Fréttir

Brautskráning í dag klukkan 13.00

Í dag, laugardaginn 27. maí, klukkan 13.00 er komið að brautskráningu nemenda frá FÁ. Það er alltaf hátíðleg stund þegar nemendur sem svo lengi hafa verið hluti af skólalífinu, kveðja skólann og halda hver í sína áttina til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Við skulum óska þeim velfarnaðar á lífsins vegi og vona að þeir verði sjálfum sér og þjóðfélaginu til sóma, alveg eins og þeir hafa verið skólanum til sóma þau ár sem þeir stöldruðu við í FÁ.

Dagskrá brautskráningarinnar má sjá með því að smella hér.

Lesa meira

Fyrirmyndarnemendur á vorönn 2017

Við vitum að hver einasti nemandi við FÁ er einstakur en svo eru það þeir sem eru einstakari en aðrir, eru til fyrirmyndar fyrir einstakan námsárangur. Og þeir eru ekki fáir sem kalla má fyrirmyndarnemendur og hafa greinilega lagt hjarta og hug í námið. Fyrirmyndarnemendur njóta vissra hlunninda eins og sjá má ef smellt er á þessa vefslóð.

Smelltu hér til að sjá nöfn nemenda í dagskóla og fjarnámi sem fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur.

Lesa meira

Námsstyrkur til ungra kvenna

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2017-2018. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.
Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu bandalagsins, www.bkr.is .
Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík,
Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir“ eða í tölvupósti á bandalagkvennarvk@gmail.com.
Umsóknarfrestur er til 19. júní.

Prófasýning í dag kl. 11-13

Prófasýning og frágangur á vali fyrir haustönn 2017 er í dag, 23. maí. kl. 11:00 – 13:00.
Endurtektarpróf eru kl. 9:00 og vonandi hrasar enginn þar.

Auk þess verður Costco opnað í dag. - Er þá getið helstu tíðinda.