Ársskýrsla 2019/2020

                                        Ársskýrsla bókasafns Fjölbrautaskólans við Ármúla
                                                                Skólaárið 2019-2020

 

Starfsmenn
Þóra Kristín Sigvaldadóttir forstöðumaður í fullu starfi og Kristín Björgvinsdóttir bókasafnsfræðingur í hálfu starfi.

Starfsemi (tölur í svigum frá síðasta ári)
    Notendur:  Nemendur í dagskóla voru á haustönn 911 (903) en á vorönn 843 (853).                    Fjarnemendur á haustönn voru 1210 (1358) en 1061 (1359) á vorönn. Starfsmenn skólans        eru 112 (107).
    Safnið er opið: Mánudaga - fimmtudaga kl. 8:00 - 16:30 og föstudaga kl. 8:00 -16:00.

Eins og ávallt í byrjun haustannar voru allar bókahillur safnsins þrifnar og bókakostur yfirfarinn. Nýjum bókum er stillt upp á hringekju í miðju safninu til að vekja athygli nemenda og starfsmanna á þeim. Til að hvetja til aukins lesturs er bókum og öðru efni sérstaklega stillt upp í tengslum við viðburði eins og Dag íslenskrar tungu, afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Bókasafnsdaginn og Bókmenntahátíð í Reykjavík.

Safnkostur
Safnkostur bókasafnsins er fjölbreyttur og er hann skráður og lánaður út í Gegni, landskerfi bókasafna en hann er eftirfarandi.

     Bókaeign:  11.952 (12.384) eintök, 10.788 (11.116) titlar eftir afskriftir.
     Timarit:  50 (51) tímarit berast reglulega, sum án þess að greitt sé fyrir þau.
     Nýsigögn:  1295 eintök (1410): 186 myndbönd, 58 hljóðsnældur, 11 skyggnusett, 142                 hljómplötur og -diskar, 120 kort, 20 tölvuforrit, 1 glærusett, 41 margmiðlunardiskar, 714             mynddiskar og 2 spilasett.
     Afskriftir:  671 (219) eintök bóka, 80 myndbönd, 3 hljóðsnældur, 6 hljómdiska, 8 tölvuforrit,       16 margmiðlunardiskar, 5 mynddiskar.
     Aðföng bóka:  242 eintök (202), þ.e. fyrir afskriftir.
     Gjafir:  23 eintök (36).

Útlán
Útlán voru alls 4153 þar af innanhússlán 2275. Millisafnalán voru 40.

Rekstrarkostnaður 

 Rekstrarkostnaður

2018

2019

Bækur, tímarit og annað safnefni

789.972

840.000

Gegnir – bókasafnskerfi

460.723

469.560

Gagnasöfn og vefbækur

320.389

180.172

Annar kostnaður

128.549

97.706

Samtals:

1.698.633

1.587.483

 
Gagnasöfn og vefbækur
Bókasafnið tekur þátt í að greiða fyrir landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum í gegnum vefinn hvar.is. Bókasafnið greiðir fyrir áskrift að vefbókasafninu snara.is og er aðgangur opinn öllum í skólanum.

Húsnæði
Hópavinnuaðstaða nemenda í vesturendanum var bætt með auknu aðgengi að rafmagnstenglum og rafmagnshurðaopnari settur við aðalinngang safnsins.

Búnaður
Í haust var utanáliggjandi drifum fjölgað um þrjú og einu hleðslutæki sem hleður fjögur tæki samtímis bætt við vegna aukinnar eftirspurnar hjá nemendum. Fjórum nýjum vinnuborðum með skilrúmum og sextán stólum var einnig bætt við í vesturenda safnsins í febrúar.

Notendafræðsla 
Þjónusta bókasafnsins var kynnt fyrir nemendum í móttöku fyrir nýnema bæði á haust- og vorönn.
Á haustönn fengu nemendur í  lífsleikni alls sex hópar fræðslu um skipulag safnsins auk tilsagnar í upplýsingaleit, heimildanotkun og leystu verkefni í bókasafnskerfinu Gegni og fleiri gagnagrunnum (2 klst.). Nemendur í upplýsingatækni UPPÆ1SR05 alls sex hópar fengu safnkennslu og leystu einnig verkefni í Gegni (2 klst.). Á vorönn fengu nemendur í ÍSLE2HMO5 tilsögn í vali á heimildum og áreiðanleika heimilda. Nemendur í kennsluréttindanámi fengu tilsögn í því hvernig nýta má safnið í kennslu og þeim bent á möguleika í samstarfi bókasafnsfræðinga og kennara. Auk þess var fjallað um upplýsingalæsi og nýja aðalnámskrá (1 klst.).

Almannatengsl 
Gestum sem koma í heimsókn í skólann er oftast boðið að skoða safnið. Þegar skólinn er kynntur fyrir foreldrum nýnema er bókasafnið opið og er þeim þá sagt frá starfsemi safnsins.  Heimasíða bókasafnsins er í virkri endurskoðun. Þar er að finna upplýsingar um starfsemi safnsins svo sem afgreiðslutíma, safnkost, tengla á gagnlegt rafrænt efni og ýmsar leiðbeiningar um heimildaleit og heimildaskráningu.

Kennsla, námskeið, fundir ofl.
Þóra Kristín tók við kennslu áfangans SKJA1SV02 í fjarnámi á vorönn af Kristínu sem hefur kennt áfangann undanfarin ár. Þóra Kristín sótti kynningu á innleiðingu bókasafnskerfisins Sierra frá Innovatove sem Landskerfi bókasafna stóð fyrir ásamt málþingi á vegum Upplýsingar Framtíðin, fagið & félagið. Báðar sóttu þær sérstakan Starfsþróunardag 14 framhaldsskóla 6. mars í FG og eftir föngum fræðslufundi á vegum Upplýsingar. Samstarf hefur helst verið við bókasafnsfræðinga í öðrum framhaldsskólum sem funda reglulega yfir veturinn og sækja báðir bókasafnsfræðingar þá fundi ef kostur er. Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum hefur starfað í 35 ár.

Annað 
Nemendur eru duglegir að nýta sér aðstöðu safnsins og þá þjónustu sem er í boði. Starfið í vetur var með hefðbundnu sniði þar til samkomubann tók gildi 15. mars og skólanum lokað.  Nokkuð var um að nemendur hefðu samband við safnið á meðan á lokun skólans stóð yfir til þess að fá gögn að láni. Vel gekk að innheimta gögnin í vor.       

     Grisjun/afskriftir
     Óvenju miklar afskriftir safnagagna hafa átt sér stað í vetur vegna fyrirhugaðs     flutnings         safnkosts ínýtt bókasafnskerfi. Afskriftir voru gerðar í samvinnu við deildarstjóra og                   kennara með tilliti til hvað taldist úrelt, lítið notað eða ónothæft. Vegna plássleysis var               töluverð grisjun á eldri árgöngum íslenskra tímarita þar sem rafrænn aðgangur að                       heildartexta er nú aðgengilegur og því ekki eins brýnt að varðveita þau á pappír.                           Bókasafnsfræðingar bera saman lista yfir safngögn sem staðsett    eru í kennslustofum,           vinnuherbergjum og á safninu. Oft hverfur eitthvað og eigum við því að vita nokkurn veginn       hvað er til og hvað hefur horfið á skólaárinu.

Bókasafn FÁ ber fyrst og fremst að þjóna nemendum og starfsfólki skólans.  Mikilvægt er að halda uppi metnaði og framsýni til að byggja upp góðan safnkost sem styður sem best við nám og kennslu og er í takt við þarfir notenda safnsins.  Bókasafnið er mikilvægur þáttur í fjölbreyttu skólastarfi og vellíðan safngesta skiptir miklu máli í bókasafnsumhverfinu sem og öðru námsumhverfi. Rafrænt efni tekur mun meira pláss en áður og því mikilvægt að gott aðgengi sé til staðar og að safnið hafi á að skipa fagfólki sem getur hjálpað nemendum og öðrum í leit sinni að réttu efni og til að létta leiðina í námi.

 Reykjavík 9. júní 2020

Þóra Kristín Sigvaldadóttir