar sérkosningar, eða "rauðar kosningar." Nemendum gafst færi ákosning því að "kjósa burt" eitt framboðið á kjörseðlinum. Það fór þannig fram að kjósandi merkti við þann flokk sem hann kaus helst að byði ekki fram núna þann 29. október í alþingiskosninum.

Hér á töflunni má sjá niðurstöður úr kosningu nemenda um að kjósa burt. Eins og sjá má vildu flestir losna við Sjálfstæðisflokkinn en það er kannski undarlegra hvað margir vildu losna við Píratana - eiginlega jafnmargir og vildu sjá á bak Íslensku þjóðfylkingunni. En tölurnar tala sínu máli.

 

Dagur myndlistar - 18.10.2016

Í tilefni af degi myndlistar verður kynning á starfi myndlistarmannsins. Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketilsson kemur í FÁ og verður Guðjónmeð fyrirlestur miðvikudaginn 19. 10. kl. 13.05 – 13.55 í fyrirlestrasal skólans fyrir nemendur Nýsköpunar- og listabrautar og aðra áhugasama.
 
Guðjón Ketilsson (1956) stundaði nám við Myndlista – og handíðaskóla Íslands á árunum 1974 til 1978 og og lauk framhaldsnámi frá Nova Scotia College of Art and Design í Kanada 1980. Guðjón býr og starfar í Reykjavík. Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Verk Guðjóns eru að finna á í öllum helstu söfnum Íslands og ýmsum söfnum erlendis sem og í einkasöfnum. Hann hefur unnið að myndlist á mörgum alþjóðlegum vinnustofum og hefur verið valinn til að taka þátt í alþjóðlegum samkeppnum. Guðjón hlaut Menningarverðlaun DV árið 2000 og Verðlaun Listasafns Einars Jónssonar 2001.

Guðjón vinnur aðallega að gerð skúlptúra og teikninga. Í verkum sínum skoðar Guðjón stöðu mannsins með því að skoða mannslíkamann, hann veltir fyrir sér tímanum, minningum og sögunni, ekki einungis með því að einangra og gera tilraunir með hlutföll líkamans og yfirborð, heldur einnig með ýmsum framlengingum líkamans, svo sem verkfærum, skóm, fötum og hári.

Guðjón Ketilsson, frekari upplýsingar hér

 

Fjallganga í skugga kosninga - 14.10.2016

Kjörsókn í Skuggakosningunni í FÁ var alls 41,7%.meitill

Kjörsókn karla var 43,1% en kvenna 40,4%.
Kjörsókn í eldri hópnum var 39,5% en 46,0% í þeim yngri.

Ef kjörsókn kynja er skoðuð eftir aldurshópum þá kusu 39,9% karla en 39,2% kvenna í eldri hópnum.
Hjá þeim yngri kusu 50,0% karla en 42,6% kvenna.

Þetta er alls ekki nógu góð kjörsókn, allt undir hundrað prósent er ekki nógu gott þótt 90% sé viðundandi. Kosningar í lýðræðisríki eru alvörumál - en til þess að þær virki verða menn að taka þátt í þeim. Reyndar hefur frést að kjörsókn í skólum hafi verið frá 3% til 60%. Algengast 30-40%.
22 skólar voru með af 31 sem eru í landinu.

En svo er hægt að kjósa með fótunum! Fjallgöngu- og útivistarhópur FÁ gengur á fjallið Stóra-Meitil á morgun, laugardag. Gönguleiðin er 6,5 km. Haldið verður af stað í rútu frá FÁ kl. 9 og komið til baka klukkan 14.  Allir sem hafa tvo góða fætur til að ganga á eru velkomnir!
Á kortinu má sjá áætlaða gönguleið (svarta línan).


 

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica