7.6. Aðgengi fatlaðra

Gangar skólans eru rúmir þar sem nokkur fjöldi nemenda á sérnámsbraut notar hjólastóla til að komast á milli. Lyftur eru staðsettar í miðálmu skólans. Sérstakar línur eru á gólfum fyrir blinda nemendur til að auðvelda þeim að komast um skólann. Í vesturálmu eru rafrænir dyraopnarar til að auðvelda fötluðum aðgengi. Í stofum sérnámsbrautar er lyftukerfi sem auðveldar vinnu með fatlaða nemendur.

Lyfta

(Síðast uppfært 6.2.2017)