Áfangi

Lyfhrifafræði 1

  • Áfangaheiti: LYHR3MÖ05
  • Undanfari: LÍOL2IL05 OG SJÚK2GH05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemandi: þekki áhrif helstu meltingarfæralyfja, öndunarfæralyfja, augn-og eyrnalyfja og húðlyfja kunni ofangreind lyf með nafni, sérheiti og samheiti skilji verkun lyfja úr ofangreindum flokkum geti skýrt verkun lyfja fyrir sjúklingum kunni að leita sér upplýsinga um lyf kunni skil á helstu aukaverkunum ofangreindra lyfja viti um helstu milliverkanir lyfja viti hvernig á að taka lyf og í hvaða skammtastærðum

Efnisatriði

Munn-og tannlyf, sýrubindandi lyf, sýruhemjandi lyf, sárasjúkdómalyf, bakflæðislyf, uppþembulyf, magatæmandi lyf, hægðalyf, lyf gegn niðurgangi, gyllinæðarlyf, öndunarfæralyf, neflyf, astmalyf, hósta-og kveflyf, hálslyf, ofnæmislyf, augn-og eyrnalyf, kláðastillandi lyf, psoriasislyf, barksterar, lyf við bólum, lyfjasápur, mýkjandi og húðverndandi lyf.

Námsfyrirkomulag

Moodle, glærur, verkefni o.fl.

Kennslugögn

Glærur frá kennara í Moodle. Ýmsar tímaritsgreinar.
Sérlyfjaskráin, rafræn útgáfa: www.serlyfjaskra.is

Námsmat

Verkefni og lokapróf.