Áfangi

STÆ 313

  • Áfangaheiti: STÆR3TL05
  • Undanfari: STÆ 202

Markmið

Markmið áfangans er að efla færni nemenda í að vinna með talnagagnasöfn og nýta tölvur í úrvinnslu úr þeim. Að auka læsi nemenda á tölulegar upplýsingar.

Efnisatriði

Tíðnitöflur, myndræn framsetning efnis, miðsækni, mæling á dreifingu, normaldreifing, líkindareikningur og fylgni.

Námsfyrirkomulag

Námsefnið geta nemendur tileinkað sér á þeim hraða sem þeir kjósa en þrisvar sinnum á önn verða verkefni sett inn á vefinn sem nemendum gefst kostur á að leysa, senda kennara og fá leiðrétta, alls 3 æfingar. Þessar æfingar endurspegla áhersluatriði lokaprófs.

Kennslugögn

Stuðst er við kennslubókina Tölfræði með tölvum, eftir Ásrúnu Matthíasdóttur, Svein Sveinsson og Stefán Árnason, Mál og menning 2000 eða síðar. Lesnir verða kaflar 1- 8 að báðum meðtöldum. Að auki er notast við heimasíðu áfangans þar sem er að finna glærur, sýnidæmi og verkefni.

Námsmat

Verkefni 30% geta hækkað lokaeinkunn ef frammistaða er góð. Lokapróf 70% (lágmarkseinkunn 5,0)

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Staerdfraedi/stae313/stae313.htm