Mat á fyrra námi

Þegar nemandi innritast á námsbraut í FÁ með námsferil úr öðrum framhaldsskóla sem starfar skv. aðalnámskrá framhaldsskóla, eru þeir áfangar sem hann hefur lokið með fullnægjandi árangri metnir á sama hæfniþrepi enda falli námið að námskrá og brautarlýsingu. 

Áfangar sem falla utan brautarinnar eru metnir sem valgreinar að því marki sem nemur valgreinakvóta viðkomandi brautar. 

Áfangastjóri skólans ber ábyrgð á mati úr öðrum skólum. Ef upp koma ágreiningsmál er varða mat á fyrra námi eru þau borin undir skólameistara og aðstoðarskólameistara.