Fréttir

Styrktartónleikar tónsmiðju FÁ

15.11.2023

Nemendur í tónsmiðju Fjölbrautaskólans við Ármúla ætla að halda tónleika fimmtudagskvöldið næsta, 16. nóvember kl 20:00. Tónleikarnir fara fram í matsal skólans.

Á efnisskránni verður fjölbreytt tónlist og eru margir í tónsmiðju að stíga á stokk í fyrsta sinn. Starfsmannahljómsveitin ÚFF mun einnig flytja nokkur lög.

Nemendaráðið mun bjóða upp á heitt kakó og smákökur.

Tónleikarnir eru styrktartónleikar og mun allur ágóði renna til PIETA samtakanna.

Einungis 500 krónur kostar inn og það er nóg að mæta og kaupa miða við inngang (AUR, peningur og millifærsla í boði).

Okkur þætti vænt um að sjá sem flesta til að styðja við þetta flotta unga tónlistarfólk sem hefur undanfarna vikur unnið að þessari stund.

Verið öll hjartanlega velkomin