Skólanefnd

"Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Hlutverk skólanefndar er að:

  • marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
  • vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
  • staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
  • veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
  • vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður,
  • vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
  • vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
  • veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara." (5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008)

Skólanefnd skipuð 1. nóvember 2021.

Aðalmenn án tilnefningar eru:
Margrét Sanders
Petra Bragadóttir
Pétur Pétursson

Aðalmenn samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar eru:
Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
Sigríður Ragna Sigurðardóttir

Varamenn án tilnefningar
Jóhanna Vilbergsdóttir
Magnús Sigurbjörnsson

Varamenn samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar
Edda Björnsdóttir
Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir

Aðstoðarskólameistari ritar fundargerðir.

Nefndin fundar að jafnaði einu sinni til tvisvar á önn.

(Síðast uppfært 19.10.2022)