Áfangi

Vertu öruggari í samskiptum

  • Áfangaheiti: ENSK2TAL05
  • Undanfari: ENSK1GR05

Markmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
-setningargerð og orðaforða sem nýtist í daglegu lífi, starfi og til undirbúnings fyrir frekara nám
-fjölbreytt orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær
-gagnlegar aðferðir til að rökræða ýmis mál.
Einnig skal nemandi hafa öðlast leikni í að:
-hlusta á mismunandi samtöl með ólíkum hreimum og skilja kjarna máls ásamt sérstökum upplýsingum
-taka þátt í mannlegum samskiptum og vinna með öðrum í að skipuleggja vinnuferli
-taka þátt í umræðum um fjölbreytt efni á gagnrýnan hátt
-breyta samskiptastíl og orðaforða í samræmi við samhengið.

Efnisatriði

Í áfanganum leggjum við áherslu á að þróa samskiptahæfni og orðaforða á ensku með því að tala og hlusta. Markmiðið er að auka sjálfstraust og málfimi nemenda í samtalsensku. Nemendur fá að bæta sig í hlustun, en helst verður unnið í hópum til að efla færni nemenda í munnlegum samskiptum.

Námsfyrirkomulag

Lögð verður áhersla á setningargerð og orðaforða til markvissrar notkunar í námi, vinnumarkaði og samfélaginu. Nemendur munu byrja á því að taka þátt í einföldum samtölum á ensku, sem munu hjálpa þeim í daglegu lífi. Efnið áfangans mun þróast með tíma, þar sem nemendur verða hvattir til að taka þátt í umræðum um fjölbreytt efni (bækur, myndir, fréttir og svo fr. o.s.frv.) og rökræða ýmis einföld mál með skýrri og áreiðanlegri rökhugsun.

Kennslugögn

Nóg er að eiga kennslubókina sem notuð er í öllum ensku áföngum í dagskóla: Life, Advanced (Coursebook) by Paul Dummett, John Hughes and Helen Stephensen.

Námsmat

Námsmat áfangans byggir á fjölbreyttri verkefnavinnu, munnlegum kynningum og málstofum, ásamt skapandi verkefnum. Regluleg mæting nauðsynleg.