Áfangi

Heimildir og málnotkun

  • Áfangaheiti: ÍSLE2HM05
  • Undanfari: ÍSLE1GR05 eða íslenskueinkunn A eða B á grunnskólaprófi.

Markmið

Í áfanganum kynnast nemendur undirstöðuþáttum í meðferð heimilda og gerð heimildaritgerða og skrifa stutta heimildaritgerð. Þeir þjálfast í meðferð ritaðs- og talaðs máls, vinna með orðtök, málshætti, algengan og sértækan orðaforða og læra að forðast helstu málvillur. Nemendur kynnast ritun fundargerða og lesa íslenska skáldsögu (eða smásögur) og tjá sig um hana munnlega og/eða skriflega. Nemendur kynnast einnig helstu atriðum í góðri framsögn.

Kennslugögn

Upplýsingar um námsefni má finna á heimasíðu áfangans á Moodle.

Námsmat

Lokapróf 40%
Verkefni á önn 60%