Fréttir

FÁ - Skóli á Arnarhóli

24.11.2017

Skóli er miklu meira en bara hús. Skóli er samfélag manna sem eru ákveðnir í því að vita meira í dag en í gær. Skóli er alls staðar þar sem nemendur eru að læra og um daginn var skólinn í húsi Seðlabanka Íslands við Arnarhól þar sem nokkrir nemendur í HAGF2AÞ05 Þjóðhagfræði við FÁ fóru og kynntu sér peningamál íslenska lýðveldisins. Má segja að þar hafi þeir velt við hverri krónu og horft í aurinn.