Áfangi

LAND1AM05

  • Áfangaheiti: LAND1AM05

Markmið

Að nemendur þekki helstu einkenni íslenskrar náttúru, dýralífs og byggðar. Ennfremur að nemendur geti lesið á landakort, prentuð og rafræn, og nýtt sér þau sem leiðarvísi og til staðsetningar.

Efnisatriði

Tekinn er fyrir einn landshluti í einu og farið í máli og myndum yfir helstu jökla, fjöll, ár, vötn, hraun, skóga, hafsvæði og þéttbýlisstaði. Auk þess er fjallað um íslenskt atvinnulíf; landbúnað, sjávarútveg, opinbera þjónustu, iðnað og ekki síst ferðaþjónustu.

Námsfyrirkomulag

Farið er yfir efni bókarinnar á töflu og glærum í tíma, og sýnd stutt myndbönd um efnið. Kahoot, GPS-utanhúss verkefni, spil, myndaverkefni o.fl.

Kennslugögn

Ísland, hér búum við - Kennslubók og vinnubók. Myndbönd, greinar og annað efni af netinu.

Námsmat

Ástundun, krossapróf, tímaverkefni, kynningar og hópverkefni.