Áfangi

Erfðafræði

Markmið

Meginmarkmið eru að nemendur: Þekki lögmál erfðafræðinnar og geti reiknað dæmi í tengslum við þau. Þekki lykilhugtök erfðafræðinnar og vinni með þau á margvíslegan hátt Kynnist aðferðafræði rannsókna erfðaefnis Kynnist því hvernig þekking í erfðafræði er nýtt í daglegu lífi og við meðhöndlun á ýmsum sjúkdómum Þjálfist í að fjalla um siðfræðileg álitamál erfðatækninnar

Efnisatriði

Mendelskar erfðir, tengd og ótengd gen. Stofnerfðafræði. Frumuskiptingar og frumuhringur. Sameindaerfðafræði, gerð og starfsemi erfðaefnis og litninga, erfðalykillinn og próteinmyndun. Erfðatækni, DNA einangrun, skerðing, tenging og rafdráttur. PCR mögnun, raðgreining, þáttapörun, genaferjur, tjáningarferjur, genasöfn, líftækni og arfgerðargreiningar. Erfðasjúkdómar mannsins, krabbamein, stofnfrumur og genalækningar.

Námsfyrirkomulag

Námsfyrirkomulag byggir á innlögn kennara og þátttöku nemenda í umræðum í kennslustundum. Einnig á virkri þátttöku nemenda í verklegum æfingum og verkefnavinnu

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

1. Skilaverkefni og skýrslur: 30%. 2. Hlutapróf: 15%. 3. Raunmæting í kennslustundir: 5% 4. Lokapróf: 50%. Til að standast áfangann þarf að fá að lágmarki 4,5 á lokaprófi.