Nýjar fréttir

Grænfánaafhendingin - THE MOVIE - 28.1.2015

Það fór varla fram hjá neinum hér í FÁ að skólinn fékk afhentan GRÆNFÁNANN fyrir nokkrum dögum. Sá atburður mun lengi í minnum hafður, að minnsta kosti þangað til FÁ fær grænfánann í sjötta skipti! Hér má sjá bíómyndina sem gerð hefur verið um þennan hátíðlega atburð. Það er Landvernd sem stendur að myndinni og þetta er mynd sem enginn unnandi góðra hluta ætti að láta fram hjá sér fara

 

Uglan hennar Minervu - fyrirboði Árdaganna? - 26.1.2015

Þessi eyrugla, sem sést óskýrt á myndinni hér til hliðar, sat á kvisti rétt við FÁ. Eins og allir vita er uglan tákn viskunnar enda uglakennd við hina grísku Aþenu eða Mínervu eins og Rómverjar nefndu gyðjuna.
Kannski þessi fáséði viskufugl sé að sveima í kringum FÁ til þess að hvetja nemendur og starfsfólk skólans líka, til þess að skrá sig í Árdaganefnd svo að allir geti látið ljós sitt skína á hinum bráðskemmtilegu og vísdómsþrungnu Árdögum? Nú er stefnt að því að halda Árdaga í lok febrúar. Skráning fer fram á skrifstofu skólans.

Uglan gæti líka verið að sverma fyrir öðrum viðburðum sem framundan eru hjá nemendafélagi skólans. LAN verður leikið helgina 30. jan til 1. febrúar. Einnig er í undirbúningi Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem verður haldin hér í FÁ þann 7. febrúar. Nemendur í HÁT201 hafa unnið að undirbúningi undir stjórn Þórs Elísar Pálssonar. Fjölmargar stuttmyndir hafa borist í keppnina og verður fróðlegt að sjá árangurinn.

Já, það er ekki amalegt að uglan hennar Mínveru, sem hefur sig til flugs þegar rökkva tekur, skuli heiðra skólann með nærveru sinni.


 

Grænfáninn dreginn að húni í fimmta sinn - 21.1.2015

Í dag fékk FÁ afhentan grænfánann í fimmta sinn og var hann dreginn að húni eftir að lauk góðri dagskrá á Sal þar sem m.a nýigröna flaggan umhverfisráðherrann, frú Sigrún Magnúsdóttir, vann sitt fyrsta embættisverk, sem var að afhenda fánann. Allt fór vel samkvæmt fyrirfram dagskrá og vel gekk að skrúfa sólgylltan nafnskjöldinn á steininn Múla. Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni sem í alla staði fór vel fram og var hátíðleg eins og tilefnið gaf til. Hér getur að líta nokkrar svipmyndir frá hátíðinni

 

Grænfánaafhending í dag, 21. janúar - hátíð er í bæ! - 20.1.2015

Nú er blásið til hátíðar! Í dag, miðvikudaginn 21. janúar fær okkar ástsæli skóli afhentan Grænfánann - og vonandi flaggverðskuldað. Þetta er ekki í fysta sinn sem FÁ fær grænfánann. Ó, sei, sei, jú, mikil ósköp, þetta er í fimmta sinn sem skólinn tekur við fánanum græna. Í tilefni afhendingarinnar verður hátíðardagská í Salnum og hefst hún klukkan 11:30 - Best að koma tímanlega til að tryggja sér gott sæti.

   Dagskráin er svona:

11:30 Bryndís Valsdóttir, umhverfisfulltrúi Fjölbrautaskólans við Ármúla, býður fólk velkomið
11:35 Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, segir nokkur orð   
11:45 Opnun rafrænnar verkefnakistu - Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra
11:55 Ómar Ragnarsson heldur umhverfishugvekju
12:05 Grænfánaafhending - Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisáðherra afhendir fánann
12:15 Reykjavíkurdætur - tónlistaratriði
12:30 Dagskrá lýkur með að hátíðargestir fara út (eða fara beint í veitingar/ávextina) þar sem nafnskjöldur verður settur á steininn Múla á skólalóð, gengið til vesturs í kringum skólann og að flaggstönginni hér fyrir norðan, þar sem fáninn verður dreginn að húni. Veitingar. Fulltrúi frá félaginu "Annað líf" sem er áhugafélag um líffæragjafir, verður á Steypunni og hvetur fólk til að taka afstöðu til líffæragjafa.

 

Bíó Paradís alla mánudaga kl. 14.15 - 18.1.2015

Sýningarnar fyrir framhaldskólanemendur sem voru alltaf á föstudögum, færast núna yfir á mánudaga en sýningartíminn er stalkóbreyttur, sýningar hefjast klukkan 14.15. Því miður er það kannski ekki alveg hentugasti tími fyrir nemendur í FÁ sem láta námið ganga fyrir öllu öðru. Eins og segir; fyrst að læra svo að leika sér. En það má færa góð rök fyrir því að kvikmynd eftir Tarkóvskí jafnist á við heila önn í siðfræði og heimspeki. Og nú skal sýna hina mögnuðu mynd hans STALKER, meistaraverk sem ært getur óstöðugan og stöðugan líka. Hvað sem öllu líður, það verður enginn samur maður eftir að hafa horft á bíó með Tarkóvskí.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebókarsíðu Framhaldskólasýninga Bíó Paradísar

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica