Fréttir

Lilja Alfreðsdóttir menntamála-ráðherra í heimsókn í FÁ

10.1.2018

Í dag, 10. janúar kom Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í heimsókn í skólann. Hún kynnti sér hið góða starf sem unnið er í FÁ, en skoðaði sérdeildina sérstaklega vel. Sérdeildin tók á móti góðum gjöfum í dag, Styrktarsjóður BYKO afhenti þrekhjól sem er sérstaklega útbúið fyrir hreyfihamlaða og Sunnusjóðurinn sem tvisvar áður hefur styrkt sérdeildina, færði deildinni dýrindis tölvu sem hægt er að stýra með augnaráðinu einu. Lilja ræddi við stjórnendur FÁ um menntamál og skólastefnu og áður en hún kvaddi hélt hún góða ræðu yfir kennara- og starfsliði skólans og voru það falleg orð sem gefa vonir um markvissa og skýra stefnu í menntamálum núverandi ríkisstjórnar. Við þökkum Lilju fyrir þann áhuga og hlýhug sem hún sýndi skólanum og ekki má gleyma að þakka Sunnusjóðnum og Styrktarsjóði BYKO fyrir höfðingarlegar gjafir. Sjá myndir á Facebooksíðu skólans