Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

15.11.2017

Í dag er haldið upp á Dag íslenskrar tungu. En þennan dag, 16. nóvember 1807 fæddist listaskáldið góða að Hrauni í Öxnadal. Þótt allir dagar séu að sjálfsögðu dagar íslenskrar tungu þykir við hæfi að tileinka móðurmálinu þennan dag til þess að fagna fjölbreytileika og fegurð íslenskunnar.Það á að vera kappsmál hvers manns að leika sem fegurst á þá hljómfögru hörpu sem móðurmálið okkar er, ekki spilla hljómum með óþarfa slettum eða fölskum tónum orðskrípa. 

Íslands minni (samið 1839)

Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla
og svanahljómi, silungsá
og sælu blómi valla
og bröttum fossi, björtum sjá
og breiðum jökulskalla –
drjúpi’ hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.