Algengar spurningar
Vafri
Svar: Notaðu nýlega vafra þegar þú notar Moodle. Forðastu að nota eldri vafra eins og t.d. Internet Explorer.
Af hverju kemst ég ekki alltaf inn í Moodle?
Svar: algengasta ástæðan er sú að rangt notendanafn og lykilorð er skráð inn og því er tryggast að afrita (copy) og líma (paste) í stað þess að skrifa orðin í viðeigandi reiti.
Það er mikilvægt að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem sendar eru með aðgangsorðinu við upphaf annarinnar.
Athugið! Notendanafnið er Microsoft Account aðgangur sem samanstendur af: fa+fyrstu 8 stafir kennitölunnar og hefur alltaf endinguna @fa.is (dæmi: fa01013077@fa.is).
Ef upp koma vandamál við innskráningu í Moodle þá má benda á
eftirfarandi tengla:
https://www.fa.is/skolinn/utgefid-efni/frettir/moodle-innskraning
https://www.fa.is/media/skolastarf/netstjorn/Moolde-innskraningar-vesen-V-1.0.pdf
Ef lykilorðið virkar ekki þrátt fyrir þetta þarf að hafa samband við thjonustuver@fa.is
Hvar fæ ég upplýsingar um aðgangsorð að Moodle ef ég glata því?
Svar: Aðgangsorð er sent til þeirra sem hafa greitt þann dag sem önnin hefst. Ef þú týnir aðgangsorðinu hefur þú samband við thjonustuver@fa.is
Mikilvægt er að geyma bréfið með aðgangsorðinu sem send eru í upphafi námsins. Ef aðgangsorðið virkar ekki þá skaltu lesa betur leiðbeiningarnar sem fylgdu því og fara nákvæmlega eftir þeim.
Athugið! Notendanafnið er Microsoft Account (aðgangur) og samanstendur af: fa+ fyrstu 8 stafir kennitölunnar og hefur alltaf endinguna @fa.is (dæmi: fa01013077@fa.is).
Microsoft Office 365/Office 2019
Með Microsoft Account aðgangi geta nemendur sótt Office pakkann og sett upp á eigin tölvu.
Leiðbeiningar um uppsetningu á Office er að finna á eftirfarandi tengli: https://www.fa.is/thjonusta/tolvu-og-thjonustuver/office-2016/
Uppfærsla á notendareikningi Moodle:
Hvernig er hægt að fækka tölvupóstum frá Moodle?
Svar: Þegar umræður eru virkar í áfanga getur fjöldi tölvupósta sem hver og einn fær orðið yfirþyrmandi. Hægt er að fækka tölvupóstum og fá aðeins einn tölvupóst á dag með því að breyta stillingum fyrir tölvupóst. Til að gera þetta þarf að:
Stillingar - Notendaaðgangur > Forum preferences. Þar sem stendur Hvers konar samantekt þarf að velja eitt af þessu: Enginn úrdráttur (tölvupóstur sendur með hverju innleggi). Full (einn tölvupóstur sendur daglega með öllum innleggjum) eða Viðfangsefni (einn tölvupóstur á dag, einungis með viðfangsefnum).Hver fær að sjá netfangið mitt?
Svar: Stillingar > Breyta notandaskilgreiningum.Á notandareikningnum er hægt að velja, þar sem stendur: Birting tölvupóstfangs, hverjir mega sjá tölvupóstfang þitt. Um þrjár stillingar er að ræða:
a) Ekki birta tölvupóstfangið mitt. b) Leyfa öllum að sjá tölvupóstfangið mitt. c) Leyfa aðeins öðrum nemendum námskeiðsins að sjá tölvupóstfang mitt.
Mynd af notanda
Á notandareikningnum getur þú m.a. sett inn mynd af þér. Smellt er á Veldu skrá > Sækja skrá > Browse myndin fundin og smellt á senda skrá.Moodle á mínu tungumáli
Sjálfgefið tungumál (undir Almennt). Hér getur þú valið á hvaða tungumáli Moodle birtist þér. Próf, verkefni og annað sem kennari setur á námskeið birtast þó að sjálfsögðu alltaf eins og kennarinn stofnaði þau. Hafi kennari skilyrt tungumál í stillingum námskeiðs birtist námskeiðið öllum notendum á því tungumáli sem kennari valdi.Hvar finn ég kennsluáætlanirnar?
Svar: Kennsluáætlanir má finna á vefsíðu viðkomandi deildar eða með því að smella á skammstöfun áfangans á umsóknarsíðunni, áfangar í boði. Þær eru einnig inni í Moodle.Hvar finn ég upplýsingar um undanfara?
Svar: Hvaða undanfara er krafist kemur fram í kennsluáætlun og á lista yfir áfanga í boði. Einnig má finna upplýsingar um undanfara í námsskrá skólans og undir Áfangar í boði.
Hvernig get ég haft samband við kennarann?
Svar: Þú hefur samband við kennarann í Moodle, t.d. undir Skilaboð, Þáttakendur eða þar sem þetta tákn er og umræðuþráðurinn getur heitið ýmsum nöfnum s.s. Umræður, Fréttaþing, Spurt og svarað ofl.:Hvað get ég skráð mig í marga áfanga?
Svar: Hægt er að velja fjóra áfanga en fleiri krefjast samþykkis fjarnámsstjóra. Fyrst þarftu að skrá þig inn í fjarnámið og senda síðan tölvupóst til fjarnámsstjóra og þá er hægt að setja inn heimild til að bæta við áföngum/einingum.
Hver metur undanfara?
Svar: Það gerir skólinn. Hafið samband við fjarnámsstjóra. fjarnam@fa.is.Er prófað gegnum tölvuna?
Svar: Öll próf sem eru tekin á önninni eru tekin í Moodle en lokapróf fara fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eða í heimabyggð skv. próftöflu.Er hægt að taka prófin í heimabyggð, ef ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu?
Svar. Já, oft er það hægt t.d. í næsta framhaldsskóla eða grunnskóla. Erlendis í sendiráðum, ræðismannsskrifstofum eða í skólum. Ef þú þarft að nýta þér þetta hafðu þá samband við þann skóla eða Sendiráð sem næst þér er og tilkynntu prófstað á: fjarnam@fa.is. Sjá nánar undir: Prófafyrirkomulag .
Getur fólk á öllum aldri verið í fjarnámi?
Svar: Já. Yngsti nemandinn sem stundað hefur fjarnám er 12 ára og sá elsti 79 ára.
Er öruggt að áfanginn sem ég sæki um verið kenndur?
Svar: Nei, þátttaka getur verið það lítil að hann falli niður.
Kemur fyrir að áfangar yfirfyllast, kemst ég þá kannski ekki að?
Svar: Ef hópar fyllast fer umsókn þín í hann á biðlista.Ef ég skipti um skoðun, eða vil breyta einhverju sem ég er búin að skrá mig í, við hvern á ég þá að tala?
Svar: Sendu tölvupóst á: fjarnam@fa.is. Athugið að hafi skráningargjald verið greitt og önn hafin er hvorki hægt að endurgreiða námsgjaldið né að færa áfanga á yfir á næstu önn.
(Síðast uppfært 28.10.2020)