Áfangi

ÍSL 202

Markmið

Við lok áfangans skulu nemendur:

kunna helstu setningarhluta og skil á aðal- og aukasetningum
geta notað setningafræði lítillega við stíllýsingu, einkum varðandi orðaröð
kunna málfræði sér til gagns við stafsetningu og skrifa rétt
kunna greinarmerkjasetningu
geta notað stafsetningarorðabók
geta skrifað um hugmyndaheim og þjóðfélagsmynd sem birtist í bókmenntum sem lesnar eru
Allir nemendur taka próf í stafsetningu á lokaprófi áfangans.

Námsfyrirkomulag

Verkefnaskil og próf

Vinnubókaverkefni: Hálfum mánuði fyrir próf á nemandi að láta kennara fá verkefnamöppu með verkefnum sem vinna hefur átt í tengslum við námið. Þessi verkefni eru talin upp í námsáætlun á heimasíðu áfangans.

Tvær vikur á önninni verða notaðar í ritunarvinnu.


Nemendur sem greindir hafa verið með lestrar- og skriftarörðugleika (dyslexiu) og aðrir nemendur með skynjunarörðugleika eiga rétt á:

lengri próftíma
að fá próf lesin inn á hljóðsnældur
að fá próf lesin fyrir sig
að fá próf með stærra letri
Aðstoð gæti einnig verið með öðrum hætti og færi þá eftir þörfum og óskum hvers og eins.

Kennslugögn

Uppspuni. Nýjar íslenskar smásögur. 2004. Rúnar Helgi Vignisson annaðist útg. Bjartur, Reykjavík. Nemendur lesa og gera verkefni úr sögunum.
Fjölrit í setningafræði. Kennari veitir nánari upplýsingar.
Kjörbækur á heimasíðu íslenskudeildar.
Stafsetning: Nemendur eiga að kunna stafsetningu og verður sérstakt stafsetningarpróf í lokaprófi áfangans.

Námsmat

Lokapróf í bókmenntum, setningafræði og greinamerkjasetningu 70%
Verkefni unnin á önn 30%

Tengd vefslóð

http://www4.fa.is/deildir/Islenska2/202/aaetlun/index.html