Fréttir

Umhverfisdagar í FÁ - 28.-30. mars

27.3.2017

Dagana 28.-30. mars verða Umhverfisdagar í FÁ. Það eru nemendur undir stjórn Bryndísar Valsdóttur umhverfisfulltrúa sem sjá um framkvæmdina og ekki að efa að þátttaka verði góð enda umhverfið mál okkar allra. Verum öll þátttakendur og mótum okkur stefnu er varðar sjálfbærni og umhverfi, björgum jörðinni frá sjálfum okkur! Munum að við erum ekki seinasta kynslóðin sem gengur um á jörðinni.


Dagskrá Umhverfisdaga 28. – 30. Mars 2017

Þriðjudagur: Hafið

Sýnishorn úr sjónum á Steypunni
Hádegi: Hvað á ekki að fara í klósettið?
Róbert Gíslason og Stefán Friðbjarnarson fóru í Dælustöðina
Sýning: Plasthorn Aldísar
Eru kóralrif á Íslandi?


Miðvikudagur: Vistvænn matur
Íslensk “Kjöt”-súpa (kjötlaus) á boðstólum
Hádegi: Umhverfismyndband F.Á.- frumsýning
Kahoot

Fimmtudagur: Kynningar á Steypunni:
Ávaxtaborð - Grænmetisborð
Ampersand umhverfisvænar snyrtivörur; Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir
Hádegi: Umbúðalaust
Stefán Andri Björnsson frá Uppskerunni