Fréttir

Námsstyrkur til ungra kvenna

23.5.2017

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2017-2018. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.
Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu bandalagsins, www.bkr.is .
Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík,
Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir“ eða í tölvupósti á bandalagkvennarvk@gmail.com.
Umsóknarfrestur er til 19. júní.