Fréttir

Kunsten at undervise og lære

5.4.2017

Á þriðjudaginn var brá Gerður Hannesdóttir í dönskunni undir sig betri fætinum ásamt nemendum sínum í dönsku og þau fóru að skoða Listasafn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti. Á safninu stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina "Ógnvekjandi náttúra" og vafalaust hefur Gerður kveikt áhuga nemenda sinna á listamanninum góða. Allt fór þetta fram á dönsku, því eðla máli, og hefur ekki verið amalegt að tala um hina harðgerðu náttúru Íslands á hinni dæilegu dönsku. Listasafn Ásgríms Jónssonar