Fréttir

Fjarnám - innritun stendur yfir

19.1.2017

  • brautsk

Sumir eru ekki hrifnir af skólum en vilja samt læra og mennta sig. Fyrir þá er FJARNÁM svarið, sérstaklega fjarnám hér við FÁ - Það þarf góðan aga og sterk bein til þess að stunda fjarnám, það þýðir ekkert að vera með neina leti. En þrátt fyrir að fjarnámið reyni á hefur það samt marga góða kosti fyrir skólafælna. Í fjarnámi fer maður á fætur þegar maður vaknar, maður lærir þegar maður finnur að þekkingu skortir, það er hægt að hafa alla sína hentisemi, vera á Facebook, á Chattinu og skoða allar ómögulegar vefsíður ef svo ber undir, hlusta á rappið á hæsta styrk og slafra í sig mat og drykk eins og lystir á meðan verið er að læra. Enginn kennari sem borar augunum í hnakkann á manni. Semsagt, skráning til fjarnáms við FÁ stendur fram til 16. janúar - látið ekki happ úr hendi sleppa.

Sjá http://www.fa.is/fjarnam/