Áfangi

LJÓ 103

Markmið

·      Kunna að nota og skilgreina grundvallaþætti í ljósmyndatöku s.s. myndbyggingu, myndramma, og jafnvægi, nátturlegt ljos/studio ljós í ljósmyndatöku

·      Geta skilgreint mun á mismunandi tækni í mismunandi útfærslum.

·      Geta framkvæmt/útfært ljósmyndir og hafa vald á tækninni sjálfri, þ.e. lýsingartíma, lokahraða, skerpudýpt o.s.f.v.

Námsmat

Farið verður dýpra í viðfangsefnið með verkefnunum og hvert verkefni hefur sama gildi. Til að taka þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að hafa aðgang að stafrænni ljósmyndavél og tölvu. Hver nemandi fær syína möppu á nemendaskrá inná svæði skólans(sjá upplysingar hjá kennara) og geymir þar alla þær myndir sem hann tekur varðandi verkefni.  Þessi mappa og útprentuð myndverk verða lögð til grundvallar einkunn svo og mæting, virkni í timum og umræðum ásamt skilum á verkefnum eru lögð till grundvallar einkunnargjöf. Hver vika verður skipulögð með tilliti til viðfangsefnisins sem fjallað verður um í skólanum. Hver nemandi þarf að hafa möguleika á að færa ljósmyndirnar í sameiginlegt forrit þar sem aðgengilegt verður fyrir okkur að skoða verkefnin í tölvuherberginu. Verkefnin þarf að setja upp með skrifuðum texta við myndirnar með hugleiðingum og tæknilegum útskýringum.