Áfangi

Hugmyndir skynjun túlkun

  • Áfangaheiti: MYNL3FM5
  • Undanfari: MYNL2LI5

Markmið

Markmið áfangans er að nemendur dýpki skilning sinn á eiginleikum og virkni lita og fái þjálfun í lestri myndmáls og vinnu með þá þekkingu í verki. Nemendur kynnast sálfræði ljóss og lita. Kenndar verða aðferðir í málun sem hægt er að vinna áfram í hugmyndum og iðju og kalla fram áhrif á tilfinningar , stemmningu. Nemendur fá kynningu á því hvernig unnið er með liti á ólíkum vettvangi sjónlista. Áfanganum lýkur með sjálfstæðu verkefni sem nemendur byrja snemma á og vinna með jafnframt öðrum verkefnum. Lögð er áhersla á að nemendur geri grein fyrir verkum sínum og taki virkan þátt í umræðum hópsins.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, heimsóknir, kynningar

Kennslugögn

Ýmsu kennslugögn eftir kennara