Nýjar fréttir

Popp og kók í dag í Bíó Paradís - 24.10.2014

 dag klukkan 14:15 í Bíó Paradís verður sýnd bíómyndin  Cléo de 5 à 7 (Cléo frá fimm til sjö) eftir Agnès Varda sem segir frá hoppníutíu mínútum í lífi söngkonunnar Cléo (Corinne Marchand) á meðan hún bíður eftir niðurstöðu úr krabbameinsrannsókn.

Cléo gengur um París til að dreifa huganum, fer til spákonu, hittir kærasta sinn og vini. Alsírstríðið (hér geta menn gúgglað allar staðreyndir) er í bakgrunni myndarinnar sem tákn um dauðann. Myndin er sýn konu sem stendur andspænis dauðanum á meðan hún virðir fyrir sér lífið í skugga hans, en Varda vildi gefa raunsæja mynd af þessum tveimur klukkustundum í lífi Cléo (raunar er um níutíu mínútur að ræða) og skipti myndinni í kafla sem eru tímasettir.
Kvikmyndir Agnès Varda eru sprottnar úr frönsku nýbylgjunni sem hófst á sjötta áratugnum og olli byltingu í kvikmyndagerð í Evrópu og víðar. Varda er fædd í Belgíu en hefur starfað við kvikmyndaleikstjórn í París frá því hún var í námi.

 

Hinn árlegi kynningardagur á Steypunni er í dag - 21.10.2014

Í dag, miðvikudaginn 22. okt., mætir fólk frá atvinnulífinu eða öðrum skólum til að kynna ýmist störf sín eða námsleiðir. munch

Kynningin stendur frá kl. 12.00 til 13.00

Kynningar dagsins:

• Keilir, flugakademía, íþróttaakademía, tæknifræðinám og háskólabrú
• Hótelstjórnunarnám, nám í Sviss í samstarfi við MK
• Snyrtiakademían, snyrtigreinar og fótaaðgerðafræði
• Nínukot, Au-pair, tungumálanám, sjálfboðastörf og vinna erlendis
• Landbúnaðarháskólinn, búnaðarnám og garðyrkjunám
• Lingó, Nám erlendis í hönnun, listum og tungumálum. Ráðgjöf vegna umsókna
• HR, Tækni- og verkfræðinámið kynnt.


Látið ekki gull úr greipum ganga, kíkið við á Steypunni og hvetjið endilega samnemendur til að nýta sér þetta tækifæri.

Hér eru nokkrar myndir frá kynningunni - það er gott að vera ungur í dag - tækifærin bíða í hrönnum

 

 

 

VIKA 43 - lífsstíll, sjálfsmynd og forvarnir í heimabyggð - 21.10.2014

Samkvæmt almanakinu er 43.vika ársins, þessi vika, helguð forvarnarverkefnum. Í vikunni er sjónum beint á ýmislegt varðandi fótsporfélagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd. Vakin er athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð). Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi.

Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, og er það ótvírætt grunnurinn að þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum. Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi.Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan. Það er vert að smella á www.vika43.is til að fræðast betur um þessa merku viku forvarna.

 

Haustfrí - engin kennsla- frá 17. okt. til og með 20. okt. - 16.10.2014

Þá er það gengið í garð, haustfríið sem í ágúst sýndist svo órafjarri. En hvern ávinning hefir nemandinn af haustfríinu? Tímann má haustfrinota til þess að lesa það sem ólesið er, sinna náminu og hnýta lausa enda. En auðvitað veit hver og einn hvernig best er að ráðstafa haustfríinu, kannski gera ekki neitt? Eða eins og Prédikarinn segir þá er öllu afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Til dæmis að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma jafnt og það að rífa niður hefir sinn tíma og að byggja hefir sinn tíma, að elska hefir sinn tíma og að hata hefir sinn tíma og svo mætti lengi telja.

Gleðilegt og gagnlegt haustfrí! Sjáumst þriðjudaginn 21. október

 

Umsjónartími í dag, 15. október, kl. 10:25 - 14.10.2014


Í þriðju kennslustund í dag, 15. október, er umsjónartími nemenda með umsjónarkennara sínum.
Á Steypunni er listi þar sem nemendur geta séð í hvaða stofu þeir eiga að mæta. Það er óþarfi að taka fram að það er umsjonoktskyldumæting í umsjónartímann!

 

Fara í fréttalista
Leita á vefnumStoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica