Fréttir

Þórey Hekla Ægisdóttir nr. 1

12.3.2018

Hin árlega tónlistarkeppni nemenda fór fram á fimmtudaginn var með pompi og prakt og ekki vantaði upp á glæsileikann frekar en fyrri árin. En mætingin hefði nú mátt vera betri, það er engin afsökun fyrir að láta þessa skemmtun fram hjá sér fara. Alls voru flutt sjö lög af átta flytjendum, þar af þrjú frumsamin lög. Úrslit réðust þannig að Þórey Hekla Ægisdóttir hreppti fyrsta sætið og mun hún keppa fyrir hönd FÁ í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður bráðlega. Katla Gunnlaugsdóttir varð númer tvö. Við óskum þeim til hamingju og þær sanna að það er enginn skortur á hæfileikafólki innan veggja skólans.