Áfangi

Saga 2. áfangi

  • Áfangaheiti: SAGA2NS05
  • Undanfari: SAGA1MF05

Markmið

•
Þekkingarviðmið
Nemandi hafi almenna þekkingu og skilning á:
·         sögulegum bakgrunni atburða líðandi stundar.
·         margbreytilegu mannlífi bæði í tíma (fortíð og nútíð) og rúmi (á Íslandi og annars staðar).
·         styrjöldum, tildrögum þeirra og áhrifum.
·         sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á umhverfi sínu.
 
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
·         lesa sér til fróðleiks upplýsingar sem settar eru fram á margbreytilegan hátt.
·         túlka það efni sem hann viðar að sér í námi.
·         setja sjálfur fram upplýsingar, hvort sem er í töluðu eða rituðu máli eða með öðrum hætti.
·          vinna ýmist einn eða með öðrum að sameiginlegu markmiði.
 
Hæfniviðmið
Nemandi skal vera fær um að nýta þekkingu sína og leikni til þess að:
·         skilja fréttir og aðra umfjöllun um atburði líðandi stundar.
·         taka afstöðu til margvíslegra upplýsinga.
·         vinna úr margvíslegum upplýsingum á gagnrýninn hátt.
·         vinna sjálfstætt en einnig með öðrum að viðfangsefnum í öðru námi og starfi.
·         vera virkur þátttakandi í aðgerðum sem viðhalda lýðræðislegu og sjálfbæru samfélagi.

Efnisatriði

Bls. 12-67 og 86-96 (Byltingar- og stríðstímar, Frá Vínarfundi til þjóðfundar, Iðnbylting og borgarlíf, Heilsufar, menntun og atvinnulíf).
Bls 97-140 og 146-180 (Þjóðerni, ríkjamyndun og sjálfstæðisbarátta, Vesturheimsferðir og nýlendustefna, Fyrri heimsstyrjöld, Kreppa).
Bls. 180-238, 244-250 og 271-307(Heimsstyrjaldirnar, Rússneska byltingin, Kalda stríðið, Austur og vestur, Þriðji heimurinn, Samfélagsbreytingar).

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Íslands- og mannkynssaga NBII eftir Gunnar Þór Jónsson og Margréti Gunnarsdóttur.
Vefbók: https://islands-ogmannkynssaga2.vefbok.forlagid.is/

Námsmat

Þátttaka í tímum, mæting: 10%
Stutt erindi: 10%
Tvö skyndipróf: 20%
Lokapróf: 60%

Til að aðrir þættir verði metnir þarf að ná 5 á lokaprófi.