Sjúkrahúslyfjatækni

Sjúkrahúslyfjatækni er 67 feininga nám á 4.hæfniþrepi framhaldsskólans. Námið er byggt upp af almennum áföngum sem eru sameiginlegir fyrir allt framhaldsnám á 4. hæfniþrepi heilbrigðissviðs og sérhæfðum áföngum fyrir sjúkrahúslyfjatækna. Námslengd er tvær annir miðað við fullt nám eða fjórar annir ef það er skipulagt sem nám með vinnu. Markmið framhaldsnáms í sjúkrahúslyfjatækni er að auka hæfni og þekkingu lyfjatækna í starfi svo þeir geti tekið á sig aukna ábyrgð í samræmi við lokamarkmið námsins. Að námi loknu eiga þeir að hafa dýpri þekkingu og skilning á hlutverki og starfsemi sjúkrahúsapóteka og hafa tileinkað sér fagmennsku í starfi.

Nemendur sem innritast í nám í sjúkrahúslyfjatækni þurfa að hafa lokið námi í lyfjatækni og hafa unnið sem lyfjatæknar í a.m.k. 2 ár. Nemendur skulu hafa góða enskukunnáttu og góða þekkingu, leikni og hæfni í upplýsingatækni, þar með talið í helstu ritvinnsluforritum.

Námið er samtals 67 framhaldsskólaeiningar og eru námslokin skilgreind á 4.hæfniþrepi framhaldsskólans. Námið skiptist í almenna áfanga (18 fein.) og sérhæfða áfanga (49 fein.), 24% námsins (16 feiningar) er á 3 hæfniþrepi og 76% námsins (51 feiningar) er á 4 hæfniþrepi. Námslengd er 1 ár miðað við fullt nám. Verklegt nám er samþætt bóklegu námi og fer fram í sjúkrahúsapóteki Landspítala undir leiðsögn lyfjafræðings og/eða sjúkrahúslyfjatæknis. Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is.

Ekki er ljóst hvenær næst verður boðið upp á framhaldsnám lyfjatækna.


(Síðast uppfært 31.10.2017)