Fréttir

Fallegur dagur - útskrift vor 2018

26.5.2018

Það var hátíðlegt og gleðilegt í senn þegar útskriftarnemendur kvöddu skólann sinn í gær. Nú standa þeir á tímamótum og hvað framtíðin ber í skauti sér veit nú enginn en það er þeirra að skapa sér sína eigin framtíð og það er vísast að hún verði farsæl. Þó nokkrir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í hinum ýmsu greinum. 


Katla Gunnlaugsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi og er því DÚX skólans auk þess  sem hún fékk líka viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í listgreinum.Arnþrúður Anna Gísladóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í hjúkrunargreinum og fyrir lokaverkefni í hjúkrun.
Selma Ólafsdóttir fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sérgreinum tanntækna.

Hjalti Geir Guðmundsson fékk viðurkenningu fyrir einstaklega góða ástundun og dugnað í íþróttum. Hjalti hefur verið hjálpsamur en hann hefur látið sig nær umhverfi skólans miklu varða og hefur lagt sitt að mörkum við að halda skólalóðinni snyrtilegri og gefandi í samskiptum við samnemendur og starfsmenn. 

Aron Bjarki  Guðnason fékk viðurkenningu fyrir félagsstörf.
Gústaf Darrason fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku
og líka fyrir góðan árangur í stærðfræði.Rakel Sjöfn Hjartardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku.
Vera Fjalarsdóttir fyrir góðan árangur í sögu.
Anna Karen Kolbeins fyrir frábæra vinnu að umhverfismálum innan skólans.