Áfangi

SÁL 193

  • Áfangaheiti: SÁLF1FB05

Markmið

Nemandi hafi almenna þekkingu og skilning á hugtökunum
• hamingja og velferð
• gildi og gildismat
• sjálfstraust, sjálfsmynd, styrkleikar og flæði
• skýringarháttur og hugsanagildrur
• streita og ofstreita
• eftirhermur, gagnkvæmni, samhygð, góðmennska og ósérplægni í samskiptum
• núvitund og hugleiðsla

Nemandi skal hafa öðlast leikni til þess að
• átta sig á hvaða styrkleika hann hefur og hvað þarf að gera til að vera fær um að rækta þá
• að setja sér markmið og átta sig á hvað þarf að gera til að ná markmiðum
• átta sig á hvernig sjálfsmynd og sjálfstraust hann hefur og hvaða áhrif það hefur á líf hans
• koma auga á skýringarhætti og hugsanagildrur sem geta hindrað velferð og geta beitt aðferðum til að breyta þeim
• beita samskiptaaðferðum sem bæta samskipti hans við aðra
• meta eigið streituástand og átta sig á hvað er að valda honum kvíða og/eða streitu
• beita aðferðum til að draga út streituþáttum og takast á við streitu og kvíða

Nemandi skal vera fær um að nýta þekkingu sína og leikni til þess að
• framkvæma það sem hann þarf að gera til að rækta styrkleika sína í námi, tómstundum eða einkalífi
• eiga jákvæð samskipti við fólk í kringum sig t.d. ná góðri samvinnu og trausti í skólanum og annars staðar
• ná tökum á streitu og/eða kvíða sem getur komið í upp í daglegu lífi og ná þannig innri ró og vellíðan á líðandi stund

 

Kennslugögn

Sjálfstjórn og heilsa. Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson, Iðnú 2012.

Námsmat

Dagbók þar sem nemendur ígrunda (hugsa um og skrifa) verkefni sem sett eru fyrir 20%
Verkefnamappa 40%
Mæting 20%
Sjálfskannanir 10%
Almenn þátttaka í kennslustundum t.d. í umræðum 10%