Velkomin á vef Heilbrigðisskólans

Heilbrigðisskólinn er sérstök deild innan Fjölbrautaskólans við Ármúla. Skólinn lýtur stjórn skólameistara og skólanefndar og er rekinn í samræmi við lög um framhaldsskóla.

Hlutverk skólans er að bjóða upp á nám á heilbrigðisbrautum, efla heilbrigðistengt starfsnám, skipuleggja endurmenntunarnámskeið, undirbúa nemendur fyrir nám á háskólastigi og standa fyrir nýjungum á sviði heilbrigðismenntunar.

Á öllum starfsmenntabrautum Heilbrigðisskólans er umtalsvert vinnustaðanám sem metið er til námseininga skv. námskrám brautanna. Skipulag þess er mismunandi eftir brautum.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur gert samning við Landspítala háskólasjúkrahús um framkvæmd vinnustaðanáms. Kennslustjórar og verknámskennarar eru í beinum tengslum við fjölda leiðbeinenda og starfsmanna á Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem nemar fara í verknám.

Markmið náms í Heilbrigðisskólanum er ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins og það veitir fjölbreytt starfsréttindi innan og utan stofnana.

Myndbrot úr starfsþjálfun


(Síðast uppfært 1.2.2012)