Fréttir

Gleðilegt sumar

20.4.2017

Í dag er sumardagurinn fyrsti og ekki vorlegt um að litast, eins og segir í vísu Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli (1907-2002): 
 Víða grátt er veðurfar.
  Varla dátt er gaman.
  Höfuðáttir heyja þar
  hríðarsláttinn saman.

En veðrið getur ekki annað en batnað með hækkandi sól og brátt er komið sumar. Þá mun sólin skína á skalla, eða eins og Guðmundur kvað:

 Sólin spyr það aldrei um
  á hvað geisla sendir.
  Gefðu safn af góðverkum.
  Gættu ei að hvar lendir.

FÁ óskar öllum farsældar og blíðu á nýju sumri.