Fréttir

Freyr, nemandi í FÁ vann alþjóðlega ljósmyndsamkeppni

28.6.2023

Freyr Thors, nemandi í FÁ vann í vikunni verðlaun fyrir ljósmyndina sína “We don´t care, do you? “ í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu.

Freyr tók þátt í samkeppni í vor á vegum Landverndar sem ber heitið Umhverfisfréttafólk og snýst um að koma umhverfismáli að eigin vali á framfæri við almenning með fjölbreyttum leiðum. Þar varð mynd Freys í öðru sæti í flokki framhaldsskólanema. Var myndin síðan send út í alþjóðlegu keppnina fyrir Íslands hönd.

Um 495 þúsund nem­end­ur frá 43 lönd­um taka þátt í keppn­inni ár­lega og er hægt að vinna til verðlauna í nokkr­um flokk­um. Myndin hans Freys vann í flokknum Young European Reporters (YER) í flokki ljósmynda: Single photo campaign 11 - 25 years.

Ljós­mynd­in sem Freyr tók er ætlað að tákna tor­tím­andi neyslu mann­kyns. „Karakt­er­inn á að tákna græðgi mann­kyns og viðhorf til plán­et­unn­ar, samþjappað í einn karakt­er, eða ein­hvers­kon­ar veru“.

Verðlaun­in eru mik­ill heiður fyr­ir Frey, ljós­mynda­kenn­ar­ann Je­ann­ette Casti­o­ne og fyr­ir Land­vernd/​Græn­fán­ann sem stend­ur fyr­ir keppn­inni hér­lend­is með verk­efn­inu Um­hverf­is­frétta­fólk.

Við óskum Frey hjartanlega til hamingju með sigurinn!